Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 11
11
sem við er að glíma í heiminum, meðal
annars það úrræða- og bjargarleysi sem
margt fatlað og undirokað fólk býr við
(Burchardt, 2004; Mitra, 2006). Ennfremur
hefur grundvallar hugsjónin að baki
kenningunni, þ.e. að tryggja skuli öllum
tækifæri, frelsi og færni til að lifa því lífi sem
þeir kjósa að lifa, verið áréttuð.
Hammell telur að færninálgunin geti
stuðlað að aukinni gagnrýni í starfsháttum
iðjuþjálfa þar sem jöfn tækifæri og réttur til
iðju eru í brennidepli, í takt við mann-
réttindayfirlýsingu Heimssambands iðju-
þjálfa (World Federation of Occu pational
Therapists, 2006) og Samning Sameinuðu
þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (United
Nations, 2007). Í upphafi greinar sem
skrifuð er í anda færni nálgunarinnar dregur
Hammell (2015d) upp eftirfarandi lýsingu:
Víða um heim hafa stúlkur takmarkaðan
aðgang að menntun. Við álítum víst flest
að þessi ójöfnuður tengist kynbundnu
misrétti, hugmyndum um feðraveldið og
félagslegu og sögulegu ójafnræði en ekki
því að það sé eitthvað bogið við stúlkur.
Hvernig er þá best að taka á málum til að
tryggja jafnari stöðu stúlkna og drengja?
Eigum við að flokka og skilgreina á hvern
hátt líkamar stúlkna eru öðru vísi en
líkamar drengja þannig að við fáum
tölulega yfirsýn? Viljum við breyta líkömum
og hugum stúlkna þannig að þær líkist
drengjum? Eða viljum við vinna að gerð og
innleiðingu laga um mannréttindi til að
binda enda á ójöfnuð og ofbeldi gegn
stúlkum, tala fyrir réttindum stúlkna til að
sækja sér menntun, að ytri aðstæður séu
viðunandi, svo sem nægjanlegt framboð af
kennurum, skólahúsgögnum og bókum, og
að stúlkum sé gert kleift að ferðast um í
almennu rými þannig að þær geti tekið
þátt líkt og drengir? Viðbrögð okkar ráðast
líkast til af því hvort við lítum á þessa
ójöfnu stöðu drengja og stúlkna sem
óheppilega en óhjákvæmilega vegna þess
að líkamar stúlkna séu „gallaðir“ í
samanburði við viðurkennd karllæg viðmið
eða að ástandið tengist félagslegum,
lagalegum, efnahags legum, pólitískum,
menningarlegum og trúarlegum hindrun-
um sem koma í veg fyrir jöfn tækifæri
kynjanna (Hammell, 2015d, bls. 78-79).
(Lausleg þýðing höf unda).
Hammell leggur áherslu á að á sama hátt
þurfi iðjuþjálfar að hugsa sinn gang og taka
hefðbundin vinnubrögð og áherslur til
endurskoðunar í anda gagnrýninnar nálg-
unar. Er rétt að leggja jafnmikla áherslu á
að meta og flokka líkamsstarfsemi, umfang
skerðinga og getu skjólstæðinga okkar og
raun ber vitni? Er rétt að að leitast við að
breyta fólki þannig að það falli betur að
viðurkenndum normum? Eða ættum við að
beita okkur meira gegn neikvæðum við-
horfum, ósveigjanleika, og ýmis konar
misrétti sem stuðlar að ójöfnum tækifærum
fatlaðs fólks og annarra jaðarsettra hópa til
þátttöku samanborið við aðra? Hún telur að
færninálgunin gagnist vel til að varpa ljósi á
tengsl lífsgæða, þátttöku og mannréttinda
og réttarins til iðju.
LOKAORÐ
Mikil gróska hefur verið innan iðjuþjálfunar
á heimsvísu undanfarna tvo áratugi. Svo er
einnig hér á landi enda hefur íslenskum
iðjuþjálfum fjölgað ört og þeir hasla sér völl
á æ fleiri sviðum. Almennt er leitast við að
veita skjólstæðingsmiðaða þjónustu þrátt
fyrir þær kerfislægu hindranir sem víða er
að finna. Nokkrir iðjuþjálfar hafa tekið sér
stöðu við hlið notenda og þróað í samstarfi
við þá þjónustu sem byggir á óskum og
forgangsröðun hópsins. Dæmi um starfsemi
af þessu tagi eru Ljósið - endurhæfing og
stuðningur fyrir krabbameinsgreinda, og
Hlutverkasetur og Hugarafl þar sem í
báðum tilvikum er unnið með notendum
geðheilbrigðisþjónustu og stuðlað að
breyttum viðhorfum í málaflokknum. Þá
eru einnig dæmi um að iðjuþjálfar veiti
forstöðu verkefnum sem ekki eru beintengd
heilsu og er þjónusta tengd aðlögun
innflytjendahóps á Akureyri eitt af þeim.
