Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 16
16
Ingibjörg Svava Ásgeirsdóttir iðjuþjálfi
hefur komið víða við á löngum starfs- og
kennsluferli á sviði iðjuþjálfunar. Hún tók
þátt í að byggja upp fagstétt iðjuþjálfa á
Íslandi og móta helstu áherslur í starfinu,
sérstaklega á sviði öldrunarþjónustu. Hún á
að baki langt og farsælt starf á
Borgarspítalanum, seinna Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, auk margra ára kennslu og
leiðsagnar í iðjuþjálfanámi við Háskólann á
Akureyri. Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir
hitti Ingibjörgu að máli og bað hana að
segja lesendum Iðjuþjálfans frá æsku sinni,
skólagöngu, áhugamálum og fjölbreyttum
starfsferli, sem og að deila hugmyndum
sínum um framtíðina á sviði iðjuþjálfunar.
Fyrst leikur okkur forvitni á að vita um æsku
og uppvöxt Ingibjargar. „Ég er fædd hér í
Vesturbænum í Reykjavík í litlu bárujárns-
húsi sem stóð á Grímsstaðaholtinu eins og
það hét þá,“ svarar Ingibjörg. „Það er þar
sem Háskólahverfið stendur núna. Þá var
þetta bara eins og lítið hverfi eða þorp. Ég
er fædd þar í heimahúsi, þar sem voru þrjár
kynslóðir og átti heima í Vesturbænum
eiginlega fram undir það að ég flutti á
Seltjarnarnes níu ára gömul. Að vísu bjó ég í
tvö ár í Kaupmannahöfn í millitíðinni
meðan pabbi minn lauk námi. Hann var
lyfjafræðingur,“ útskýrir hún.
SKÓLAGANGA VÍÐA UM LAND,
SVEITABÖLL OG SUMARVINNA
Aðspurð um skólagöngu í æsku segir
Ingibjörg: „Nú, ég gekk bara í þessa
venjulegu skóla eins og tíðkaðist á þeim
tíma, Melaskólann og svo Mýrarhúsaskóla.
Ég fór svo í landspróf en flutti um miðjan
vetur vestur á Ísafjörð. Þá hafði pabbi minn
fengið leyfi fyrir lyfsölu þar og við fluttum á
miðjum landsprófsvetri, það fannst mér
erfitt. Að þurfa að byrja í nýjum skóla og
með öðruvísi kennsluskrá og bókakost. En
það tókst og í framhaldi af því fór ég í fyrsta
bekk menntaskóla í Gagnfræðaskóla
Ísafjarðar, kallað fjórði bóknáms. Það var
áður en Menntaskólinn á Ísafirði var
stofnaður,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg vildi halda áfram námi, en
spurningin var hvar. „Ég vildi gjarnan
komast suður aftur en það þótti nú
heppilegra að senda stúlkuna á heimavist
þannig að ég fór norður á Akureyri. Fór þá
að heiman og var þar í þrjá vetur og
útskrifaðist úr MA árið 1969. Þetta var mjög
skemmtilegur tími á heimavist og síðan
síðasta árið í herbergi úti í bæ. Þá var maður
orðinn dálítið fullorðinn og fór í Sjallann og
tók þátt í ýmsu sem táningum er tamt að
gera. Unglingsárin voru eftirminnileg.
Vestur á fjörðum upplifði ég að fara á
sveitaball strax sextán ára, keyra á milli
fjarða til skemmtanahalds og koma kannski
seint heim á björtum sumarnóttum. Það
var oft ævintýralegt,“ rifjar Ingibjörg upp.
Nú er sveitaballamenningin löngu liðin tíð.
Ingibjörg vann á sumrin eins og tíðkaðist
þá. „Þá voru flestir látnir vinna á sumrin og
í raun og veru byrjaði ég strax bara tíu,
ellefu ára að passa börn. Ég var send vestur
á Flateyri til föðurömmu minnar tólf ára
gömul og fékk að vinna í frystihúsinu þar
nokkrar vikur. Það gekk bara ágætlega, var
ágætt að fá „alvöru“ pening,“ segir hún. “ Á
menntaskólaárunum vann ég í apótekinu
hjá pabba á sumrin og í jólafríum og svo á
Sjúkrahúsi Ísafjarðar sumarið eftir útskrift
úr MA“.
ÚTIVIST, FAGÞRÓUN Í IÐJUÞJÁLFUN
OG MENNTAMÁL MEÐAL ÁHUGAMÁLA
Ingibjörg átti ýmis áhugamál í æsku, meðal
annars var hún ljósálfur og svo skáti og
flokksforingi og stundaði útilegur og annað
tengt útivist sem enn situr í henni. „Vestur á
Ísafirði fór ég í Svannasveit og fór með þeim
á Landsmót og líka sumrin sem ég var
vestur á Flateyri. Útivist, gönguferðir og
ferðalög eru enn mikil áhugamál hjá mér.
Strax um 1980 fór ég að stunda gönguferðir
og annaðþví tengt. Það þótti skrýtið þá að
arka um fjöll og firnindi sem þykir eðlilegt í
dag og það endaði með því að ég kláraði
leiðsögumannaskólann 1983 og var
leiðsögumaður í nokkur ár með dönsku- og
enskumælandi ferðamenn auk Íslendinga.
Mér hefur alltaf þótt skemmtilegast að
ferðast með Íslendingum um landið, í
göngu eða ökuferðum, í dagsferðum eða
lengri ferðum; fólki úr félagasamtökum,
starfsmannahópum og einstaklingum sem
hafa gaman af útiveru og fróðleik um land
og þjóð“, útskýrir Ingibjörg. Hún hætti að
ferðast með erlenda ferðamenn 1987 en
hélt ferðum með Íslendingum áfram þar til
fyrir tveimur eða þremur árum síðan. „Ég
var lengi fararstjóri í Ferðafélaginu Útivist.
Sat í stjórn þar og var ritstjóri ársritsins
ÚTIVIST í nokkur ár og textahöfundur á
göngukortum um Goðaland-Þórsmörk sem
voru gefin út,“ bætir hún við.
VIÐTAL
Valgerður Þórdís Snæbjarnardóttir,
f.h ritnefndar, Reykjavík, 3. maí 2018
LISTIN Í IÐJUÞJÁLFUN
KRISTALLAST Í STARFI MEÐ ÖLDRUÐUM