Lögmannablaðið - 2016, Side 35

Lögmannablaðið - 2016, Side 35
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 03/16 35 MARÍA RÚN BJARNADÓTTIR LÖGFRÆÐINGUR. unar aðgerð um sem maðurinn átti að sæta ámælis verðar. Með aðgerðarleysi sínu hefðu stjórnvöld brugðist hlut- verki sínu og skuldbindingum skv. Mann réttinda sátt mála Evrópu með því að skapa mann inum einhverskonar svigrúm til refsi leysis vegna háttsemi sinnar. Dóm stóllinn taldi að þrátt fyrir að skýr heimild hefði legið fyrir til þess að grípa til ráðstafana sem hefðu verið til þess fallnar að tryggja betur öryggi konunnar hefði aðgerðarleysi yfirvalda í raun gert réttarúrræðin óvirk með þeim afleiðingum að líf hennar hefði ekki notið fullnægjandi verndar. Þá taldi dómstóllinn rannsókn lögreglu í málunum ábótavant og bera með sér að málið hefði ekki fengið nægan forgang hjá lögreglu miðað við alvar- leika þess. Seinna tyrkneska málið Í öðru máli gegn Tyrklandi (M.G. gegn Tyrklandi, kæra nr. 646/10) fyrr á árinu komst dómstóllinn að þeirri niður stöðu að seinagangur lögreglu við rann sókn heimilisofbeldis máls og skortur á beitingu lögbundinna úrræða urðu til þess að kærandi sá sér engan kost annan en að búa áfram með eigin manni sínum, fælu í sér brot á skuld bind ingum tyrkneska ríkisins sam kvæmt 3. gr. samningsins um bann við pynd ingum og ómannúð- legri með ferð og 14. gr. í samhengi við 3. gr. Í niðurstöðu sinni vísaði dóm stóllinn til þess að sam kvæmt ákvæð um Istan búl samningsins bæri ríkjum að tryggja að rannsókn og sak- sókn heimilisofbeldismála færu fram án ónauð synlegra tafa. Þá taldi dóm- stóllinn að aðgerðaleysi í meðferð máls ins í réttar vörslu kerfinu væri til þess fallið að skapa umhverfi sem sam- þykkti heimilisofbeldi, nokkuð sem sam rýmdist ekki mann rétt inda skuld- bindingum stjórn valda. Mikilvægt að tryggja lagabreytingar Þó að meðferð heimilisofbeldismála hér á landi hafi tekið miklum fram- förum er varla hægt að fagna full nað- ar sigri. Fjölmiðlar hafa fjallað um mál þar sem erfiðlega hefur reynst fyrir stjórnvöld að grípa til úrræða til þess að vernda einstaklinga sem sitja undir hótunum eða ítrekuðum stafrænum sendingum. Í fyrrgreindum Istanbúl samningi er fjallað um að stjórn völd- um beri að grípa til ráðstafana til þess að vernda einstaklinga fyrir þess háttar heimilis ofbeldi sem vísað er til sem stalking. Með vísan til dóma- framkvæmdar MDE verður mikil vægt fyrir stjórnvöld að tryggja að laga- breyt ingar sem ráðist verður í vegna ákvæðisins séu framkvæmanlegar og tryggi virk og raunveruleg réttar úrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis, ekki bara á pappír. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði við Sussex-háskóla

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.