Lögmannablaðið - 2016, Side 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
Breytingartillögur stjórnar LMFÍ
Tillögurnar fela í sér að til öflunar
réttinda til málflutnings fyrir Lands-
rétti þurfi lögmenn að hafa flutt 25
mál í héraði á fimm ára tímabili og að
auki fjögur prófmál fyrir Landsrétti.
Eftir flutn ing 15 mála fyrir hinum nýja
Lands rétti og þriggja ára reynslu af
störf um við dóm stólinn geti lögmenn
svo fengið réttindi til mál flutn ings
fyrir Hæsta rétti án töku prófmála.
Einnig er í tillögunum að finna sérstök
bráða birgða ákvæði varðandi stöðu
þeirra sem þegar hafa hafið töku
próf mála fyrir Hæsta rétti. Í þeim felst
að þeir sem hafa þegar staðist þrjú
próf mál í Hæsta rétti í ársbyrjun 2018
fá sjálfkrafa réttindi til flutnings mála
fyrir Lands rétti, þeir sem staðist hafa
tvö prófmál á þeim tíma fá rétt indi til
málflutnings í Landsrétti með flutn-
ingi eins prófmáls þar, og þeir sem
hafi staðist eitt prófmál í Hæsta rétti
fá réttindi til flutnings mála fyrir
Lands rétti með flutningi tveggja próf-
mála. Þessu til viðbótar eru umrædd-
ir lögmenn undan skildir skilyrðum
lag anna um að hafa notið réttinda í
Lands rétti í þrjú ár og öðlast rétt til að
flytja mál í Hæstarétti eftir að hafa flutt
5, 10 eða 15 mál í Landsrétti, eftir því
hversu mörg prófmál þeir hafi klárað
fyrir Hæstarétti þegar Lands réttur
tekur til starfa.
Þá er gert ráð fyrir að titlarnir „hæsta -
réttar lögmaður“ og „héraðs dóms lög-
maður“ verði teknir út úr lög manna -
lögunum en þess í stað verði allir
„lög menn“ og munurinn milli þeirra
mun þá felast í rétt ind um til mál flutn-
ings fyrir mismun andi dómstólum.
Hinn 18. ágúst sl. var haldinn félagsfundur hjá LMFÍ til að bera fram tillögur
stjórnar félagsins um breytingar á lögmannalögum nr. 77/1998, en vinnuhópur á
vegum félagsins hefur undanfarin misseri unnið að heildarendurskoðun
lögmannalaga vegna stofnunar Landsréttar. Vegna breytinga í hinu pólitíska
landslagi, þar sem boðað var til kosninga nú í haust, var hins vegar talið
óraunhæft að leiða til lykta umræðu um heildarendurskoðun í bráð. Þess í stað var
tekin sú ákvörðun að gera afmarkaðar tillögur til innanríkisráðuneytisins um
nauðsynlegustu breytingar vegna stofnunar Landsréttar sem unnt væri að taka
upp í svokölluðum bandormi, frumvarpi til breytinga ýmissa laga vegna
stofnunarinnar. Tillögurnar á félagsfundinum snéru því eingöngu að
nauðsynlegum lagabreytingum vegna Landsréttar en stjórn LMFÍ hafði þegar
samþykkt þær fyrir sitt leyti.
BANDORMUR
OG BREYTINGAR Í PÓLITÍSKU
LANDSLAGI
TILLÖGUR UM BREYTINGAR Á LÖGMANNALÖGUM RÆDDAR Á FÉLAGSFUNDI LMFÍ