Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 28
28 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16
vissulega nauðsynleg þar sem leikmenn í öllu verða oft
sérfræðingar í engu, en á hinn bóginn veldur slík sérhæfing
vandræðum fyrir einyrkja og smærri stofur þar sem hún
takmarkar og útilokar fjölda mála sem þeir gætu annars
tekið að sér. Lögmenn geta tekið að sér hvaða mál sem er
og látið okkur um þá hluta sem eru utan þeirra sérsviðs. Í
þriðja lagi geta lögmannsstofur boðið upp á hagkvæmari
og ódýrari þjónustu. Lögmenn sem eru hoknir af reynslu
vilja ekki og eiga ekki að taka að sér rútínuvinnu á borð
við skjalagerð eða einfaldar dómarannsóknir og því síður
vilja viðskiptavinir þeirra borga slíkum reynsluboltum fyrir
þá vinnu. Þeir geta einfaldlega látið okkur um þessa vinnu
og einbeitt sér að kjarna málsins.
Ef ég á að nefna einhvern galla þá er það helst það að tíma-
kaup verktaka Lexitex virðist oft vera hátt miðað við tíma-
kaup fulltrúa. Við teljum hinsvegar að þegar launatengd
gjöld og annar kostnaður eru tekinn með í reikninginn
séum við talsvert ódýrari.
Hvað kostar að nýta sér þjónustuna?
Kostnaðurinn er mismunandi eftir reynslu og hæfni þess
sem tekur að sér verk. Þau sem krefjast ekki mikillar reynslu
eða sérhæfingar geta kostað um kr. 4.490 krónur á klukku-
stund auk virðisaukaskatts. Meiri sérhæfing og reynsla er
dýrari en þeir sem framkvæma vinnuna fá greitt frá okkur
gegn útgáfu reiknings.
Nú er heimasíða ykkar á ensku, eruð þið að stefna á alþjóð legan
markað?
Við erum einnig með íslenska heimasíðu, www.lexitex.is,
sem verið er að uppfæra og fer upp aftur innan tíðar. Við
ætlum hins vegar að stefna á alþjóðlegan markað þegar
tilefni er til enda er hann gríðarstór, einkum í Banda-
ríkjunum og Bretlandi. Þessa stundina einbeitum við okkur
hinsvegar fyrst og fremst að Íslandi og tökum eitt skref í
einu.
Eyrún Ingadóttir.
Athugasemd
við gamla mynd
Fyrr á þessu ári var Lögmannablaðið sett á www.timarit.
is og hefur lesendahópur blaðsins stækkað verulega.
Nýlega barst ritstjóra athugasemd um meðfylgjandi
mynd en í 5. tbl. 2001, bls. 26 er sagt að Dagmar Lúð-
víks dóttir sé í öftustu röð t.v. Hins vegar mun þetta vera
Halldóra Magnúsdóttir, eiginkona dr. Þórðar Eyjólfs-
sonar prófessors.
Ekki er tekið fram tilefni þessarar hátíðar í Lögmanna-
blaðinu árið 2001 né heldur hvenær myndin er tekin.
Á myndinni eru: Aftasta röð - háborð frá vinstri: Hall-
dóra Magnús dóttir, Sveinn Björnsson, forseti Íslands
heldur ræðu, Þórður Eyjólfs son, Georg Björnsson, Gizur
Berg steins son, Hermann Jónasson og Gísli Sveinsson.
Fyrir framan Svein eru: dr. Björn Þórðarson, Sigríður
Magnúsdóttir, Ólafur Lárusson og óþekkt kona. Lengst
til vinstri er væntanlega vangasvipur Theodórs Líndal.