Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 17

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 17
17 Margt annað hefur vakið áhuga Ingibjargar í gegnum tíðina. „Mín áhugamál hafa verið fagþróun í iðjuþjálfun og menntunarmálin okkar, saga Íslands, landafræði og jarðfræði, svo og þjóðmál að fornu og nýju. Síðan eru það söngur og tónlist. Ég söng í nokkur ár í Fílharmóníunni. Þegar kórinn var lagður niður og þá hætti ég. Ég ferðaðist mikið en fararstjórn fyrir Útivist hætti ég að mestu árið 1995. Þá fór ég að undirbúa mig fyrir meistaranámið,“ en því lauk Ingibjörg árið 1998 eins og komið verður að síðar. IÐJUÞJÁLFANÁM OG FYRSTU SKREF Í STARFI Á námskynningu í Menntaskólanum á Akureyri sá Ingibjörg nálgun sem vakti athygli hennar. „Þar hitti ég sjúkraþjálfara sem kynnti m.a. fag sem hét ergoterapy og mér fannst þetta rosalega sniðugt. Eins og þetta hljómaði hjá henni þá yrði maður eins konar listamaður og ég var orðin svolítið þreytt á öllum lestrinum og hugsaði að það væri nú kannski eitthvað fyrir mig að hætta þessu bara og fara í handíðir, málun, vefnað og aðrar listir og endurhæfa sjúklinga með því eins og hún lýsti því,“ rifjar Ingibjörg upp. Ingibjörg ákvað að læra þessa nálgun og fékk starf sem aðstoðarmaður Jónu Kristófersdóttur á Kleppi í einn vetur til undirbúnings en hafði áður eytt einum vetri í HÍ við nám í þýsku og ensku enda ákveðin að vinna í tengslum við fólk. Síðan sótti hún um nám í Danmörku og fékk inngöngu. Þetta var sko enginn listaskóli! Hún lauk náminu en tók árshlé vegna veikinda og andláts föður hennar. Námið í Danmörku var þriggja ára diplóma- nám og þar var fjallað um mörg fög önnur en listir. Ingibjörg stefndi ekki að sérhæfingu á geðsviði, þó svo að hún hefði verið hjá Jónu á Kleppi. „Mér fannst taugasviðið ofsalega spennandi, og hefur alltaf þótt. Þannig að ég vissi að ég myndi gjarnan vilja fara í þá átt og upp á Grensási gafst gott tækifæri til þess“. Hún byrjaði að vinna á Landspítalanum seint um haustið 1975 eftir að náminu í Danmörku var lokið. Þarna vorum við tvær á Lansanum í litlu 25m2 gluggalausu kjallaraherbergi sem þótti bara fínt, því að þegar iðjuþjálfun byrjaði á Reykjalundi þá var starfsstöðin einn stóll inn í sjúkraþjálfun fyrir iðjuþjálfa, en Sigríður Loftsdóttir vann þar áður en hún flutti sig á Lansann. Þannig voru aðstæður þessi fyrstu ár sem við störfuðum. Það var mikill eldmóður í okkur sem vorum komnar til landsins, tilbúnar að berjast fyrir faginu,“ útskýrir Ingibjörg. „Þarna voru komnar auk okkar þær Hope Knútsson, Kleppi og Guðrún Pálmadóttir, Reykjalundi, tvær þýskar systur Hildegaard og Margrét Demleiter á Grensási og Emily O´nokon í Hátúni og Sólvangi, og mig minnir að Anne Grethe Hansen hafi verið komin líka. Á undan okkur voru komnar þær Jóna Kristófers á Kleppi og Kristín Tómasar á Akureyri og svo bættust fljótlega fleiri í hópinn“. Haustið 1976 flutti Ingibjörg sig yfir á Grensásdeild Landspítalans. „Sigríður Loftsdóttir fór á Grensás aðeins á undan mér, þegar Þjóðverjarnir hættu. Þegar hún skipti um starf árið 1982, tók ég við yfirstöðunni, en flutti mig í Fossvoginn 1987, ef ég man rétt. Sinnti mest öldrunar- deildunum auk þjónustu við aðrar bráða- deildir. Að vísu var ég eitthvað á barna- deildinni þegar hún kom þangað, þegar Landakot var sameinað Sjúkrahúsi Reykja- víkur. Þannig að ég er með fremur breiða starfsreynslu þegar litið er til baka. Ég hef enga reynslu af geðsviði sem slíku, en geðrænir erfiðleikar fylgja ósjaldan áföllum af félagslegum og líkamlegum toga og iðjuþjálfar takast vissulega á við þá með skjólstæðingum og styðja þá gegnum erfiðleikana sem þeim mæta. Það