Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 41

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Page 41
41 ánægjulegt að kenna þeim. Þeir eru alltaf mættir vel áður en kennsla hefst á morgn- ana, fara helst ekki út úr kennslustofum í hléum, en hlé eru höfð mjög stutt, bara 10- 15 minútur tvisvar á dag auk hádegisverðar. Við höfðum stundum áhyggjur af því að klára ekki yfirferð kennsluefnis dagsins á tilskyldum tíma, þar sem drjúgur tími fer í þýðingar, en þá var okkur sagt að við skyld- um endilega halda áfram áhyggjulaust, því ef við kenndum fram yfir skráðan dagskrár- tíma þá fyndist fólki það vera að „græða“, því það fengi kennslu umfram það sem það hefði greitt fyrir. Þannig að þó fólki væri sagt að það gæti yfirgefið kennslustofuna á réttum tíma, var aldrei neinn sem notfærði sér það. Það kann að vera áhugavert fyrir íslenska iðjuþjálfa að skoða hópmyndir frá kennslu á A-ONE námskeiðum í Japan. Ekki bara af því að það eru margir iðjuþjálfanna karlmenn, heldur einnig vegna þess að meiri hluti þátttakenda á námskeiðunum er iðulega karlmenn, eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. En námskeiðin eru ekki bara strit heldur fylgir einnig grín og glens. Eins og á hefð- bundnum námskeiðum þar sem eru erlend- ir fyrirlesarar var farið saman út að borða, og lét enginn sig vanta í það úr hópunum sem ná gjarnan 40 manns. Haldnar eru ræður við slík tilefni og glatt á hjalla. Á meðfylgjandi mynd sem tekin er daginn fyr- ir lokaprófið dugði ekki minna en hafa körfuboltaþjálfara fatlaðra til að fylgjast með klukkunni og ákveða hvenær fólk ætti að drífa sig heim og klára að lesa fyrir próf- ið. Strax næsta ár var búið að setja á laggirnar fimm manna teymi sem þjálfa átti upp sem framtíðar kennara A-ONE á japönsku. A-ONE námskeiðin hafa verið haldin árlega síðan þau hófust í Japan og nú hafa verið haldin sjö námskeið, fjögur í Osaka og þrjú við Háskólann í Hiroshima. Á meðan nám- skeiðin voru að mestu flutt á ensku komu stundum þátttakendur frá öðrum Asíu löndum t.d. Brunei, Kína, Malasíu og S-Kóreu. Smátt og smátt hefur japanskt efni og fyrirlestrar á námskeiðunum aukist og nú er svo komið að japanskir iðjuþjálfar eru orðnir sjálfbjarga með að kenna A-ONE á japönsku. Eyðublöð, kennsluefni og skyggnur hafa sem sagt allt verið þýtt á japönsku. Því verður næsta námskeið, sem haldið verður í Fukuoka í september 2019, eingöngu kennt af japönum. Nú sitja því japanskir iðjuþjálfar sveittir við að fara yfir myndbönd og þýða allt kennsluefnið undir umsjón þar sem þeir eru að verða sjálf- bjarga með að kenna A-ONE. Greinar um þýðingarferli og staðfæringu japanskrar út- gáfu A-ONE, A-ONE J hafa verið birtar í japönskum fagtímaritum. Þess má geta að fjöldi japanskra iðjuþjálfa með A-ONE réttindi nálgast óðfluga 300. Auk þess hafa verið haldin tveggja daga þjálfunar námskeið fyrir kennarana fyrir hvert námskeið og síðan árlega eins dags A-ONE framhalds ráðstefnur eftir aðal nám- skeiðin. Á framhalds ráðstefnurnar mæta þeir iðjuþjálfar sem hafa útskrifast af fyrri A-ONE námskeiðum. Þeir flytja þar t.d. er- indi eða sýna veggspjöld sem tengjast A-ONE og hafa verið kynnt á innlednum eða erlendum ráðstefnum yfir árið. Oft ná höf- undar veggspjalda um A-ONE til fleiri stétta en iðjuþjálfunar s.s. lækna og má þá t.d. sjá upplýsingar úr myndgreiningu fylgja A-ONE matseyðublöðum eins og á meðfylgjandi veggspjaldi frá ráðstefnu um taugafræði. Einnig eru á framhalds ráðstefnum sýnd ný- leg myndbönd af sjúklingum, þannig að þátttakendur geti æft sig áfram í að gefa fyr- ir og ræða málin saman. Þátttakendur á slíkum viðburðum skipta gjarnan tugum og koma víðsvegar frá í Japan rétt eins og á grunn námskeiðunum. Japanir eru gestrisnir og þegar kennsla er löng og ströng þá er ekki amarlegt að vera A­ONE kennarahópurinn í Japan. Hópmyndir frá A­ONE námskeiðum eru vinsælar. Áritunar raðir. Karlmenn í iðjuþjálfun.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.