Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Qupperneq 31
31
Kristín Linda Helgadóttir
Kristín Linda byrjaði starfsferilinn í fæðingar-
orlofi og hóf störf á Kristnesi 2008 en færði
sig yfir á leikskólann Pálmholt 2009 og
hefur starfað þar til dagsins í dag. Í starfi
hennar felst að vera til stuðnings inni á
deild. Mat og kennsla felst einnig í starfi
hennar þar. Samhliða hefur Kristín Linda
starfað sem kennari fyrir Fjölmennt frá 2012
til dagsins í dag ásamt því að vera ráðgjafi
við Stórutjarnaskóla frá 2012 til 2017 þar
sem hún veitti fræðslu, mat og ráðgjöf.
Helena Halldórsdóttir
Helena hóf störf hjá búsetusviði Akureyrar-
bæjar eftir útskrift 2006, allt til ársins 2015.
Starfið fól í sér að koma af stað þjónustunni
Ráðgjöfin heim þar sem veitt er fagleg
ráðgjöf til einstaklinga sem hafa þörf fyrir
stuðning til að takast á við daglegt líf.
Þjónustan fer fram úti í samfélaginu og á
heimilum notenda. Í dag er Helena í
meistaranámi í heilbrigðisvísindum við
Háskólann á Akureyri með áherslu á sálræn
áföll og ofbeldi. Í námi sínu tekur hún
sérstaklega fyrir einelti á vinnustöðum
Anna Soffía Vatnsdal
Eftir útskrift hóf Anna Soffía störf í
afleysingarstöðu við Glerárskóla á Akureyri.
Þegar hún hafði lokið störfum í Glerárskóla
starfaði hún á bráðadeildum sjúkrahússins
á Akureyri og voru verkefnin þar mjög
fjölbreytt. Þar var hún m.a. að sinna
fræðslu, ráðgjöf, þjálfun og fara í heimilis-
athuganir. Nú starfar Anna Soffía hjá
búsetusviði Akureyrarbæjar í Ráð gjöfinni
heim. Þar veitir hún faglega ráðgjöf til ein-
staklinga sem þurfa stuðning til að takast á
við daglegt líf.
Rakel Björk Gunnarsdóttir
Rakel hóf störf á Reykjalundi, nánar tiltekið
á geðsviði, eftir útskrift 2006 og starfaði við
það til 2009. Hún skipti þá um starfsvettvang
og hóf störf við Heilsugæsluna í Grafarvogi í
meðferðarteymi barna. Í því teymi störfuðu
bæði sálfræðingur og félagsráðgjafi ásamt
því að vera í samstarfi við lækna og
hjúkrunarfræðinga á stöðinni. Hlutverk
teymisins var og er að veita geð- og sál-
félagslega þjónustu vegna vanda barna og
fjölskyldna þeirra í Grafarvogi með ráðgjöf,
meðferð og eftirfylgd barna og fjölskyldna
þeirra í samstarfi við aðrar fagstéttir
stöðvarinnar. Árið 2012 fluttist Rakel
erlendis, lagði iðjuþjálfaskóna á hilluna og
var heimavinnandi í um 18 mánuði. Árið
2014 fluttist hún aftur heim og hóf störf sem
ráðgjafi í starfsendurhæfingu hjá VIRK
starfsendurhæfingarsjóði og starfar við það
enn í dag. Starfið felur í sér að efla starfsgetu
einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa
með árangursríkri starfsendurhæfingar-
þjónustu. Starfið er fjölbreytt og krefjandi
og hefur iðju þjálfunarmenntunin og
reynsla Rakelar á endurhæfingarsviði nýst
vel í þessu starfi.
