Lögmannablaðið - 2016, Page 22

Lögmannablaðið - 2016, Page 22
22 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Fulltrúastarfið ekki hugsað sem framtíðarstarf Lengi vel hófu lögmenn feril sinn í lögmennsku sem full- trúar og þegar þeir höfðu öðlast næga reynslu fóru þeir í sjálfstæðan rekstur. Fæstir fulltrúar sjá sig til framtíðar í því starfi þrátt fyrir að vísbendingar séu um breytt viðhorf en 10% (13 af 136) fulltrúa hafa meira en tíu ára starfsreynslu. Þá eru 22% (30 af 136) með 6-10 ára starfsaldur og 68% (93 af 136) með innan við fimm ára starfsreynslu. Viðhorf fulltrúa til starfs síns endurspeglast í því að einungis 6% þeirra (8 af 138) geta hugsað sér að starfa sem slíkir allan sinn starfs- feril en 73% (101 af 138) geta ekki hugsað sér það. Ætla mætti að allir vildu verða sjálfstætt starfandi lögmenn en svo er ekki því einungis 40% fulltrúa (56 af 138) stefna að því. Hins vegar vildi tæplega helmingur fulltrúa (66 af 138) helst starfa hjá fyrirtækjum eða félaga- samtökum. Þá taldi tæplega helmingur þátttakenda (56 af 117) sig eiga möguleika á að komast í eigendahóp lögmannsstofunnar sem þeir störfuðu hjá en 17% (20 af 117) töldu það ekki í boði. Voru ástæðurnar m.a. þær að eignarhald byði ekki upp á það, þeir hefðu ekki fjármagn til að kaupa sig inn í reksturinn eða að það stæði einfaldlega ekki til boða. Flestir fulltrúar eru í ráðgjöf, málflutningi og samningagerð Þátttakendur voru spurðir út í helstu verkefni sem þeir sinntu á lögmannsstofunni. Átta af hverjum tíu (113 af 138) sögðust vera í ráðgjöf og sjö af hverjum tíu (98 af 138) í málflutningi. Þar af flytja fjórir af tíu (40 af 96) þrjú til fimm mál á ári. Þá voru sex af hverjum tíu (79 af 138) í samningagerð, fjórir af tíu (51 af 138) unnu fyrir erlenda aðila og þriðjungur (42 af 138) var í innheimtum. Í 1. tbl. Lögmannablaðsins 2016 var fjallað um könnun sem gerð var á meðal fulltrúa lögmannsstofa í febrúar sl. Þar kom m.a. fram óútskýrður 8% kynbundinn launamunur. Hér verður haldið áfram að rýna í könnunina og horft til annarra atriða. Til dæmis líta 73% fulltrúa ekki á starf sitt sem framtíðarstarf og 15% fulltrúa eru hvorki í stéttarfélagi né með slysa- og sjúkratryggingar. FULLTRÚAR FULLIR STREITU Raddir fulltrúa „Álag og ábyrgð fulltrúa er oft á tíðum of mikil miðað við reynslu, stuðning eigenda og laun. Samkeppnin er mikil sem gerir að verkum að fulltrúar sætta sig við verri hag en ella. Í kringum mig er ungt fólk að hætta í lögmennsku í stórum stíl vegna þessa, ungar konur eru þar í miklum meiri- hluta. Þetta tel ég mjög slæma þróun.”

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.