Það er þó enn algengt að áherslur iðjuþjálfa
beinist að töluverðu leyti að þáttum í fari
skjólstæðinga svo sem líkams- og
hugarstarfsemi og minni gaumur sé gefinn
að umhverfinu eða hinu flókna samspili
einstaklings og umhverfis. Þetta er að
mörgu leyti skiljanlegt í ljósi þess hvernig
íslenskt heilbrigðiskerfi er byggt upp og
þær sterku læknisfræðilegu hefðir sem þar
ríkja.
Það er að sjálfsögðu mikilvægt að horfa til
þátta í fari fólks enda skipta þeir oft miklu
um getu og færni. Hammell (2017) hvetur
iðjuþjálfa hins vegar til að beina sjónum í
auknum mæli að þeim ólíku aðstæðum og
tækifærum sem fólk býr við og áherslur
hennar hafa skírskotun til okkar sem búum
og störfum á Íslandi. Þótt almenn velmegun
ríki hér á landi búa margir einstaklingar og
hópar við takmarkaða valkosti og
úrræðaleysi. Þar má nefna margt fatlað
fólk, öryrkja, flóttamenn og hælisleitendur
sem hafa sannarlega ekki frelsi til að lifa því
lífi sem þeir kjósa að lifa. Aukinn fjöldi
innflytjenda veldur því að samfélagið er
ekki jafn einsleitt og áður og fjölgun
aldraðra kallar á breytta nálgun í heilbrigðis-
og samfélagsþjónustu. Mikilvægt er að
íslenskir iðjuþjálfar leitist við að mæta þeim
áskorunum sem þessu fylgja þannig að
þjónusta þeirra taki mið af stöðu, bakgrunni
og forgangsröðun ólíkra einstaklinga og
hópa. Jafnframt er mikilvægt að iðjuþjálfar
taki þátt í stefnumótun í heilbrigðis- og
velferðarmálum um hvernig best er að
standa að málum til að stuðla að tækifærum
fólks til iðju. Sem fyrr segir er mikilvægt að
iðjuþjálfar séu meðvitaðir um valda-
ójafnvægið sem alla jafna ríkir í samstarfi
þeirra við notendur og leiti leiða til að
sporna gegn því.
Í nýrri námskrá iðjuþjálfunarfræði við Há-
skólann á Akureyri (Bergljót Borg, 2017) fá
félagsleg sjónarhorn og gagnrýnin nálg un í
anda Hammell töluvert meira vægi en áður
með áherslu á notendamiðaða velferðar-
þjónustu. Slíkt veganesti ætti að nýtast til
að þróa og festa í sessi þjónustu þar sem
aukin áhersla er lögð á umhverfi í víðum
skilningi og rétturinn til iðju er í brennidepli.
Hlutdeild í iðju er öllu fólki nauðsynleg og
gefur lífinu gildi. Það er von okkar að
iðjuþjálfar framtíðarinnar láti sig varða
iðjutengd málefni af ýmsum toga og haldi
áfram að hasla sér völl á fjölbreyttum
vettvangi.
HEIMILDIR:
Abberley, P. (1995). Disabling ideology in health and
welfare - the case of occupational therapy.
Disability & Society, 10(2), 221-232. doi:10.1080
/09687599550023660
Andreassen, T. A. (2018). Service user involvement
and repositioning of healthcare professionals: A
framework for examining implications of different
forms of involvement. Nordisk välfärdsforskning |
Nordic Welfare Research, 3(1), 58-69. doi:10.18261/
issn.2464-4161-2018-01-06 ER
Bergljót Borg. (2017). Breytingar á námi í iðjuþjálfun
við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfinn, 1, 54-57.
Borell, L., Asaba, E., Rosenberg, L., Schult, M.-L. og
Townsend, E. (2006). Exploring experiences of
“participation” among individuals living with
chronic pain. Scandinavian Journal of Occu-
pational Therapy, 13, 76-85. doi: 10.1080
/11038120600673023
Bruininks, R. H. og Bruininks, B. D. (2005). Bruininks-
Oseretsky Test of Motor Proficiency (2. útgáfa)
(BOT™2). New Jersey: Pearson.
Burchardt, T. (2004). Capabilities and disability: the
capabilities framework and the social model of
disability. Disability & Society, 19, 735-751.
doi:10.1080/0968759042000284213
Coster, W., Law, M., Bedell, G., Khetani, M., Cousins,
M. og Teplicky, R. (2012). Development of the
Participation and Environment Measure for