Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Side 14
14
Meðlimir ritnefndar hittu Karen Jacobs á
WFOT-ráðstefnunni í Höfðaborg í S-Afríku í
maí síðastliðnum og báðu hana um að
segja aðeins frá sjálfri sér.
HVAÐ HEFUR ÞÚ STARFAÐ LENGI VIÐ
IÐJUÞJÁLFUN OG HVERS VEGNA
VALDIRÐU ÞANN STARFSVETTVANG?
„Ég hef verið iðjuþjálfi síðan árið 1979 og
iðjuþjálfun er seinni starfsferill minn. Ég
heyrði um iðjuþjálfun á listahátíð þegar ég
bjó í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum og
féll fyrir faginu. Ég vissi að þetta væri rétta
leiðin fyrir mig og hef verið mjög lánsöm. Í
byrjun hélt ég að þetta yrði bara starf, ekki
starfsferill lífs míns. Fyrsta starf mitt sem
iðjuþjálfi var í skóla fyrir börn með
námsörðugleika, hann hét The Little People
School þó þar væru nemendur upp að 14
ára aldri. Ég hannaði starfsnám fyrir þessa
unglinga og það opnaði fyrir þeim
stórkostleg tækifæri. Ég útbjó matstæki og
okkur gekk svo vel með kennsluna að
skólinn bað um að stofnaður yrði
starfstengdur framhaldsskóli. Notuð var
iðjumiðuð nálgun, framhaldsskólinn
stækkaði og stækkaði og ég kenndi þar í
nokkuð mörg ár. Fólk heyrði um skólann og
ég var beðin um að skrifa námsbók, svo að
fyrsta námsbókin sem ég skrifaði var um
iðjuþjálfun í þessum skóla. Þarna var orðið
ljóst að það sem ég hélt að yrði bara starf,
myndi verða starfsferillinn minn. Ég var svo
heppin að verða prófessor við Boston
University árið 1983 og fékk Fulbright-styrk
á Íslandi. Ég verð að nefna hana Snæfríði,
þegar hún var í háskólanum í Boston sagði
hún mér frá Fulbright og ég sótti strax um.
Það var mikil upplifun að vera á Íslandi. Ég
hjálpaði til við að skapa skólatöskudaginn á
Íslandi sem ég hafði áður stofnað í Banda-
ríkjunum, en það mun vera elsta lýðheilsu-
átak sem enn er í gangi þar. Þessi dagur er
enn við lýði þar og á Íslandi.“
GETURÐU SAGT OKKUR ÖRLÍTIÐ UM
FJÖLSKYLDU ÞÍNA?
„Ég reyni að halda jafnvægi í mínu lífi, ég er
amma fjögurra frábærra barna, ég á þrjú
börn og tvö sem maðurinn minn átti áður
og við eyðum miklum tíma saman sem
fjölskylda þegar við getum í Hampshire við
fallegt vatn. Snæfríður og Gunnar hafa
komið þangað og mér finnst ég afar heppin
að eiga vini á Íslandi og svona mikilvæg
tengsl við þá allt mitt líf. “
ÞÚ HEFUR EINNIG KOMIÐ AÐ BLAÐA- OG
BÓKAÚTGÁFU, EKKI SATT?
„Jú, árið 1989 stofnaði ég tímaritið Work
Journal og var svo heppin að Gary
Kielhofner var með ráðgjöf fyrir lítið
útgáfufyrirtæki á þeim tíma. Hann kynnti
mig og þeim líkaði hugmyndin að gefa út
tímarit sem hét “Work” og ef við hoppum
fram til dagsins í dag, 28 árum síðar, þá er
tímaritið enn sterkt á markaðnum. Kominn
er nýr útgefandi, IOS Press, vegna þess að
fyrri útgefandinn var keyptur út af stærra
fyrirtæki. Blaðið er gefið út einu sinni í
mánuði og ég er mjög stolt af því. Það er
alþjóðlegt þverfaglegt blað sem fjallar um
atvinnu, í mjög víðu tilliti. Ég hef einnig
verið meðhöfundur að barnabókum um
börn sem hafa mismunandi fatlanir eða
áskoranir og einnig skrifað um erfið málefni
eins og mæður með þunglyndi og kvíða eða
ömmu með elliglöp. Í næstum öllum
bókunum er iðjuþjálfun byggð inn í söguna.
Það var mér mjög mikilvægt vegna þess að
fötlun af öllum toga er ekki sýnd eins og
hún er í barnabókmenntum almennt og ég
vonaðist til að varpa hulunni af því að vera
öðruvísi og taka á málefnum sem er erfitt
að tala um. Ég er mjög stolt af því að nú er
sextánda bókin komin út, rétt áður en ég
kom á þessa ráðstefnu og heitir hún Lilac
Sunday. Bókin er sennilega ein af erfiðustu
bókunum vegna þess að hún fjallar um
viðbrögð barns við þunglyndi og kvíða
móður og hvernig líf það er – og móðirin fær
iðjuþjálfun, sem er frábært.“
MEGUM VIÐ SPYRJA ÞIG FREKAR UM
BARNABÆKURNAR ÞÍNAR? ÞÆR
HLJÓMA MJÖG ÁHUGAVERÐAR.
„Þakka ykkur fyrir, ég hef gefið nokkur
eintök, m.a. til Snæfríðar. Fyrir um 20 árum
síðan skrifaði ég barnabók. Ég vinn með
mörgum útgefendum þar sem ég sem líka
námsbækur og ég kom með bókina til
útgefanda sem gefur út barnabækur og
hann sagði að þetta væri áhugaverð
lesning, en engu að síður hvatti hann mig til
að halda mig við það sem hefði gert áður.
Hann hafði enga trú á þessu. Árið 2013 eða
2014 var ég svo lánsöm að verða Eleanor
Clarke Slagle fyrirlesari. Í Bandaríkjunum er
það mikill heiður að fá þessa nafnbót. Þú
færð u.þ.b. ár til að semja fyrirlesturinn, svo
flytur þú hann og loks er hann gefinn út
opinberlega. Ég hugsaði mikið um hvað ég
gæti fjallað um. Margir héldu að ég myndi
fjalla um rannsóknir mínar í hreyfingafræði
en ég ákvað að gera það ekki. Mér þykir svo
mikilvægt að kynna iðjuþjálfun svo ég
ákvað að það yrði málefnið. Titill
fyrirlestursins er: Promoting occupational
therapy, words, images and actions. Ég
ákvað að skrifa aðra barnabók í kjölfarið og
20 árum seinna fór ég með hana til
útgefanda, en margt hefur breyst, í dag
gefur fólk út bækurnar sjálft. Það er mjög
VIÐTAL
Gullveig Ösp Magnadóttir
og Arndís Jóna Guðmundsdóttir,
f.h. ritnefndar
,,VERTU HLUTI
AF LAUSNINNI”