er mikill skóli, en vissulega hefur maður lesið sér til og leitað fræðslu til viðbótar við geðáfangann í náminu. Þannig hefur þetta semsé nýst mér í öll þessi ár“, útskýrir Ingibjörg. Mikið var starfað við að skapa iðjuþjálfun sess, meðal annars með stofnun Iðju- þjálfafélags Íslands. „Við trúðum stað- fastlega á fagið og þó við værum ekki nema sjö eða átta stofnfélagar þarna, þaraf fjórar eða fimm í stjórn, þá þurftu allar nefndir að vera til. Oft sátu upptendraðar konur með börn á brjósti og börn í burðarrúmum jafnvel tvisvar, þrisvar í viku við nefndarstörf á kvöldin eftir vinnu, sömu konurnar. En þetta var mjög hugmyndaríkur og skemmti- legur tími allt saman. Við vorum samhentur hópur, fórum saman í ferðalög, og ég sé það eftir á, af því að ég var nú ritari á þessum fyrstu árum, að fundargerðirnar voru mjög persónulegar. En þær þóttu víst mjög skemmtilegar, segja sumir,“ segir hún og hlær við. BLAÐAÚTGÁFA, UPPLÝSINGAGJÖF OG SKÓLAMÁL Staðið var að blaðaútgáfu frá upphafi. „Það var bara svona einblöðungur í fyrstu og þar voru tilkynningar um vinnustaði félaganna og barneignir og eitthvað annað persónu- bundið svona inn á milli. Ég held að eldmóðurinn hafi bara verið svo mikill í okkur að það var ekkert verið að gefa neitt eftir. Við sendum bréf til stofnana vítt um landið til að kynna fagið og starfið og kanna þörf fyrir iðjuþjálfun. Bréfin voru skrifuð á ritvél og send með pósti. Útbreiðsla iðjuþjálfunar var mjög hæg fyrstu árin en við vorum alltaf að hugsa þetta fram í tímann. Við félagsmenn gerðum nokkur kver í starfshópum árið 1979 sem við þýddum og staðfærðum úr dönsku m.a. um bakskóla og vitræna prófun. Þrír iðjuþjálfar á Grensási tóku þátt í samstarfsverkefni árið 1983-84 með kennurum úr Foss- vogsskóla um skyn- og hreyfiþroska barna, skrifuðum síðan kver með kennslu- leiðbeiningum fyrir grunnskóla. Praktísku leiðbeiningunum var svo fylgt úr hlaði með þjálfun í leik og starfi”, segir hún. Að mörgu var að hyggja við að koma fótum undir iðjuþjálfun sem fagstétt á Íslandi. „Já, einhver varð að byrja og það varð okkar að leggja grunninn. Hope Knútsson var mikill frumkvöðull, hún fór strax að hugsa um skóla og þetta var alltaf í bakhöfðinu á okkur. Seinna varð til skólanefnd, sem ræddi við ótal ráðamenn og velti upp tillögum um hvar og hvernig best væri að koma náminu upp og haga því, langlíf nefnd, en seiglan skilaði góðu verki,“ segir Ingibjörg. ,,Ég var seinna í nefnd um að setja faginu siðareglur. Því að okkur fannst félagið þurfa siðareglur, áður en fyrsti árgangurinn útskrifaðist árið 2001. Þannig að við kláruðum það fyrir þann tíma”. UPPBYGGING, MEISTARAPRÓF OG HÁSKÓLAKENNSLA Uppbygging á faginu iðjuþjálfun var unnin við svolítið erfiðar aðstæður að sögn Ingibjargar því ekki gekk nógu vel að kynna fyrir ráðamönnum gildi og inntak iðjuþjálfunar. „Á upphafsárunum var iðjuþjálfun bara á stofnunum eins og á Landspítalanum, Borgarspítalanum og Reykjalundi og því kannski erfitt að vinna faginu víðari sess, en síðustu fimmtán, tuttugu árin hefur fagið verið að vaxa mjög og það er gleðilegt. Þetta var stundum erfitt, en hafðist fyrir rest og þar á námsbrautin í HA stærsta innleggið tel ég“. Ingibjörg stundaði meistaranám samhliða fullu starfi sem stjórnandi á sjúkrahúsi Reykjavíkur, og útskrifaðist árið 1998 með meistarapróf í iðjuþjálfun frá Florida International University. „Við fórum sjö iðjuþjálfar í fjarnám við háskóla í Banda- ríkjunum, sem var undirbúningur að kennslu við Háskólann á Akureyri. Reyndar fyrst í tengslum við deild sem upphaflega átti að verða í Háskóla Íslands, fjarnám sem

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.