Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 19

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 19
19 þessum eldmóð við hjá nýútskrifuðum iðjuþjálfum. „Ég held, að með góðu faglegu uppeldi, trú á fagið og það sem það hefur fram að færa og trú á sjálfan sig sem fagmann og hvað við og fagið getur fært þjóðinni, eða kannski frekar samfélaginu þá ætti eldmóður að endast og bera ávöxt. Þar finnst mér námsbrautin hafa unnið svo skemmtilega, lyft faginu upp með því að kenna nemendum að tjá sig í ræðu og riti, leggja fram verkefni og standa fyrir máli sínu, vegna þess að þá þjálfun höfðum við ekki þegar við komum heim og ég held að það sé mjög góður grunnur að framgangi fagsins og stéttarinnar, svarar Ingibjörg. Miklu skipti þó að halda baráttunni áfram. „Þú finnur kannski fyrir því ef þú þarft einhvern tímann að sannfæra aðra um ágæti þitt og fagsins. Maður hafði þessa óbilandi trú á gagnsemi fagsins þrátt fyrir að vera stundum kýldur svolítið niður, en þá er bara að standa aftur upp og halda áfram. Það voru hjá okkur og verða sjálfsagt hjá ykkur líka ýmsir erfiðleikar við að koma sér á framfæri,“ bætir hún við. FRAMTÍÐARSÝN OG ÞJÓNUSTUKJARNI Að mati Ingibjargar og fleiri reynslumikilla iðjuþjálfa eru þessi risastóru kerfi eins og til dæmis spítalarnir oft erfiðastir þegar sann- færa á yfirmenn og samstarfsfólk um gagnsemi af aðkomu séttarinnar, „því þá er fjarlægðin lengri upp til þeirra sem hafa völdin. Eins og í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem stjórarnir sitja einhvers staðar í fjarlægðinni og starfsemin svo dreifð um höfuðborgar- svæðið. Þar er svo erfitt að koma að skilaboðum áfram um gagnsemi fagsins,“ útskýrir Ingibjörg. Iðjuþjálfunin var sett inn í heilsugæsluna fyrst árið 1996 sem tilraunaverkefni, Guðrún Hafsteinsdóttir var ein af þeim sem tók þátt í því og Ingibjörg Pétursdóttir sömuleiðis. „Það eru að vísu komnir iðjuþjálfar inn í heimahjúkrunina og félagsþjónustuna núna, ekki margir en ágætis byrjun. Núna er áætlað að ráða sálfræðinga inn í allar heilsugæslustöðvar, af hverju ekki iðjuþjálfa? Iðjuþjálfar ættu sannarlega heima þar,“ telur Ingibjörg. Meðan Ingibjörg var að reyna að skapa sér starf eftir að hún hætti á spítalanum þá ræddi hún við starfsmenn Heilbrigðis- ráðuneytisins og kynnti tillögu að starfsmódeli. „Ég sá fyrir mér einhverskonar miðstöð þar sem væru nokkrir iðjuþjálfar í starfi með mismunandi sérhæfingu, t.d. hjálpartæki og aðlögun umhverfis, endur- hæfingu og þjónustu við börn, aldraða, fullorðna osfrv. Þannig væri hægt að draga fram þá sérþekkingu sem þörf væri á sama hvort skjólstæðingurinn kæmi úr Vesturbænum eða Kópavoginum, höfuð- borgarsvæðið væri dekkað á öllum sviðum. Þannig þyrfti ekki að vera einn sem veit allt á hverri heilsugæslustöð,“ útskýrir hún. Hún bætir við: „Auðvitað gætu fleiri starfs- stéttir verið í svona kjarna, eins og sálfræðingar, sjúkraþjálfarar, félagsráð- gjafar, félagsliðar og fleiri stéttir sem sinna endurhæfingu og hugsa um færni og þátttöku svipað og við, í samstarfi við heimilislækna á stöðvunum. Ég sá þetta fyrir mér en það fór ekkert lengra, varð bara umræða í ráðuneytinu. Mér sýnist áþekkt módel vera að ryðja sér til rúms, en þá innan sameinaðrar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu. Svo veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Ingibjörg Svava Ásgeirsdóttir hefur sannar- lega verið frumkvöðull á sviði iðjuþjálfunar á Íslandi og við að skapa faglega umgjörð hennar. Fjölbreytt þátttaka hennar í starfi og námi iðjuþjálfa hér á landi hefur skilað miklu fyrir fagið og framgang þess. Er henni þakkað kærlega fyrir viðtalið. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir Stiklur úr Fag- og starfsferilskrá HÁSKÓLAPRÓF Meistarapróf – MS Occupational Therapy frá Florida International University, Florida, Bandaríkjunum, 1998. Diplómapróf í rekstrar - og viðskiptafræði frá Endur- menntun HÍ, Reykjavík, 2005. Diplómapróf í iðjuþjálfun frá Skolen for ergoterapeuter í Kaupmannahöfn, Danmörku, 1975. STARFSFERILL 2009 -2017 Stundakennari við Heilbrigðisdeild HA – vettvangsnám. 2003 - 2009 Lektor við Heilbrigðisdeild HA. 2003 vor Aðjúnkt við Heilbrigðisdeild HA. 1999 – 2003 stundakennari við HA 1995 - 2001 Forstöðuiðjuþjálfi Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR). 1982 – 1994 Yfiriðjuþjálfi á vefrænu sviði Borgarspítalans. 1976 - 1982 Deildariðjuþjálfi á Endurhæfingardeild Borgarspítalans. Grensásdeild. 1975 - 1976 Iðjuþjálfi á Endurhæfingardeild Landspítalans. TÍMARITSGREINAR Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir (2001). Viðhorf aldraðra á Stór- Reykjavíkursvæðinu til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra. Iðjuþjálfinn. Fagblað iðjuþjálfa. 23:1, bls. 22-31. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir (1999). Viðhorf aldraðra á Stór- Reykjavíkursvæðinu til sjálfræðis og forræðis í tengslum við umönnun aldraðra (Stutt útgáfa). Öldrun. Tímarit um öldrunarmál. 2, bls. 15-19. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir (1985). Iðjuþjálfun helftarlamaðra. Félagsmiðill íslenskra sjúkraþjálfara. 11:1, bls.21 – 23. BÆKUR OG BÓKARKAFLAR Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir og Eygló Daníelsdóttir. (2011). Iðjuþjálfun aldraðra. Í Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson (ritstjórar), Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (bls. 193-212). Akureyri: Háskólinn á Akureyri Björk Pálsdóttir, Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir, Sverrir Guðjónsson. (1984). Skyn- og hreyfiþroski. Kennsluleiðbeiningar fyrir grunnskóla. Reykjavík. Útg. Höfundar. 1979 Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir og Sigríður Jónsdóttir (1979). Cognitiv Test. Þýðing og staðfæring á vitrænu mati danska iðjuþjálfans Lone Sörensen. Handbók útgefin af Iðjuþjálfafélagi Íslands, Reykjavík.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.