Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 3
3
Nú haustar að og kólnar, hið árlega tímarit
okkar iðjuþjálfa að koma út og tími til að
“hygge sig” með teppi og gott te ásamt
blaðinu okkar góða. Við lítum yfir farinn veg
á þessu starfsári. Það hafa orðið nokkrar
breytingar á ritnefndinni, en Linda Björk
Óladóttir fór í frí frá ritsjórastörfum og Erna
Sigmundsdóttir leysti hana af. Við fengum
tvo nýja nefndarmeðlimi, Lindu Ósk
Þorvaldsdóttur og Arndísi Jónu Guðmunds-
dóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir tók
sér hlé í kjölfarið. Ritnefnd þakkar Ástu
samstarfið og óskar henni góðs gengis í
framtíðinni.
Þakka ber öllum þeim iðjuþjálfum sem
sendu inn efni í blaðið, þó að verkefni
hversdagsins séu ærin og ekki mikill tími
afgangs þegar daglegu amstri hefur verið
sinnt.
Árið 2018 var viðburðarríkt og ber þar hæst
Heimsráðstefna WFOT í Cape Town, Suður-
Afríku. Tæplega 80 iðjuþjálfar lögðu leið
sína þangað og hlustuðu á fyrirlestra um
fjölbreytt málefni ásamt því að fara í
heimsóknir á ýmsa staði sem bjóða upp á
iðjuþjálfun. Á ráðstefnunni hittu tveir rit-
nefndarmeðlimir Karen Jacobs og hún var
tilbúin í viðtal sem við birtum í blaðinu.
Að sækja ráðstefnur og námskeið verður
seint ofmetið í starfi iðjuþjálfa og er faginu
til framdráttar. Einnig eru góðir sjóðir hjá
BHM sem hægt er að sækja í þegar þurfa
þykir.
Meðal efnis í blaðinu er ritrýnd grein um
iðjuþjálfun í ljósi gagnrýnna sjónarhorna,
grein um endurhæfingu í heimahúsi ásamt
greinum um þróunarverkefni meðal ung-
menna og frumkvöðlastarf svo eitthvað sé
nefnt. WFOT ráðstefnunni eru einnig gerð
góð skil með myndum og texta.
Nú eins og áður hvetjum við iðjuþjálfa að
taka sér penna í hönd og leyfa okkur að
fylgjast með því frábæra starfi sem stéttin
er að sinna, nær og fjær. Nýir iðjujálfar sem
eru að taka sín fyrstu skref í faginu fá víðari
sýn á starfið með lestri fjölbreyttra greina
blaðsins og viðtala. Það er einlæg ósk
ritnefndar að veturinn fari vel með ykkur
kæru lesendur og fagið okkar blómstri
áfram sem fyrr.
Ritnefnd Iðjuþjálfans
ritnefnd.ii@bhm.is
Stjórn IÞÍ:
Ósk Sigurðardóttir, Formaður
Sigurbjörg Hannesdóttir, varaformaður
Sigríður Pétursdóttir, gjaldkeri
Erna Sveinbjörnsdóttir, ritari
Sæunn Pétursdóttir, meðstjórnandi
Stefán E. Hafsteinsson, varamaður
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, varamaður
Umsjón félagaskrár:
Þjónustuskrifstofa SIGL
Ritstjóri (ritnefnd.ii@bhm.is)
Erna Sigmundsdóttir
Ritnefnd:
Arndís Jóna Guðmundsdóttir
Gullveig Ösp Magnadóttir
Valgerður Þ. Snæbjarnardóttir
Linda Ósk Þorvaldsdóttir
Fræðileg ritnefnd:
Sonja Stelly Gústafsdóttir
Gunnhildur Jakobsdóttir
Sara Stefánsdóttir
Prófarkarlesari:
Bjarni Björnsson
Forsíðumynd:
Gullveig Ösp Magnadóttir
Umbrot og prentvinnsla:
Litróf – Umhverfisvottuð prentsmiðja
Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta
og færa til betri vegar. Vitna má í texta
blaðsins ef heimildar er getið.
KÆRU LESENDUR
IÐJUÞJÁLFINN
Formannspistill ...................................... 4
Siðaregla 4.4 ........................................... 5
Iðjuþjálfun í ljósi
gagnrýnna sjónarhorna ......................... 6
Viðtal við Karen Jacobs ....................... 14
Viðtal við
Ingibjörgu Svövu Ásgeirsdóttur ............. 16
Þróunarverkefni:
Ungt fólk til atvinnuþátttöku ................. 20
Endurhæfing í heimahúsi .................... 22
Lengi býr að fyrstu gerð ....................... 24
Í örugga höfn:
iðjuþjálfi í 25 ár .................................... 25
Heimastyrkur ....................................... 28
Faghópur um
iðjuþjálfun aldraðra ............................. 29
Útskriftarárgangur iðjuþjálfa 2006 .......30
The Pebbles project ............................. 31
Ágrip útskriftarnema 2017 ................... 32
Ömmurnar frá Afríku ............................ 38
EFNISYFIRLIT