Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 41

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Qupperneq 41
41 ánægjulegt að kenna þeim. Þeir eru alltaf mættir vel áður en kennsla hefst á morgn- ana, fara helst ekki út úr kennslustofum í hléum, en hlé eru höfð mjög stutt, bara 10- 15 minútur tvisvar á dag auk hádegisverðar. Við höfðum stundum áhyggjur af því að klára ekki yfirferð kennsluefnis dagsins á tilskyldum tíma, þar sem drjúgur tími fer í þýðingar, en þá var okkur sagt að við skyld- um endilega halda áfram áhyggjulaust, því ef við kenndum fram yfir skráðan dagskrár- tíma þá fyndist fólki það vera að „græða“, því það fengi kennslu umfram það sem það hefði greitt fyrir. Þannig að þó fólki væri sagt að það gæti yfirgefið kennslustofuna á réttum tíma, var aldrei neinn sem notfærði sér það. Það kann að vera áhugavert fyrir íslenska iðjuþjálfa að skoða hópmyndir frá kennslu á A-ONE námskeiðum í Japan. Ekki bara af því að það eru margir iðjuþjálfanna karlmenn, heldur einnig vegna þess að meiri hluti þátttakenda á námskeiðunum er iðulega karlmenn, eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. En námskeiðin eru ekki bara strit heldur fylgir einnig grín og glens. Eins og á hefð- bundnum námskeiðum þar sem eru erlend- ir fyrirlesarar var farið saman út að borða, og lét enginn sig vanta í það úr hópunum sem ná gjarnan 40 manns. Haldnar eru ræður við slík tilefni og glatt á hjalla. Á meðfylgjandi mynd sem tekin er daginn fyr- ir lokaprófið dugði ekki minna en hafa körfuboltaþjálfara fatlaðra til að fylgjast með klukkunni og ákveða hvenær fólk ætti að drífa sig heim og klára að lesa fyrir próf- ið. Strax næsta ár var búið að setja á laggirnar fimm manna teymi sem þjálfa átti upp sem framtíðar kennara A-ONE á japönsku. A-ONE námskeiðin hafa verið haldin árlega síðan þau hófust í Japan og nú hafa verið haldin sjö námskeið, fjögur í Osaka og þrjú við Háskólann í Hiroshima. Á meðan nám- skeiðin voru að mestu flutt á ensku komu stundum þátttakendur frá öðrum Asíu löndum t.d. Brunei, Kína, Malasíu og S-Kóreu. Smátt og smátt hefur japanskt efni og fyrirlestrar á námskeiðunum aukist og nú er svo komið að japanskir iðjuþjálfar eru orðnir sjálfbjarga með að kenna A-ONE á japönsku. Eyðublöð, kennsluefni og skyggnur hafa sem sagt allt verið þýtt á japönsku. Því verður næsta námskeið, sem haldið verður í Fukuoka í september 2019, eingöngu kennt af japönum. Nú sitja því japanskir iðjuþjálfar sveittir við að fara yfir myndbönd og þýða allt kennsluefnið undir umsjón þar sem þeir eru að verða sjálf- bjarga með að kenna A-ONE. Greinar um þýðingarferli og staðfæringu japanskrar út- gáfu A-ONE, A-ONE J hafa verið birtar í japönskum fagtímaritum. Þess má geta að fjöldi japanskra iðjuþjálfa með A-ONE réttindi nálgast óðfluga 300. Auk þess hafa verið haldin tveggja daga þjálfunar námskeið fyrir kennarana fyrir hvert námskeið og síðan árlega eins dags A-ONE framhalds ráðstefnur eftir aðal nám- skeiðin. Á framhalds ráðstefnurnar mæta þeir iðjuþjálfar sem hafa útskrifast af fyrri A-ONE námskeiðum. Þeir flytja þar t.d. er- indi eða sýna veggspjöld sem tengjast A-ONE og hafa verið kynnt á innlednum eða erlendum ráðstefnum yfir árið. Oft ná höf- undar veggspjalda um A-ONE til fleiri stétta en iðjuþjálfunar s.s. lækna og má þá t.d. sjá upplýsingar úr myndgreiningu fylgja A-ONE matseyðublöðum eins og á meðfylgjandi veggspjaldi frá ráðstefnu um taugafræði. Einnig eru á framhalds ráðstefnum sýnd ný- leg myndbönd af sjúklingum, þannig að þátttakendur geti æft sig áfram í að gefa fyr- ir og ræða málin saman. Þátttakendur á slíkum viðburðum skipta gjarnan tugum og koma víðsvegar frá í Japan rétt eins og á grunn námskeiðunum. Japanir eru gestrisnir og þegar kennsla er löng og ströng þá er ekki amarlegt að vera A­ONE kennarahópurinn í Japan. Hópmyndir frá A­ONE námskeiðum eru vinsælar. Áritunar raðir. Karlmenn í iðjuþjálfun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.