Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Page 18
18
fór fram svolítið öðruvísi en það gerir í dag.
Okkur voru sendir fyrirlestrar á videó-
spólum, sem komu stundum og stundum
ekki og sífelld verkefnavinna sem send var
út með hraðpósti. En þetta var lífsreynsla,
við náðum þessu“, rifjar Ingibjörg upp. „Við
fórum tvisvar út í lotur og vorum á
stúdentagarði í fyrra skiptið en í leigu-
íbúðum í seinni lotunni. Við upplifðum
ógleymanleg ævintýri og þar má bara vísa í
greinarnar sem Ebba hefur skrifað í blaðið,
um mörg þeirra. Hópurinn var náinn enda
margar okkar búnar að fylgjast að alveg frá
upphafi“, bætir hún við.
„Ég vann á Sjúkrahúsi Reykjavíkur en hætti
þegar sameiningin varð við Landspítalann
árið 2001. Þá voru ekki allir sammála um
stöðu fagsins innan spítalakerfisins. Mér
fannst við eiga að hafa þar hærri sess“,
útskýrir hún.
Eftir þetta lagði Ingibjörg rækt við sjálfa sig
og hóf síðan kennslu við Háskólann á
Akureyri í mars 2003, þá fyrst sem aðjúnkt
og fékk lektorsstöðu um haustið. „Ég hafði
áður verið stundakennari frá árinu 1999. Frá
fastráðningu var ég umsjónarkennari
vettvangsnáms, allt þar til ég hætti árið
2009. Mér þótti mjög skemmtilegt að kenna,
og að vera svona „flugkennari“, fljúga á
milli, en stundum varð mikið álag á
þéttpökkuðum viðverudögum því auk
kennslunnar voru fundir, viðtöl, praktískur
undirbúningur að kennslu sem þurfti að
sinna. Mestur lestur og undirbúningur var
þó unninn fyrir sunnan. Eftir hrunið þá
fannst mér vera komið nóg,“ segir Ingibjörg.
Aðspurð nánar um af hverju hún ákvað að
hætta svarar Ingibjörg að það hafi ekki
einungis verið vegna hrunsins „heldur líka
að setja átti kennsluna í fjarnám með
áherslu á tölvusamskipti og – tækni og ég er
með takkafóbíu. Ég sá það strax að þetta
myndi ekki eiga við mig og sagði upp með
mjög löngum fyrirvara. Ég hef þó verið
stundakennari tengt vettvangsnámi
þangað til í vetur til að halda tengslum við
fagið. Þurfti þá að lesa greinar og
faglitteratúr til að fylgjast með framgangi
náms og stéttarinnar.
Ingibjörg hefur ekki látið deigan síga við að
mennta sjálfa sig meira. „Ég er einnig með
diplóma í viðskiptum og rekstri frá árinu
2004. Það var þegar ég ætlaði að fara að
gera eitthvað ofboðslega merkilegt eftir
langt starf á spítalanum. Kannski að setja
upp eitthvað sjálfstætt, fara í rekstur. Alltaf
gott að hafa nokkrar háskólagráður!“, segir
hún.
MIKILVÆG VERKEFNI Á SVIÐI
ÖLDRUNARÞJÓNUSTU
Starfssvið Ingibjargar var lengi vel í
öldrunarþjónustunni þó það hafi ekki verið
ætlun hennar í upphafi. „Þegar maður fór í
meistaranámið úti átti að tilgreina strax
hvað sérsvið maður vildi leggja fyrir sig. Ég
sá fyrir mér sérhæfingu á handasviði því ég
vann talsvert við spelkugerð á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur, ég hafði verið í þannig vinnu
og námi úti í Danmörku. En mér fannst líka
spennandi að fara út í sérhæfingu á
öldrunarsviði og finnst ennþá“, útskýrir
Ingibjörg.
Ingibjörg gerði lokaverkefni sitt tengt
öldrun. „Við vorum þrjár; ég, Valerie Harris
og Margrét Sigurðardóttir sem unnum
rannsóknir okkar undir handleiðslu Gail
Ann Hills McGuire og könnuðum viðhorf
einstaklinga til sjálfræðis og forræðis
aldraðra. Lokaverkefnið mitt snerist um
viðhorf aldraðra. Seinna var birt grein eftir
mig um niðurstöður og svörun aldraðra í
Iðjuþjálfann og rannsóknin kynnt í
fræsluerindum og þátttöku á ráðstefnum”.
