Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 26

Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 26
26 Ég fluttist á bæjarskrifstofurnar og starfssvið mitt breyttist umtalsvert. Nú tilheyrði ég Fræðslu- og félagssviði sveitarfélagsins, varð tengiliður við ráðu- neyti, sveitarfélög og aðrar stofnanir, sem framkvæmdastjóri SvAust hafði áður séð um. Ég var komin í stjórnunarstöðu með aukna ábyrgð á fjármálum og stefnumótun í málaflokknum. Það voru mikil viðbrigði að fara úr því þverfaglega umhverfi sem tengdist málefnum fatlaðra hjá SvAust og yfir í stjórnsýslu sveitarfélaga, þar sem lítil sem engin þekking var til staðar um þennan málaflokk. Ég lagði því ríka áherslu á að gerður yrði samningur við SvAust um áframhaldandi aðgang að faglegri þekkingu í formi ráðgjafar, funda og námskeiða á vegum Svæðisskrifstofa og ráðuneytis, sem reyndist auðsótt. Við flutninginn yfir til sveitarfélagsins varð öll þjónusta við fólk með fötlun heild- stæðari, markvissari og persónulegri, því þeir sem tóku ákvarðanir voru nær þjónustuþegunum og þekktu þá oftast persónulega. Sama starfsfólk veitti nú liðveislu og frekari liðveislu (lög nr. 59/1992; 24. og 25. gr.) sem var áður skipt milli ríkis og sveitarfélags og ég var staðsett í ráðhúsinu og hafði því beinan aðgang að stjórnsýslunni og pólitíkinni. Ég sinnti áfram lögbundinni þjónustu við fötluð börn en árið 2014 var svo ráðinn þroskaþjálfi til að sinna þeim aldurshópi. Það var kærkomið, því erfitt var að sinna vel svo víðu sviði og þunginn í fullorðinsmálum hafði aukist jafnt og þétt frá því að Höfn varð reynslusveitarfélag. Á þessum tíma var umræðan byrjuð um að leggja niður sambýli og bjóða í staðinn upp á önnur búsetuúrræði sem hentuðu fólki betur og var SvAust í fararbroddi í þeirri vinnu. Markvisst var unnið að því að byggja upp þjónustu í heimabæjum þeirra fötluðu einstaklinga sem vildu flytja aftur heim eða veiktust/urðu fatlaðir á fullorðinsaldri. Öll svona vinna og stefnubreyting tekur tíma en það tókst mjög vel til og fékk ég mikinn stuðning frá framkvæmdastjóra SvAust, Soffíu Lárusdóttur og hennar starfsfólki við að þróa þessa hugmyndafræði og upp- byggingu í mínu sveitarfélagi. Fleiri fullorðnir fatlaðir einstaklingar þurftu þjónustu til að geta búið áfram í heimabyggð. Þessir einstaklingar voru í leiguhúsnæði í bænum, og rætt var um það á pólitíska sviðinu að byggja sambýli. Ég beitti mér gegn því og talaði fyrir sjálfstæðum búsetuúrræðum í bænum og einstaklingsbundinni þjónustu heim til hvers og eins. Það voru engin fordæmi um stofnanir fyrir fatlaða í sýslunni og við höfðum því frjálsar hendur við að þróa búsetuúrræði og þjónustu. Geðfatlaðir var sá hópur fullorðinna sem hafði fengið litla búsetuþjónustu frá Svæðisskrifstofum. Ég sá strax að þörf var á að þeir fengju þjónustu/stuðning heim til að geta búið í samfélaginu og út af fyrir sig. Við þessa auknu þjónustu heim til fólks þurfti fleira starfsfólk, starfsfólkið þurfti aðstöðu og auk þess var komin brýn þörf fyrir dagvistarúrræði fyrir fatlaða fullorðna. Árið 2000 stofnaði ég dagvistun fyrir fatlaða fullorðna á Höfn. Þar var einnig starfs- mannaaðstaða, sem var mikil bót fyrir starfsfólk og skjólstæðinga. Í dagvistinni buðum við upp á alls konar verkefnavinnu sem við fengum frá fyrirtækjum í bænum, ýmsa aðra iðju og félagslíf frá kl. 9-16 alla virka daga og frá kl. 11-14 um helgar og á rauðum dögum. Boðið var upp á heitan mat í hádeginu alla daga ársins, þar sem starfsfólkið borðaði með skjólstæðingum. Það var sérstaklega mikilvægt fyrir félagslega einangraða einstaklinga til að hafa tilgang með því að fara út og hitta fólk. Enginn aukakostnaður hlaust af þessari helgar- og hátíðaropnun, því starfsfólkið sem sinnti frekari liðveislu sá um þetta. Um leið og fötluðum fullorðnum í þjónustu fjölgaði, jókst þörfin fyrir starfsmenn í vaktavinnu. Árið 1997 voru tveir starfsmenn í einu stöðugildi en í lok árs 2016 voru þeir orðnir 12 í u.