Kristín Thorberg
Eftir útskrift fór Kristín í meistaranám við
Háskólann í Reykjavík. Samhliða náminu
starfaði hún sem iðjuþjálfi á Grensásdeild
LSH í tvö ár og lauk MPH-prófi í lýðheilsu-
fræði og M.Ed.-prófi í kennslufræði. Árið
2008 flutti Kristín aftur heim í Eyjafjörðinn
og starfaði sem iðjuþjálfi í sérdeild Hlíðar-
skóla við Akureyri. Hjúkrun hefur síðan
verið aðalstarf Kristínar og hefur hún unnið
víða í heilsugæslu tengdri skóla- og
öldrunarþjónustu og nýtt iðjuþjálfafræðin
mjög vel til að bæta heilsu og auka færni
skjólstæðinga sinna.
María Pálmadóttir
María útskrifaðist frá Árósum í Danmörku
2006. Hún störf á verkjasviði á Reykjalundi
2007 þar sem hlutverk iðjuþjálfa er
einstaklingsmiðuð markmiðssetning í
tengslum við lífsstílsbreytingar. Iðjuþjálfar
ásamt öðrum fagaðilum sjá einnig um
verkjaskóla sem er fræðsla um æskilega
líkamsbeitingu við leik og störf, í formi
fyrirlestra og verklegra tíma. Árið 2010 fór
María yfir á starfsendurhæfingarsvið þar
sem skjólstæðingar eru aðstoðaðir af
iðjuþjálfum og öðrum fagaðilum við að
setja sér raunhæf markmið miðað við færni
og getu. Alltaf er stefnt að vinnu við hæfi
hvers og eins. Hlutverk iðjuþjálfa er að að
meta starfsgetu, greina hvernig ein-
staklingur ræður við mismunandi störf,
hvar tækifæri og takmarkanir liggja og veita
stuðning við vinnuleit og atvinnuumsóknir.
Árið 2017 færði María sig svo yfir á hjartasvið
Reykjalundar. Þar er hlutverk iðjuþjálfa
m.a. að sjá um námskeiðið Jafnvægi í
daglegu lífi, hópslökun og einstaklings-
þjálfun sem stuðlar að því að einstaklingur
nái markmiðum sínum.
THE PEBBLES PROJECT
Arndís Jóna Guðmundsdóttir,
f.h. ritnefndar
The Pebbles project er verkefni sem starf-
rækt er á vínekrum í vestanverðri Höfða-
borg. Verkefnið hófst árið 2004 og
þjónustar börn vínekru starfsmanna. Mark-
mið Pebbles er að styðja við heilbrigði,
þroska, menntun, næringu, samfélag og
forvarnir fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
Starfsár vínekrustarfsmanna er árstíða-
bundið, þar sem starsmennirnir búa á
vínekrunum nokkra mánuði á ári, á meðan
uppskerutíminn er. Aðra mánuði ársins býr
fólk á sínum eigin heimilum, í nærlægum
þorpum. Fólk býr þétt saman í húsakynnum
vínekrunnar yfir uppskerutímabilið. Þang-
að koma einnig börn starfsmannanna og
eru þar með tekin úr því daglega mynstri
sem þau eru í heima fyrir. Á uppskeru-
tímanum er vinnan mikil og vinnudagar
langir. Einu afskiptin sem foreldrarnir sýna
börnum sínum þá daga er rétt í matar-
hléunum.
Pebbles verkefnið vinnur að því að sporna
við því iðjuleysi sem raunin var hjá
börnunum á uppskerutíma og veita þeim
öryggi. Stór hluti verkefnisins stuðlar að
þeim atriðum sem nefnd voru áðan, þ.e.
menntun, næringu og eftirlit með þroska
og heilsufari barna. En mikilvægur hluti af
pebbles verkefninu er stuðningur bæði við
börnin og fjölskyldur þeirra við að stunda
iðju sem hefur tilgang. Dæmi um það eru
hönnunar-vinnustofur þar sem stutt er við
hæfileika fólks að hanna og útbúa vörur
sem þau geta selt. Haldnar eru íþrótta-
keppnir og fleiri fjölskylduvæna afþreyingar
á frídögum verkamanna svo fjölskyldur geti
notið þess tíma sem þau hafa saman, sem
best. Reynt er að hafa umhverfi styðjandi,
s.s. með leikvöllum og fleiri tækifærum í
umhverfinu til að styðja við uppbyggilega
iðju fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.