Lögmannablaðið - 2016, Side 33

Lögmannablaðið - 2016, Side 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 3333 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 Innanríkisráðuneytið hefur á undanförnum mánuðum ítrekað feng ið fyrir spurnir frá Mannréttindadóm stól Evrópu (MDE) vegna mála þar sem íslenska ríkið er kært fyrir ætluð brot gegn Mann réttinda sáttmála Evrópu (MSE). Ráðu neytið óskaði í lok júní sl. eftir fram leng ingu á fresti til umsagnar í nokkrum þessara mála og bar við miklu annríki í ráðuneytinu vegna fjölda mála sem beint væri gegn Íslandi. Það er að sjálfsögðu mikið ólán fyrir íslenska réttar ríkið að það skuli nú vera komið undir smásjá MDE með þeim hætti sem fyrirspurnir dómstólsins benda til. Það vakti athygli lögmanna kærendanna að frestbeiðni ráðuneytisins var undirrituð af íslenskum lögfræðingi sem til skamms tíma starfaði hjá MDE og hafði verið í sam- skiptum við a. m. k. einn þeirra lögmanna sem bíða eftir niður stöðum á kæru til dómstólsins. Mun hún hafa starfað hjá MDE til ársloka 2015 og hafa tekið þátt í vinnu við meðferð mála frá Íslandi til þess tíma. Nánari eftirgrennslan leiðir í ljós að lögfræðingur þessi er nú starfandi hjá Umboðsmanni Alþingis, en mun vera í ein- hvers konar „láni“ til að vinna fyrir innanríkisráðuneytið í mál efnum sem varða mannréttindi. Jafnvel þótt einhverjum kunni að þykja þessi tilhögun vera einhvers konar lán í áður nefndu óláni réttarríkisins vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé að embætti Umboðsmanns Alþingis „láni“ starfs- menn sína til að vinna fyrir ríkisstofnanir sem embætti Umboðsmanns Alþingis á að hafa eftirlit með. Því er hér með varpað fram til umhugsunar hvort þetta „starfsmannslán“ sé þegar öllu er á botninn hvolft raun- verulegt lán í óláni. RAGNAR HALLDÓR HALL HRL. LÁN Í ÓLÁNI – EÐA HVAÐ?

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.