Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 27
27
haldið á lofti og áhersla verið lögð á
fræðslu. Eftir yfirfærslu hafi hins vegar ekki
gefist nægur tími í slíkt. Aukin umræða um
hugmyndafræði og ríkjandi áherslur sé
mikilvæg þjónustunni og stuðli að auknum
gæðum hennar. Nokkrir lýstu því að
umræðan hafi fallið í skuggann af umræðu
um peningamál.
(Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, 2013)
Það eru margar ástæður fyrir því að mér
gekk vel að byggja upp starfsemina. Ég tel
að það hafi skipt miklu máli fyrir mig sem
persónu í þessari uppbyggingu að ég hafði
unnið með öflugum og reyndum iðju-
þjálfum í fjögur ár á geðdeild Landspítalans
eftir nám, sem studdu mig og hjálpuðu mér
að byggja upp iðjuþjálfasjálfið mitt og
sjálfstraustið. Fékk ég þar meðal annars
handleiðslu frá reyndum iðjuþjálfa sem ég
nýtti mér áfram eftir þörfum, þegar ég var
komin á Höfn. Það var gott að vera búin að
mynda öflugt stuðningsnet að leita til. Ég
fékk áfram góðan stuðning frá fagfólki og
stjórnendum SvAust. Ég gat unnið sjálfstætt
og var óhrædd við að henda mér út í djúpu
laugina, mistakast og byrja aftur, leita ráða
og vinna með fólki þvert á fagstéttir. Ég bý
yfir ástríðu og hef gaman af því að vinna og
byggja upp nýja hluti. Ég á auðvelt með að
vinna með fólki.
Velvilji ráðamanna skipti líka miklu máli. Ég
gætti þess að rökstyðja allar breytingar og
uppbyggingu fyrir stjórnsýslunni og fræða
um málaflokkinn og mér gekk vel að halda
mig innan fjárhagsrammans. Starfsfólkið
hjá mér kom alltaf vel út úr ánægju-
könnunum sveitarfélagsins, enda kapp-
kostaði ég að nýta mannauðinn og hafa
starfsfólk með í ráðum í upp byggingunni.
Starfsmannamál geta verið mjög flókin en
jafnframt spennandi áskorun.
Ég var dugleg að sækja námskeið og halda
tengslum við Iðjuþjálfafélagið með því að
sækja fundi, ráðstefnur og sitja í nefndum,
sem er mjög mikilvægt til að viðhalda
tengslanetinu og lykilþáttur í að viðhalda
faglegum metnaði, koma í veg fyrir faglega
einangrun og geta fylgst með þróun innan
fagsins.
Uppbyggingu þjónustunnar er ekki lokið á
Höfn, það þarf alltaf að aðlaga og þróa
þjónustu þar sem verið er að vinna með
fólki. Nýtt húsnæði fyrir dagvist og
skrifstofur starfsfólks verður loksins tekið í
notkun 2018 en ég barðist lengi fyrir að fá
varanlegt húsnæði undir sama þaki fyrir
málaflokkinn.
Eftir áratuga uppbyggingu og þrotlausa
vinnu af ástríðu og áhuga, var kominn tími
til að leyfa öðrum að spreyta sig og klippa á
naflastrenginn, ég sagði upp og hætti
störfum í desember 2016. Þegar maður
byggir eitthvað upp frá grunni í litlu
samfélagi í svona langan tíma á maður
hvert bein í verkefninu, ég var alltaf á
vaktinni og tilbúin til að stökkva inn til að
taka vaktir, gefa ráð, leysa af og redda
hlutum. Ég var mjög tengd mörgum skjól-
stæðingunum því sumir voru hjá mér í
þjónustu í þau 25 ár sem ég starfaði á Höfn.
Þegar ég hætti var auglýst eftir iðjuþjálfa
eða fólki með sambærilega menntun, bæði
í landsblöðum og á innra neti iðjuþjálfa.
Það kom aðeins ein umsókn og var hún frá
hjúkrunarfræðingi sem var ráðin í mitt starf.
Fljótlega var þó verkefnum mínum skipt á
þrjá starfsmenn, því hún var ekki tilbúin að
taka á sig alla þessa vinnu og ég átta mig á
því núna að það hefði þurft að gerast fyrr.
Það voru blendnar tilfinningar sem fylgdu
því að hætta þessari vinnu og flytja frá Höfn,
en ég veit að ég gerði góða hluti og byggði
upp góða þjónustu með frábæru fólki og
horfi því stolt til baka.
Ég hef stiklað á stóru um verkefni mín á
Höfn í 25 ár og það væri efni í heila bók að
skrá allt sem að ég gerði. Ég læt því staðar
numið hér og vona að lesendur hafi orðið
einhvers vísari um þá uppbyggingu sem ég
vann í málefnum fatlaðra á Höfn.
HEIMILDASKRÁ:
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. (2014).
Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til
sveitarfélaga ágúst 2014 – Mat á yfirfærslu.
Reykjavík: Höfundur.
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og
Rannsóknasetur í fötlunarfræðum. (2013). Fatlað
fólk og öryrkjar sem íbúar sveitarfélaga. Reykjavík:
Höfundar.
Lög um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Lög um reynslusveitarfélög nr. 82/1994.
MYNDIR FRÁ
CAPE TOWN