Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 6

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 6
6 RITRÝND FRÆÐIGREIN Snæfríður Þóra Egilson, iðjuþjálfi og prófessor í fötlunarfræðum við HÍ Guðrún Pálmadóttir, dósent i iðjuþjálfunarfræði við HA IÐJUÞJÁLFUN Í LJÓSI GAGNRÝNNA SJÓNARHORNA UMFJÖLLUN UM VERK K. W. HAMMELL OG GILDI ÞEIRRA FYRIR IÐJUÞJÁLFUN Á ÍSLANDI Snæfríður Þóra Egilson Guðrún Pálmadóttir ÚTDRÁTTUR Iðjuþjálfun á Íslandi byggir á hugmyndum og vinnubrögðum sem hafa orðið til og eru almennt viðtekin í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður og menningar- legan margbreytileika hafa ýmsir fræði- menn talið eðlilegt að yfirfæra þessi sjónarmið og aðferðir yfir á meginhluta mannkyns. Kanadíska fræði konan Karen Whalley Hammell hefur hvatt til umræðu um fræðilegar undirstöður iðjuþjálfunar og iðjuvísinda. Skrif hennar einkennast af gagnrýnum sjónarhornum þar sem hún rýnir í og dregur í efa margt af því sem iðjuþjálfar hafa hingað til gengið að sem gefnu, sérstaklega áherslu fagsins á sjálfstæði og einstaklingshyggju frekar en gagnkvæmni og félagsleg sjónarhorn. Í þessari grein eru rakin skrif Hammell á árunum 2004-2018 og efni þeirra tengt skrifum annarra fræðimanna um svipað efni eftir því sem við á. Tekin eru fyrir þau málefni sem hún hefur einkum beint sjónum að, það er að segja flokkun og gildi iðju, skjólstæðingsmiðuð nálgun, menn- ing ar leg auðmýkt, rétturinn til iðju og færni nálgunin. Umfjöllunin er tengd við ólíkar að stæður fólks, almenn mann- réttindi og félagslega undirokun ákveðinna hópa. Þótt umfjöllun Hammell geti verið ögrandi þá lýsir hún líka trú á iðjuþjálfun sem fagi og þeim ólíku möguleikum sem í því búa. Gagnrýna umræðu má nýta á uppbyggilegan hátt og íslenskir iðjuþjálfar eru hér með hvattir til að beina sjónum sínum í auknum mæli að hinum ólíku aðstæðum og valkostum sem fólk býr við og hvernig þau hafa áhrif á og móta líf þess. Þá er mikilvægt að iðjuþjálfar hasli sér völl á fjölbreyttum starfsvettvangi og taki þátt í stefnumótandi aðgerðum sem stuðla að möguleikum fólks til að eiga hlutdeild í iðju sem gefur lífi þeirra merkingu og stuðlar að auknum lífsgæðum. Ör fjölgun og hækkandi menntunarstig iðjuþjálfa á Íslandi fela í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í starfi. Lykilorð: Iðjuþjálfun, gagnrýnið sjónarhorn, menning, vald, hugmyndafræðileg þróun ABSTRACT Occupational therapy in Iceland is based on theoretical ideas and practices that have been developed and are generally accepted in the Western world. Despite global diversity and different circum- stances, some leading scholars have thought it appropriate to present these culturally-specific assumptions and pract- ice procedures as universal and applicable to the whole world. Karen Whalley Hammell, a Canadian scholar, has encouraged the occupational therapy community to commence a critical discussion about the theoretical found- ations of occupational therapy and occupational science. Her writings are characterized by such critical perspectives as she questions current occupational therapy ideology and practice, especially the emphasis on independence and indi- vidualism rather than interdependence and social perspectives. This article provides an overview of Hammell’s writings during the last fourteen years and, when appropriate, the content draws on writings of other scholars. The focus is on specific issues that Hammell has emphasized, such as occupational classi- fication, client-centred practice, cultural humility, occupational rights, and the capability approach. The discussion is linked to different contexts, human rights, power relations, and social oppression of certain groups. From early on Hammell has argued that many of the profession’s assumptions and claims are culture-specific, reflecting the

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.