Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 43

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 43
43 Erindi Guðrúnar „Groundwork for increas­ ing Occupation­based Neurological Evi­ dence“ fékk mjög góðar undirtektir og var í anda ráðstefnunnar sem bar heitið: „Enlargement of Evidence-Based Occu- pational Therapy“. Ráðstefnuna sóttu á fimmta þúsund manns. Auk stefnuræðu Guðrúnar kom í ljós að nokkur erindi ráð- stefnunnar voru flutt af fyrverandi nemend- um hennar á A-ONE námskeiðum og fjöll- uðu þau um japanskar rannsóknir á matstæki hennar A-ONE. Auk ágrips í ráð- stefnuriti skrifaði Guðrún stutta grein um efni fyrirlestursins í japanska iðjuþjálfa- blaðið JAOT að beiðni ráðstefnuhaldara og var greinin birt í desember 2018. Í lok fyrir- lestursins afhentu formaður ráðstefnunnar Professor Hideki Miyaguchi og forseti jap- anska iðjuþjálfafélagsins Professor Haruki Nakamura Guðrúnu viðurkenningarskjal félagsins. Þess má geta að næsta erindi á undan Guð- rúnar, önnur opnunarræða ráðstefnunnar var flutt af aðstoðarmanni japanska dóms- málaráðherrans. Guðrúnu var boðið í kvöldmat með honum ásamt forseta jap- anska iðjuþjálfafélagsins og þremur skipu- leggjendum ráðstefnunnar, auk tveggja er- lendra iðjuþjálfa sem voru að skipuleggja og auglýsa ,,Asia Pacific” ráðstefnu iðju- þjálfa, sem haldin verður haustið 2019 á Filipseyjum. Asia Pacific ráðstefnan er sam- bærileg við Evrópuráðstefnu iðjuþjálfa og er haldin af iðjuþjálfum í Asíu og Eyjaálfu. Frábærar viðtökur svo ekki verði annað sagt og allur undirbúningur og skipulagn- ing japönsku ráðstefnunnar til fyrirmyndar, eins og reyndar var einnig raunin á heims- ráðstefnunni í Yokohama 2014, þar sem við vorum með öll þrjú erindin frá Íslandi. Það er komið að leiðarlokum í bili. Þegar við skiljum við árleg ferðalög til Japan ósk- um við japönskum iðjuþjálfum góðs við notkun A-ONE. Jafnframt vonum við að þeir fái góðan byr við kennslu og rannsóknir tengd matstækinu. Guðrún Árnadóttir og Valerie Harris Miyaguchi kynnir erindi Guðrúnar fyrir Doktorsnema í Hiroshima. Higashi kynnir meistararannsóknir sínar á A­ONE málþingi fyrir lengra komna. Í bakgrunni má sjá A­ONE veggspjald frá ráð­ stefnu í taugafræðum. Kondo kennir á japönsku. Tafla 1. Nokkur dæmi um A­ONE heimildir eftir japanska höfunda Crabtree, J. L. (2011). Neuro-Occupation: The confluence of neuroscience and occupational therapy. Japanese Occupational Therapy Journal, 45(7) 879 - 886. Higashi, Y., Matsubara, A., Takabatake, S. & Nishikawa, T. (2017) A Pilot Study of Reliability and Validity of the ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation (A-ONE) in Japan. Japanese Occupational Therapy Research, 36(2), 194 - 202. Higashi, Y., Takabatake, S., Matsubara, A., Nishikawa, K., Shigeta, H. & Árnadóttir, G. (2019). Reliability and validity of the Japanese version of the ADL-focused Occupation-based Neurobehavioural Evaluation (A-ONE J): Applying Rasch analysis methods. Hong Kong Journal of Occupational Therapy., 32(1), 32 - 40. http://dx.doi.org/10.1177/1569186119825885 Higashi,Y., Takabatake, S., Matsubara, A., Nishikawa, K., Shigeta, H., Yuri, Y., Nakaoka, k. & Kaneda, T. (2019). Internal Validity of the Japanese version of the ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation (A-ONE) by Using the Rasch Analysis. Sogo Rehabilitation, 47(2), 161 - 166. Higashi,Y., Takabatake, S., Nishikawa, T., Oryoji, K. & Matsubara, A. (2014). A study on Criterion Validity of Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation. World Congress of Occupational Therapists, conference proceedings. Matsubara, A., Hayata, M., Yata, K., Shimizu, H., Miyaguchi, H. & Murakami, T. (2015). Effectiveness of ADL evaluation for poststroke patients using the A-ONE. American Occupational Therapy Conference proceed- ings. Matsubara, A.,Yata, K., Miyaguchi, H. & Shimizu, H. (2013). Introduction of ADL evaluation with Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation (A-ONE) and a case study. Osaka Occupational Therapy Journal, 27(1), 27 - 31. Matsubara, A.,Yata, K., Miyaguchi, H. & Shimizu, H. (2012) Introduction of Árnadóttir OT-ADL Neuro- behavioral Evaluation (A-ONE). Japanese Occupational Therapy Journal, 46(4), 403 - 409. Nishikawa, N. (2004) the Árnadóttir OT-ADL Neurobehavioral Evaluation (A-ONE), Japanese Occupational Therapy Journal, 38(7), 540 - 548. Nishikawa, K., & Matsubara, A. (2018). A-ONE, Yasashii Kojinoukinousyougaijiten, Parson Sobou, 593. Gillen, G. (2011). G. Gillen (Ed.), Stroke rehabilitation: A function-based approach (3rd Ed.), [脳卒中のリハビ リテーション 生活機能に基づくアプローチ], (S. H. Shimizu, H. Miyaguchi & A. Matsubara, Japanese Translation, (2014). Japan: Miwa-Shoten Ltd., Elsevier Japan KK in arrangement with Elsevier Inc.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.