Af þessum sökum kom það eðlilega út að
Ingibjörg kenndi efni í tengslum við öldrum
fyrir norðan. „Ég tók þátt í að setja upp
námskeið á meistarastigi við HA ásamt
Sólveigu Ásu Árnadóttur sjúkraþjálfara, það
hét Farsæl öldrun. Það gekk ágætlega í
fyrsta skipti en þátttaka varð ekki næg í
næsta skipti og þá líka komið að því að ég
hætti, þannig að ég held að það hafi bara
dottið upp fyrir þangað til núna að kennt er
með nýju heiti og áherslum. Það þurfti líka
að stokka upp endurhæfingaráfangana á
iðjuþjálfunarbrautinni en þar hafði
þjónusta við aldraða orðið verulega undir í
kennslunni og því búinn til einn tveggja
eininga áfangi um öldrunina.Þar
samþættist allt sem komið var á undan í
kennslunni auk nýs kennsluefnis um öldrun
og öldrunarmál og verkefnin byggð á slíkri
samþættingu. Eins og að setstöður hafa
áhrif á kyngingu, taugahrörnun brenglar
upplifun á umhverfi og sjálfum sér, umhverfi
og viðmót eiga stóran þátt í örvun og
vellíðan osfrv. Listin í starfi iðjuþjálfa
kristallast í starfinu með öldruðum þar sem
allt sem við höfum lært er fléttað saman í
daglegum störfum. Allt sem komið er á
undan“, segir Ingibjörg.
Þessa samþættingu finnst Ingibjörgu
mikilvægt að nýta í starfi með öldruðum.
„Það er ekki bara að hafa það huggulegt á
öldrunarheimilum, og þar er sérhæfing
iðjuþjálfa verulega vannýtt, sjálfsagt vegna
misskilnings því margir telja að við sjáum
bara um afþreyingu. Það á að snúast um
þátttöku, styðjandi og örvandi umhverfi, líf
og gleði, liti og upplifun, skynjun í víðu
samhengi ogfleira mætti telja upp. Þarna
getum við komið svo miklu, miklu meira
inn, fjallað um skynjun eins og upplifun á
hæð og fjarlægð, dýpt á tröppum, áhrif
mynsturs á gólfum og veggjum og margt
annað sem tengist færniþáttum. Þannig að
iðjuþjálfun getur gegnt margþættu
hlutverki með öldruðum, auk þess að setja
upp afþreyingarprógram, þó að það sé
sannarlega mikilvægt líka. Eins og ég segi, í
starfinu á að að draga saman allt það sem
við höfum lært“, leggur Ingibjörg áherslu á.
MIKLAR BREYTINGAR OG BJART FRAM
UNDAN
Breytingarnar í faginu hafa að mati
Ingibjargar verið gríðarlegar, og telur hún
að þakka megi skólanum fyrir það, eða
námsbrautinni. Það hafi komið meiri
innspýting inn í fagið og fagnaðarerindið
hafi borist víðar um landið. „Miðað við það
þegar við vorum þarna sex eða sjö, og horfa
svo á þennan hóp sem er kominn núna og
hvað þau eru í fjölbreyttum stöðum, það er
alveg æðislegt. Ég vona bara að það takist
að halda áfram þessum eldmóð sem við
höfðum á upphafsárunum, og kannski
reyna að koma okkur meira inn í þessa
almennu umræðu í þjóðfélaginu um
félagsmálin, þjónustu við alla aldurshópa,
og komast inn á enn fleiri staði en við
vinnum á í dag. Miðað við að hafa verið ein-
göngu inni á stofnunum eins og spítölum,
Endurhæfingarstöðvum og áþekku, og vera
svo að komast inn í skólana, heilsugæsluna,
félagsþjónustuna, það er frábært! Þannig
að mér sýnist afraksturinn vera nokkuð
góður,“ segir Ingibjörg.
Þessar breytingar hafa vissulega tekið sinn
tíma. „Ef við hefðum hugsað um þetta í
upphafi, þá hefði okkur fundist þessi þróun
hafa tekið rosalega langan tíma. Maður
kom þarna nýr úr skóla með sterka trú á
sjálfan sig og fagið og allt sem það getur
boðið til að efla fólk. En nú hefur yngri
kynslóð tekið við keflinu svo framtíðin ætti
að vera björt ef haldið er áfram á sömu
braut. Fagið hefur mjög margþætta vinkla
og nálgun inn á fjölbreytt starfssvið svo
möguleikarnir ættu að vera næstum því
óendanlegir finnst mér. Þannig að ég sé
bara bjart fram undan. Það er að segja ef
þessi eldmóður erfist áfram í gegnum árin“,
bætir hún við.
RÁÐLEGGINGAR TIL NÝÚTSKRIFAÐRA
IÐJUÞJÁLFA
Ingibjörg er spurð um hvernig halda megi