Lögmannablaðið - 2016, Side 17

Lögmannablaðið - 2016, Side 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 17 styrkja þær. Staðreyndin væri sú að FKL hefði haft raunveruleg áhrif á stöðu kvenna í lögmennsku og skipti miklu máli, ekki hvað síst til þess að efla tengslanet kvenna. Jafnframt væri nauðsynlegt að beita rödd félags ins þegar standa þyrfti vörð um sér stök hags muna mál kvenna innan stétt- ar inn ar. Í því samhengi taldi hluti fundar kvenna að framkomnar til lögur LMFI hefðu ekki sérstök áhrif á konur í lögmennsku umfram karla á meðan aðrar bentu á það mikill meiri hluti hæsta réttar lögmanna væru karlar og nýju tillögurnar gætu gert það að verkum að enn lengra yrði þar til jafnrétti yrði náð í stéttinni. Þá kom fram það sjónarmið að rödd kvenna heyrðist síður innan LMFÍ og því væri nauðsynlegt að FKL beitti sér í málum sem þessum. Fram komu sjónarmið um að það væri fagnaðarefni að stjórnvöld væru nú farin að senda félaginu frumvarp til laga til umsagnar til að leita álits kvenna í lögmannastétt. Um miðjan september var boðað til annars félagsfundar hjá FKL þar sem nýjar konur voru kosnar í stjórn í stað þeirra sem sögðu sig úr henni. Ný stjórn var kjörin á fundinum og nú skipa stjórnina þær Kristrún Elsa Harðar dóttir hdl., formaður, Anna Linda Bjarnadóttir hdl., varaformaður og ritari, Kolbrún Garðarsdóttir hdl., gjaldkeri, Þorbjörg Inga Jónsdóttir hrl., meðstjórnandi og Ingi björg Ingva dóttir hdl., meðstjórnandi. Í varastjórn eru Sigríður Vilhjálmsdóttir hdl. og Ragnhildur Rorí Ólafsdóttir hdl. Eyrún Ingadóttir. Vinstri: Ný stjórn FKL. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Þorbjörg Inga Jónsdóttir, Ragnhildur Rorí Ólafsdóttir, Anna Linda Bjarnadóttir, Kristrún Elsa Harðardóttir og Kolbrún Garðarsdóttir. Á myndina vantar Ingibjörgu Ingvadóttur. Hægri: Aldís Geirdal Sverrisdóttir, Ragnhildur Rorí Ólafsdóttir og Kristrún Elsa Harðardóttir. Bergþóra Ingólfsdóttir og Marta Margrét Rúnarsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.