Lögmannablaðið - 2016, Side 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 11
reynslu af ástundun málflutnings. Góðir siðir í málflutn ingi
lærast aðeins við ástundun. Málflytjandi getur vissulega
leitað í smiðju sér eldri og reyndari manna og tileinkað sér
vís dóm úr bókum um málflutning. En aðeins við ástundun
þroskast hæfi leikinn til að setja mál fram af heiðarleika,
sanngirni og hæfilegri eindrægni. Þannig virðist óhjá-
kvæmilegt að ríkari kröfur séu gerðar til lögmanna um
reynslu eftir því sem ofar dregur í dómskerfinu,“ sagði
Reimar. Prófmál kölluðu fram hið besta í lögmönnum,
fælu í sér hvatningu til þeirra að bæta málflutning sinn og
mörkuðu hátíðleg kaflaskil á ferlinum.
Farsæl eða fjölbreytt starfsreynsla?
Framundan er skipun 15 landsréttardómara og er fyrir -
sjáan legt að hluti þeirra komi úr röðum starfandi héraðs-
dómara. Reimar sagði að dómarahópurinn mætti ekki
vera einsleitur og mikilvægt væri að skipun þeirra færi
fram með nýjum hætti: „Núgildandi reglur verðlauna fjöl-
breytilega starfsreynslu en ekki farsæla. Farsælir lögmenn
eða farsælir dómarar, sem hafa helgað sig fagi sínu án þess
að sinna öðrum störfum svo heitið getur, standa höll um
fæti gagnvart þeim sem víða hafa komið við,“ sagði hann. Í
hópi dómara yrðu að vera konur til jafns við karla, fyrrum
farsælir lögmenn til jafns á við fyrrum farsæla héraðs-
dómara. Þá sagði Reimar að stofnun Landsréttar gerði
tækni væð ingu dómskerfisins enn brýnni og að horfa þyrfti
til þarfa lögmanna við hönnun húsnæðis Landsréttar.
Verkefnin framundan
Ólöf Finnsdóttir dró í lokin saman helstu atriði fundarins
og sagði að verkefnin framundan væru ærin. Gott væri að
heyra viðhorf ráðherra til fjármögnunar sem hefði verið
helsta áhyggjuefnið við stofnun millidómstigs. „Mann-
aflaþörfin, skipan dómara, húsnæðismálin, innviðirnir,
málaskrár, heimasíða og fleiri verkefni bíða og það er mjög
mikilvægt að vel takist til,“ sagði hún.
Eyrún Ingadóttir.
Reimar Pétursson, Skúli Magnússon og Ólöf Nordal.