þ.b. 11 stöðugildum. Mikill hluti tíma míns fór í að sinna starfs- mannamálum, skipuleggja vaktir, verkferla, námskeið o.fl. Ég var heppin með starfsfólk og ræktaði það og byggði upp eftir bestu getu, enda er starfsfólkið stærsti auður hvers vinnustaðar og því mikilvægt að hlúa vel að því á allan hátt. Ég lagði mikið upp úr því að starfsfólk væri vel upplýst og fengi námskeið sem efldi það í starfi. Ég var einnig sveigjanleg og kappkostaði að hafa starfsmenn með í ráðum eins og hægt var við alla uppbyggingu. Ég sótti sjálf ýmis námskeið í stjórnun og samskiptum og tók einnar annar nám í mannauðsstjórnun frá HA til að efla mig sem yfirmann. Árið 2012 tók ég líka við félagslegri heima- þjónustu hjá sveitarfélaginu og breyttist nafn deildarinnar yfir í heima þjónustudeild. Það bættust fleiri starfs menn í hópinn og rúmlega fjörutíu heimili sem fengu heimilishjálp. Á sama tíma fluttu starfsmenn heimahjúkrunar sig einnig í starfsaðstöðu okkar, sem leiddi til aukinnar samvinnu og samþættingar heilbrigðis- og félags- þjónustu inni á heimilum fólks. Strax frá því að Höfn gerðist reynslusveitar- félag árið 1997 myndaðist mikil hefð fyrir samvinnu milli kerfa. Ég vann náið með starfsfólki heilsugæslu, skóla og leikskóla. Til dæmis var kvöld- og helgarþjónusta hjá málefnum fatlaðra en ekki heimahjúkrun, þannig að starfsfólk málefna fatlaðra sá um innlit og lyfjagjafir á kvöldin og um helgar til þeirra sem þurftu heimahjúkrun. Þar sem sveitarfélagið var reynslusveitarfélag í heilbrigðis- og fötlunarmálum þá vorum við lausnamiðuð og unnum verkefnin saman þegar þau komu upp. Það þvældist ekki fyrir hver ætti að borga hvað. Þetta var gagnkvæmur ávinningur, t.d. samkeyrðum við oft námskeið fyrir starfsfólk og starfsmanna félagið var sameiginlegt. Við höfðum gott aðgengi að hvíldarinnlögnum á hjúkrunar heimilinu, ef þess þurfti. Ég vann einnig ýmis verkefni í samvinnu við félagsþjónustuna svo sem viðtöl og eftirfylgni með ungum konum sem áttu erfitt með að fóta sig í lífinu. Á þessu tímabili fékk ég fimm iðjuþjálfa- nema frá HA til mín. Í fyrstu hélt ég að það væri lítið merkilegt að gerast á Höfn fyrir iðjuþjálfanema. Ég væri aðallega í stjórnunarstörfum og gæti litlu miðlað til þeirra, en reyndin var önnur. Verkefnin voru næg og ég gat miðlað heilmiklu til þeirra og ekki síður þær til mín. Það var frábær vítamínsprauta fyrir mig, einyrkjann, og samfélagið okkar að fá þessa hæfileikaríku nema til okkar. Árið 2011 fluttist öll þjónusta við fatlaða á landsvísu yfir til sveitarfélaganna. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu að yfir- færslunni þá fundum við „gömlu“ starfs- menn svæðisskrifstofa sem héldum áfram hjá sveitarfélögunum greinilega að töluverð þekking og reynsla hafði glatast við yfirfærsluna. Þurftum við oft að berjast fyrir því að það sem þegar hafði áunnist héldi velli og passa að málaflokkurinn færðist ekki 20 ár aftur í tímann. Þetta studdu skýrslurnar Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga ágúst 2014 –á yfirfærslu og Fatlað fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga – 2013 sem Rannsókna- setur í fötlunarfræðum og Félagsvísinda- stofnun HÍ unnu að fyrir sveitarfélögin. Hér er tilvitnun úr annarri þeirra: Þeir sem unnið höfðu á svæðisskrifstofunum lýstu því að umræða um hugmyndafræði og þróunin í málaflokknum hafi verið

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.