Lögmannablaðið - 2016, Side 23

Lögmannablaðið - 2016, Side 23
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 23 Ánægja með vinnuveitendur Fulltrúarnir voru spurðir út í vinnuveitanda og kom fram að 42% (57 af 136) þeirra starfa á lögmannsstofu þar sem 5 eða fleiri lögmenn eru sameiginlegir eigendur. Þá starfa 30% (41 af 136) á lögmannsstofu þar sem 2-4 lögmenn eru sameiginlegir eigendur og 15% (20 af 136) á lögmannsstofu þar sem er einn eigandi. Alls 64% fulltrúa (89 af 138) eru ánægðir með vinnustað sinn á meðan einungis 7% (9 af 138) eru óánægðir. Mun fleiri karlar eru ánægðir en konur, eða 70% (50 af 71) á móti 58% (39 af 67). Helmingur fulltrúa (65 af 138) telur stjórnun góða á vinnu- stað sínum á meðan 32% (44 af 138) telja hana lélega en mun fleiri voru ánægðir með stjórnunina sem voru á millistórum lögmannsstofum en á stofum með 5 eða fleiri eigendur. Þá telja 57% (78 af 138) fulltrúa starf sitt metið að verðleikum á meðan 22% (30 af 138) telja svo ekki vera. Eins má geta þess að 85% fulltrúa (115 af 134) töldu að vinnuveitandi sinn tæki tillit til þarfa fjölskyldufólks. . Nær allir finna fyrir streitu Fulltrúar voru spurðir hvort þeir fyndu fyrir streitu í starfi og svöruðu 90% (124 af 138) því játandi. Þar af sögðust 15% (21 af 138) finna fyrir mikilli streitu og var jafnt á komið með konum og körlum. Raddir fulltrúa „Fagna þessari umræðu - hefur vantað umræðu um það hvort fulltrúar njóti sambærilegra kjarahækkana og aðrir á vinnumarkaði og annarra launatengdra réttinda, svo sem orlofs- og desemberuppbót.” Raddir fulltrúa „Grunar að það sé algengt að fulltrúar upplifa lítið starfsöryggi eins og markaðurinn er í dag. Stéttin er yfirmönnuð. Þannig er auðvelt eigendur að réttlæta lægri laun og lakari kjör.”

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.