Lögmannablaðið - 2016, Side 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
Ósk um áframhaldandi samvinnu
Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagði í ávarpi sínu að upp-
taka millidómstigs væri margþætt verkefni sem kallaði á
samráð og samvinnu allra þeirra sem störfuðu í dóms-
kerfinu. Breyta þyrfti fjölmörgum lögum, ganga frá hús-
næðis málum Landsréttar og hinnar nýju dómstólasýslu,
undirbúa öll dómsstigin tæknilega og skipa 15 dómara.
Ólöf vonaðist til að skipaður yrði sambærilegur samráðs-
hópur og hefði starfað að stofnun millidómstigsins síðast-
liðinn vetur: „Mörg þeirra atriða sem fyrir liggur að þurfi
að vinna þarf nauðsynlega að ræða við ykkur. Ég biðla því
til ykkar um áframhaldandi samvinnu og vil aftur óska
okkur öllum til hamingju með þennan áfanga,“ sagði hún.
Rafrænt réttarfar á byrjunarreit
Skúli Magnússon sagði að samþykkt Alþingis um milli-
dómstig væri upphaf nýrrar vegferðar sem hefði það mark-
mið að koma á nýju dómskerfi þar sem meðferð dómsmála
yrði vandaðri og traust til dómstóla myndi vaxa.
Auk húsnæðismála væru tæknimál aðkallandi þar sem gert
væri ráð fyrir því að hljóð- og myndupptökur yrðu á tveimur
dómstigum. Huga þyrfti að málaskrá og rafrænum gáttum,
bæði gagnvart almenningi og lögmönnum. Rafrænt réttar-
far væri nánast á byrjunarreit hjá héraðsdómstólunum
og vonandi yrðu úrbætur á því fyrir allt dómskerfið. „Ég
nefni sem dæmi aukinn aðgang lögmanna að þingbók og
möguleika á því að koma skjölum til dómsins á rafrænu
formi,“ sagði Skúli.
Prófmál fyrir Landsrétti
Málum fyrir Hæstarétti mun fækka stórlega með tilkomu
Landsréttar og því verður óraunhæft að gera kröfur um
próf mál til að öðlast réttindi til málflutnings fyrir Hæsta rétti
heldur væri æskilegt að þau yrðu haldin fyrir Landsrétti,
að mati Reimars Péturssonar en Lögmannafélagið mun
senda tillögur til ráðuneytisins um fyrirkomulag öflunar
málflutnings réttinda í nýju kerfi.
Reimar sagði að með ríkari hæfnis kröfum til dómara,
eftir því sem ofar drægi í dómskerfinu, fælust mikilvæg
og táknræn skilaboð til borgaranna. Það þýddi að mál
fengju sífellt vandaðri meðferð. Eðlilegt væri að gera ríkari
hæfniskröfur til lögmanna með sama hætti: „Hæfniskröfur
lög manna hljóta óhjákvæmilega að birtast sem kröfur um
Dómstólar
á tímamótum
Í lok maí síðastliðinn samþykkti Alþingi lög um stofnun millidómstigs en
þetta eru viðamestu breytingar á íslensku dómskerfi í áraraðir.
Í tilefni þessa héldu Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fund
um dómstóla á tíma mótum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp
en framsögumenn voru for menn félag anna tveggja, þeir Reimar
Pétursson hrl. og Skúli Magnússon héraðs dómari. Ólöf Finnsdóttir
framkvæmdastjóri dómstólaráðs stjórnaði fundi.
Hið nýja dómstig hefur fengið nafnið Landsréttur og mun taka til starfa
1. janúar 2018.