Lögmannablaðið - 2016, Side 31

Lögmannablaðið - 2016, Side 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 31 glæpamanna, sem herja á hans viðskiptamenn. M.ö.o. ofan greint lögbann torveldar innlendum fjar skipta fyrir - tækjum að verjast DNS- fölsunum. Í reynd þvingar lög bann- ið fjarskiptafyrirtækin til að viðhafa samskonar vinnubrögð og glæpa menn beita, þ.e.a.s að stunda DNS fölsun, þótt tilgangurinn sé vissulega góður, þá er aðferðin eins í báðum tilvikum og skaðinn á internetinu jafn mikill. Sem sagt, lögbannið þvingar viðkom andi fyrirtæki til að brjóta viðurkennda staðla netsins og afvegaleiða tilgreinda inn lenda netnotkun samkvæmt skipun lögbannsbeiðanda, með því að falsa svör við DNS-fyrirspurnum sinna viðskipta- manna um tiltekin lén, með það að markmiði beina notk- un þeirra sem t.d. ætluðu að sækja lénið „thepiratebay. se“, inn á annað lén/vefsvæði, t.d. inn á lénið „stef.is“, sem er heimilisfang/heimasíða þess aðila sem krafðist lögbannsins. Lögbann á rangan aðila Í öðru lagi er lögbannið óréttmætt því það beinist að hlut lausum og sak lausum aðila (sjá 1. tilvísun og skýrslu ICANN). Fjarskiptafyrirtæki „veita ekki aðgang að tilteknum vef síðum á netinu“ eins og það er orðað í úrskurðinum, heldur veita þau eingöngu aðgang að internetinu sem slíku, rétt eins og orkuveitur og vatns veitur veita aðgang að rafmagni og vatni. Þ.a.l. er engin „athöfn“ framkvæmd hjá þjónustuveitanda þegar netnotendur kalla fram ákveðna vefsíðu/lén. Það er á ábyrgð net not end anna sjálfra hvaða lén þeir heimsækja og hvaða efni þeir sækja á netið, rétt eins og það er á ábyrgð kaupenda rafmagns og vatns hvernig þeir nota þjón ustu veitufyrirtækja. Nærtækari saman burður væri t.d. við símanúmer, eða húsnúmer og heimilisfang. Hverjum dytti í hug að banna ákveðin síma- númer, götuheiti, eða húsnúmer með lögbanni vegna þeirrar starfsemi sem þar fer fram? Lén vísa á svokallaðar ip-tölur og þær vísa síðan á vefþjóna og póstþjóna, eða í nettengd tæki og í svokölluð ip-síma- númer núorðið. Lokun léns (e. domain blocking) lokar á allar þjónustur sem tengjast viðkomandi léni, líka tölvu- póstinn. Óvíst er að sýslumaðurinn hafi haft þetta í huga þegar hann samþykkti lögbannið. Skaði DNS fölsunar Í þriðja lagi er lögbannið tilgangslaust og getur tæknilega séð ekki náð markmiði sínu, nema að takmörkuðu leyti, því það beinist að röngum aðila efst í DNS-kerfinu. Notendur fletta viðkomandi lénum einfaldlega upp í gegnum aðrar leiðir, því lénin eru áfam til, og aðra þjónustuaðila, t.d. með því að nota einhvern hinna fjölmörgu opnu nafnaþjóna (e. Open DNS) sem finna má víða á netinu og sem vitað er að stunda ekki DNS fölsun. Og nú að skaðanum sem DNS fölsun skapar í umferðar- stýringu netsins: Umferðarstýring (e. routing) hefur tvenns konar megin tilgang: a. Að minnka biðtíma eftir gögnum (þ.e. að auka hraða) og b. Að lágmarka kostnað. DNS fölsun útilokar ákveðna möguleika stórra gagnaveitna til stýringar á netumferð, aðferð sem þær hafa notað árum saman til að hámarka afköst gagnaflutninga til einstakra notendahópa og svæða á internetinu. Aðferðirnar byggjast á að svara fyrirspurnum frá notendum (tölvum) ávallt frá

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.