Iðjuþjálfinn - 01.01.2018, Síða 36
36
Á Íslandi hafa í gegnum tíðina orðið ýmsar
breytingar í þjónustu við aldraða. Má þar
nefna innleiðingu á hugmyndafræði Eden
Alternative, þar sem markmiðið er að auka
lífsgæði hjá íbúum öldrunarheimila með
því meðal annars að útrýma einmanaleika,
vanmætti og leiða. Reglulega eru gerðar
hlýleikakannanir á heimilum sem starfa
eftir Eden Alternative hugmyndafræðinni til
að kanna hvort að hugmyndafræðin þjóni
tilgangi sínum. En þeim er ætlað að meta
gæði og ánægju af lífi einstaklinga innan
öldrunarheimila sem starfa eftir Eden
Alternative hugmyndafræðinni. Eigindleg
rannsókn var gerð í kjölfar hlýleikakannana
af Maríu Guðnadóttur árið 2014 á
Öldrunarheimilum Akureyrar. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýndu fram á að þörf væri
á frekari aðgerðum óháð fjármagni og
aðgengi að starfsfólki, ein hugmyndin að
úrbótum var sjálfboðastarf innan öldrunar-
heimila.
Verkefnið er heimildarsamantekt sem leiðir
af sér nýsköpun. Leitast er við að svara
eftirfarandi rannsóknarspurningum: „Á
hvaða hátt er hægt að sporna gegn
einmanaleika og leiða hjá íbúum öldrunar-
heimila sem starfa eftir Eden Alternative
hugmyndafræðinni?“ og „Á hvaða hátt er
hægt að virkja Landssamband eldri borgara
til sjálfboðastarfs innan öldrunarheimila
sem starfa eftir Eden Alternative
hugmyndafræðinni?“ Niður stöður rann-
sóknarheimilda leiddu í ljós að sjálfboða-
vinna er talin vera ein leið til að mæta
þörfum íbúa á öldrunarheimilum sem
starfsfólk nær ekki að sinna. Nýsköpun
verkefnisins er námskeið sem hannað er
fyrir sjálfboðaliða í samvinnu við
Landssambands eldri borgara til að starfa
eftir á öldrunarheimilum sem hafa
hugmyndafræði Eden Alternative að leiðar-
ljósi. Verkefnið byggir á hugmyndafræði
innan iðjuþjálfunar að nafni ,,Líkanið um
iðju mannsins” sem greinir m.a. frá hlut-
verkum sem einstaklingar gegna á lífs-
leiðinni. Tilgangur námskeiðsins er að
stuðla að sjálfboðastarfi sem miðar að því
að útrýma einmanaleika og leiða innan
þess heimilis sem sjálfboðavinnan fer fram.
Í kjölfar námskeiðsins geta meðlimir í
Landssambandi eldri borgara fengið tæki-
færi til að takast á við nýtt hlutverk. Ef vel
tekst til gæti nýsköpunin hugsanlega bætt
lífsgæði þessara tveggja hópa.
Lykilhugtök: Eden Alternative,
einmanaleiki, leiði, sjálfboðastarf.
Höfundar: Sigríður Ósk K. Þorbjarnardóttir
og Valgerður Snæbjarnardóttir
Leiðbeinandi: Olga Ásrún Stefánsdóttir
MEÐ ÞVÍ AÐ HJÁLPA ÖÐRUM HJÁLPAR
ÞÚ SJÁLFUM ÞÉR: SJÁLFBOÐASTÖRF
MEÐ ÍBÚUM Á ÖLDRUNARHEIMILUM
SEM STARFA EFTIR EDEN ALTERNATIVE
HUGMYNDAFRÆÐINNI
Undirrituð fór í heimsókn á geðspítala í
Cape town. Þessi spítali tók á móti bæði
þeim sem áttu við geðrænan vanda að
stríða og höfðu hlotið dóm í réttarkerfinu,
og einnig þeim sem komu inn af götunni.
Skiptingin var ca 70/30. Iðjuþjálfinn sem
tók á móti okkur var búin að starfa í mörg ár
á þessum stað og það sást vel að hún sinnti
sínu starfi af mikilli hugsjón. Úrræðin sem
hún hafði upp á að bjóða á sínum vinnustað
stýrðust að megninu til af fjármagninu sem
hún hafði úr að spila, sem var ekki mikið, ef
nokkuð. Hún sýndi okkur handverksstofu,
þar sem var verið að smíða húsgögn og
fleira. Hún safnaði timbri sem átti að henda
og stundum fengu þau gefins efni frá
fyrirtækjum sem voru að losa sig við
afganga. Skjólstæðingar hennar fá aðstoð
við að skapa eitthvað nýtt, eitthvað sem
hægt er að selja eða nota sjálfir. Þau taka
líka að sér verkefni fyrir fyrirtæki, svipað og
Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur er að gera á
Akureyri. Einnig voru sumir flinkir við að
þræða perlur upp á vír og skapa listaverk úr
því. Iðjuþjálfinn lagði mikið upp úr því að
mæta öllum þar sem þeir voru staddir og
nefndi ýmis dæmi því til stuðnings. Hún
talaði líka mikið um þá staðreynd að þeir
sem komu inn af götunni og voru síðan
útskrifaðir eftir einhvern tíma, komu
iðulega aftur. Þar skortir úrræði eins og á
Íslandi. Notendurnir voru með alvarlegar
greiningar flestir og ættingjar vildu eða
gátu ekki haft þá hjá sér. Þar með enduðu
þeir á götunni og frömdu jafnvel lögbrot til
þess að komast aftur inn á spítalann.
Iðjuþjálfinn viðurkenndi að hafa oft sveigt
aðeins til reglurnar til þess að geta leyft
sumum að vera lengur í þjónustu. Þessi
iðjuþjálfi sýndi ótrúlega þrautseigju og
jákvæðni í sínu starfi sem oft virtist nær
vonlaust í mjög krefjandi aðstæðum.
HEIMSÓKN
Á GEÐSPÍTALA
GREIN
Erna Sigmundsdóttir,
f.h ritnefndar