Lögmannablaðið - 2016, Side 25

Lögmannablaðið - 2016, Side 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 25 AF MERÐI LÖGMANNI Mörður er í tilvistarkreppu ekki ólíkri þeirri sem hann gekk í gegnum árið 1980 þegar John Lennon var myrtur. Því er Mörður að velta fyrir sér að hætta skrifa pistla í Lögmannablaðið. Ástæðan er ekki nýliðinn miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins og heldur ekki átakafundir í Félagi kvenna í lögmennsku sem hefur ítrekað hunsað óskir hans um inngöngu. Ástæðan er heldur ekki nýlegar tillögur LMFÍ til innanríkisráðuneytisins um breytingar á lögmannalögum. Ástæðan er Facebook en Mörður hefur síðustu mánuði verðið gildur limur á þessum samfélagsmiðli og þótt afar hnyttinn og skemmtilegur á þeim vettvangi enda hentar miðillinn hans kímni vel. Vinir úr röðum lögmanna hafa safnast að honum eins og mý á mykjuskán en Mörður hefur þann háttinn á að samþykkja aðeins vinabeiðnir á Facebook frá nánustu vinum úr lagadeildinni og svo auðvitað Framsóknarflokknum. Þrátt fyrir skamma veru á samfélagsmiðlinum hefur Mörður lent í töluverðum útistöðum. Lögfreyjur og sósíalistar úr öllum áttum hafa ítrekað reynt að bola honum burtu af þeirri ástæðu einni að hann birti til gamans samanklippta mynd af þekktri lögfreyju, sósíalista úr Eyjafirðinum og hundinum Lúkasi. Myndin var auðvitað svo erkifyndin að Mörður sjálfur veltist um af hlátri við föndrið og vildi auðvitað deila snilldinni með nánustu vinum. Einhvern veginn æxlaðist það samt þannig að miklu mun fleiri sáu listaverkið og myndin birtist meira að segja í sósíalísku dagblaði sem er borið út á hvert heimili landsins daglega og á Mörður yfir höfði sér meiðyrðamál frá einhverjum spjátrungi sem kallar sig lögmann frá 1971. Þrátt fyrir að Mörður hafi alltaf verið til í smá at og gjarnan þurft að svara fyrir ýmis ummæli og gerðir fyrir úrskurðarnefnd lögmanna, svo ekki sé talað um dómstóla landsins, þá finnst Merði sem byrjað sé að hausta í lífi hans. Skrokkurinn er farinn að gefa sig, aukakílóin þrjátíu eru byrjuð að valda ýmsum lífsstílssjúkdómum og nýliðin ristilspeglun var lífsreynsla sem hann ætlar ekki að deila með lesendum Lögmannablaðsins. Lungnaþemba sem pípureykingar frá 12 ára aldri er kennt um hefur plagað hann dálítið og því verður ekki neitað að 2 – 3 viskíglös á hverju kvöldi á Mímisbar á tíunda áratugnum fór ekki vel í lifrina. Auk fyrrgreindrar heilsuveilu og Facebook-vandræða virðist enginn lesa lengur pistla Marðar lögmanns í Lögmannablaðinu. Eftir töluverða sjálfsskoðun telur Mörður ritsnilli sína frekar eiga erindi við vaxandi hóp aðdáenda íslenskra glæpasagna sem fært hafa ótrúlegustu latte-lepjandi miðborgar- rithöfunum frægð og frama, jafnvel utan landsteinanna. Telur Mörður tíma sínum betur varið við smíði glæpabókmennta en að skrifa pistla sem enginn les eða eiga í þrasi við lögfreyjur og sósíalista á samfélagsmiðlum. Auk þess blasir við að áratuga reynsla Marðar á meðferð sakamála ætti að tryggja honum vissa yfirburði sem glæpasagnarithöfundur. Mörður er þegar kominn með vinnutitil á fyrsta meistaraverkið: “Morðið á Melavellinum”. Nú þarf Mörður bara að ráða sig sem innanhúslögmann í stöndugu fyrirtæki á lista Kauphallar til að geta notað vinnutímann til að skrifa. Svo fær hann nýútskrifaða og atvinnulausa lögfræðinga til að sinna vinnunni og það þarf ekki einu sinni að borga þeim laun. Til að fullkomna lífið þarf Mörður að kaupa eins jakka og hann keypti í Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar fyrir hrun. Þá getur hann haft jakkann á stólbakinu við skrifboðið á meðan hann skreppur í burtu til að sinna erindum. Það komst að minnsta kosti aldrei upp um hann hjá SÍS í gamla daga þegar hann var í burtu heilu og hálfu dagana. Þar var viðkvæðið: „Hann er einhvers staðar í húsinu, ég sé jakkann hans hérna“.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.