Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Blaðsíða 21
21
Þegar unga fólkið útskrifast frá okkur,
viljum við að bakpokinn þeirra sé vel
nestaður af styrkleikum, aðlögunarhæfni,
væntingum, góðum bandamönnum, auk-
inni þekkingu og jákvæðum viðhorfum. Allt
eru það þættir sem eru styrkur á leið inn í
framtíðina:
Bakpokinn minn
NIÐURSTAÐA:
Þar sem verkefninu er ekki lokið, getum við
ekki annað en ályktað um niðurstöður.
Nítján þátttakendur voru skráðir í upphafi,
fljótlega hættu þrír og eftir nokkrar vikur
hættu tveir í viðbót, tveir þátttakendur
fluttust yfir í annan hóp þar sem þeir fóru
ekki í starfsprófun. Einn einstaklingur lauk
ekki starfsprófun og illa hefur gengið að ná í
hann. Þrettán einstaklingar ljúka því þátt-
töku. Fimm af þátttakendum komu frá
félagsþjónustu en sjö var vísað frá VIRK
Starfs endur hæf ingarsjóði, alls sjö konur og
fimm karlmenn. Dag skrá var alla daga frá
9:00 – 12:00. Fyrsta hálftímann var boð ið
upp á morgunmat, kaffi og spjall. Síðan
voru fyrir lestrar / verkefni til kl. 12. Tvisvar í
viku var farið í líkamsrækt og lagt til að þau
færu tvisvar í viðbót sjálf. Stuttar göngu-
ferðir voru farnar á hverjum
degi. Þá var reglulega farið í
heimsóknir á vinnustaði.
Til að byrja með gekk brö-
suglega að fá fólk til að mæta
en það gekk hægt og rólega
betur. Þátttakendur tengdust
nokkuð vel en ekki myndaðist
sérstök vinátta í hópnum eins
og undirrituð hafði búist við
og er algengt að gerist í
hópastarfi.
Reynt var að virkja baklandið
eins og kostur var, með því að
bjóða nánasta aðstandanda í
viðtal. Reynsla frá Kanada
sýnir að það skiptir mjög
miklu máli að hafa bakland
sem hægt er að leita til ef upp
koma erfiðleikar og fólk er líklegra til að
veita aðstoð ef það veit að viðkomandi
þiggur hjálp.
Þegar kom að starfsprófun fengu allir stað
til að prófa sig á. Tveir þátttakendur byrjuðu
ekki vegna mikils kvíða. Þeir fluttust því yfir
á aðra endurhæfingarleið þar sem betur var
hægt að mæta þörfum þeirra. Tveir
þátttakendur voru á tveimur vinnustöðum.
Í tilviki annars þeirra hafði mæting verið
mjög slæm og vinnuveitandi vildi að
þátttakandinn hætti. Hann fékk að fara í
aðra starfsprófun, þar sem gekk betur. Hinn
hafði verið í frekar einhæfu starfi og fékk að
prófa sig á nýjum vinnustað. Einn
einstaklingur hætti að mæta í starfsprófun
og hefur verið erfitt að ná sambandi við
hann.
Af þessum þrettán þátttakendum sem
kláruðu námskeiðið þá er líklegt að sjö af
þátttakendum fari í vinnu, þar af einn á
vinnusamning og tveir í skóla. Fjórir til
fimm halda áfram í Starfsendurhæfingu SH
og einn fer í endurhæfingu annars staðar.
Hvað virkaði: Til að hægt sé að kortleggja
niðurstöður betur, verða þátttakendur
beðnir að fylla aftur út sjálfsmatskvarða
Rosenbergs, lista með spurningum um
daglegar venjur, fylla út iðjuhjólið og fara
yfir þau markmið sem þeir settu sér í
upphafi með hjálp COPM. Eins verður viðtal
við hvern og einn og farið yfir það sem gekk
vel, það sem hefði mátt gera betur og þeirra
mat á námskeiðinu í heild.
Ljóst er að það tókst ekki að gera það að
venju að allir borðuðu morgunverð saman,
þátttakendur sögðust oft vera búnir að
borða.
Vitað var að í upphafi voru flestir þátt-
takendur með áberandi kvíða. Samkvæmt
sjálfsmatskvarða Rosenbergs voru fjórir
þátttakendur innan eðlilegra marka en tíu
með lágt sjálfsmat og tveir af þeim með afar
lágt sjálfsmat. Fróðlegt verður að sjá hvort
sjálfsmatið hafi breyst. Eins er vitað að
flestir þátttakendur voru mjög óvirkir áður
en þeir byrjuðu í þessu verkefni, áhugavert
verður að sjá hvort virkni hafi aukist. Það er
þó ljóst að þessir þrettán einstaklingar sem
ljúka verkefninu eru allir í virkni eins og er
og hafa áætlanir um áframhaldandi virkni.
Hvað hefði mátt gera betur: Undirrituð telur
m.a. að við hefðum átt að virkja baklandið
mun betur, hafa viðtöl við þann sem stendur
þeim næst oftar. Baklandið skiptir
gríðarlegu máli. Þá þarf félagsþjónustan að
standa sig betur og fylgja sínu fólki betur
eftir.
Allir sem stóðu að verkefninu eru sammála
um að það hafi verið töluverð áskorun að
vinna með svona hóp af ungu fólki og mjög
lærdómsríkt. Undirrituð vonar að verkefnið
verði til þess að fleiri leggi af stað með
svipuð verkefni, þannig er hægt að koma í
veg fyrir vanda sem hlýst af óvirkni og
jafnvel koma í veg fyrir ótímabæra örorku.
1. fasi
tímalengd - 8 vikur
• Fræðsla / þjálfun
• Undirbúningur
2. fasi
tímalengd - 6 vikur
• Fræðsla / þjálfun
• Starfsprófun
• Stuðningur
3. fasi
tímalengd - 10
vikur
• Starfsprófun / aðlögun, stuðningur
• Mat á starfsgetu
• Aðstoð við atvinnuleit
Þessir sex mánuðir skiptust upp á þennan hátt: