Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 49

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Blaðsíða 49
49 Fyrsta verkefnið sem valið var að ráðast í var að stytta biðtíma eftir hjálpartækjum. Með samstilltu átaki, meðal annars með að- stoð frá birgjum, tókst að vinna á biðtíman- um eftir þeim hjálpartækjum sem þegar höfðu verið samþykkt. Í framhaldinu var farið í að breyta hjálpartækjalagernum sem innihélt mest notuð hjálpartæki frá því að vera lager með tækjum sem eftir var að gera upp yfir í að vera lager þar sem að öll hjálp- artæki eru tilbúin til afhendingar í stöðluðu formi. Þetta krafðist þess að hvert einasta tæki á lager væri yfirfarið og lagfært áður en það var sett aftur á lager. Þessi vinna var afar krefjandi og tímafrek en nú er svo kom- ið að flest tæki á lagernum eru tilbúin til af- hendingar eða aðlögunar. Við þetta, ásamt yfirvinnu við afgreiðslu umsókna, styttist biðtíminn töluvert eða úr þremur mánuð- um niður í viku. BETRA AÐGENGI AÐ VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTU Betur má ef duga skal og því var farið að huga að næstu skrefum. Lengi höfðu við- skiptavinir óskað eftir auknum opnunar- tíma og neyðarþjónustu vegna viðgerða á hjálpartækjum. Ákveðið var að mæta þeim óskum með því að úthýsa viðgerðarþjón- ustunni. Samið var við okkar helstu birgja um viðgerðarþjónustu á höfuðborgarsvæð- inu til að dekka betur þörfina þar. Til staðar var áður viðgerðarþjónusta á Ísafirði, Akur- eyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Samhliða þessu var tekin upp neyðarþjón- usta vegna rafknúinna tækja, um hana má sjá nánari upplýsingar á vef SÍ. Þetta skilaði strax auknu aðgengi að viðgerðarþjónustu. Ekki hefur annað heyrst en að þessar breytingar hafi mælst vel fyrir. UMBOÐ TIL HEILBRIGÐISSTARFSMANNA Áfram var haldið. Nú var stefnan sett á að einfalda og stytta umsóknarferlið með því að fagaðilar fengu umboð til að úthluta ein- faldari hjálpartækjum beint, án aðkomu starfsmanna SÍ, sem er sambærilegt fyrir- komulag og tíðkast hefur víða annars stað- ar á norðurlöndunum. Með þessu móti var hægt að stytta biðtíma notenda eftir ein- földum nauðsynlegum hjálpartækjum nið- ur í einn dag. Tilraunaverkefni var sett af stað með iðju- þjálfum í heimaþjónustunni 2016. Annars vegar fengu þeir hjálpartækjalager og hins vegar úthlutunarheimild. Ferlið er þannig að iðjuþjálfar heimaþjónustunnar fengu til sín lager af ákveðnum algengnum hjálpar- tækjum sem þeir gátu prófað með notanda, aðlagað og afhent í fyrstu heimilisathugun. Þegar minnka fer á lagernum senda þeir upplýsingar til SÍ um hvað vantar og í kjöl- farið er fyllt á þeirra lager. Í framhaldi af út- hlutuninni fylltu þeir út umsókn og sendu SÍ. Þar samþykkti starfsmaður SÍ umsókn- ina formlega en tók ekki afstöðu til sam- þykktar eða synjunar. Þessi leið reyndist vel og var almenn ánægja með þetta fyrir- komulag hjá þeim aðilum sem tóku þátt í verkefninu. Í byrjun árs 2017 var svo farið að huga að því hvernig við gætum innleitt þetta ferli að fullu. Niðurstaðan var að til þess að það geti orðið þurfi að aðlaga tölvukerfi stofnunar- innar; gagnagátt, eignakerfi (heldur utan um lager SÍ) og skjalakerfi (þar sem að um- sóknir eru unnar). Að auki þurfti að útbúa fræðslupakka fyrir tilvonandi umboðshafa til að tryggja það að úthlutanir væri í sam- ræmi við heimildir en það er forsenda að fagfólkið hafi góða þekkingu á reglu- gerðinni um styrki vegna hjálpartækja (nr. 1155/2013). Þetta verkefni hefur gengið hægar en vonir stóðu til, ekki síst vegna þess að þeir aðilar sem sjá um forritun tölvukerfa eru umsetnir í mörgum verkefnum hjá SÍ. Vonir standa þó til að verkefnið verði innleitt með haustinu, þá ættu tölvukerfin, ásamt fræðslu til heil- brigðisstarfsmanna að vera tilbúin. Ofangreindar breytingar munu kalla á mun öflugari fræðslu en tíðkast hefur af hendi SÍ og ekki síður aukið eftirlit SÍ. RAFRÆN ÞJÓNUSTA Síðustu árin hafa miklar breytingar átt sér stað í rafrænni þjónustu. Það eru allir hvatt- ir til að nýta sér gáttir SÍ, þær eru stöðugt í þróun þannig að reglulega bætast nýir þættir við. Réttindagátt er mínar síður fyrir einstak- linga og heldur utan um og birtir upplýs- ingar og réttindi um sjúkratryggingar. Í Réttindagáttinni geta einstaklingar m.a. fengið upplýsingar um: • Greiðslustöðu í heilbrigðisþjónustu sem fellur undir sjúkratryggingar • Lyfjakaup – þrepastaða og lyfjaskírteini • Hjálpartæki og næringarefni • Sótt um ES kort og bráðabirgðakort • Auk þess að hægt er að sjá greiðsluskjöl og viðskiptayfirlit vegna sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar. Gagnagátt er „mínar síður“ fyrir heilbrigðis- starfsmenn og rekstraraðila sem eru í við- skiptum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Í gagnagátt sem snýr að heilbrigðisstarfs- mönnum er að finna yfirlit yfir réttinda- stöðu einstaklings, s.s. hjálpartæki, hjálpar- tækjaumsókn (seinna úthlutun hjálpar- tækja fyrir umboðsaðila) og bréf. Aðgangur er eingöngu veittur í gegnum eig- in kennitölu heilbrigðisstarfsmanns. For s- enda fyrir nýskráningu/rafrænni þjónustu er þó að notandinn sé í viðskiptamannaskrá SÍ. Ef hann er ekki þar, þarf að byrja á þeirri skráningu; senda póst til SÍ og óska eftir að- gangi, í póstinum þarf að koma fram fag- heiti svo að hægt sé að staðfesta löggildingu hjá embætti landlæknis, auk þess sem upp- lýsingar um starfsstöð þurfa að berast. Eftir skráningu er leiðin greið inn í gagnagátt, notandinn skráir sig inn, fær lykilorð sent í heimabanka sinn og hefur notkun. Netfang og símanúmer skráir notandinn sjálfur inn undir stillingum en hins vegar þarf að hafa samband við SÍ ef skipt er um vinnustað (aðsetur). Áframhaldandi þróun skiptir miklu máli til að auðvelda aðgengi að þeirri þjónustu sem stofnunin veitir. Við höldum ótrauð áfram veginn og þökkum fyrir þá aðstoð sem iðjuþjálfar í heimaþjónustu Reykjavík- ur, ásamt fleirum, hafa veitt okkur við þró- un á umboðsveitingu til heilbrigðisstarfs- manna. Þeirra aðstoð hefur verið ómetanleg í ferlinu. Mynd 4: göngugrindur algeng hjálpartæki. Þegar rýnt er í þessar tölur má sjá að umsóknum um hjálpartæki munu fara hratt fjölgandi, sjá myndir nr. 2 og 3. Mynd 2 sýnir hlutfall umsækjanda miðað við íbúafjölda í mismunandi aldurshópum á árinu 2013 en mynd 3 sýnir meðalfjölda umsækjanda á árunum 2012-14 og framtíðarhorfur í mismunandi aldurshópum á árinu 2030 miðað við sömu hlutfallslegu þörf. Mynd 2: Samþykktar umsóknir sem Mynd 3: Meðalfjöldi umsækjanda hlutfall af fólksfjölda 2013 2012 – 14 og 2030 m.v. sömu hlutfallslegu þörf. Í kjölfar þessa voru sett markmið vegna algengustu tegunda hjálpartækja; göngugrinda og hjólastóla, sem miðuðu að því að ná afhendingartímanum niður (sjá mynd hér fyrir neðan): Fyrsta verkefnið sem valið var að ráðast í var að stytta biðtíma eftir hjálpartækjum. Með samstilltu átaki, meðal annars með aðstoð frá birgjum, tókst að vinna á biðtímanum eftir þeim hjálpartækjum sem þegar höfðu verið samþykkt. Í framhaldinu var farið í að breyta hjálpartækjalagernum sem innihélt mest notuð hjálpartæki frá því að vera lager með tækjum sem eftir var að gera upp yfir í að - 100 200 300 400 500 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 1 1223344556677889 Fj öl di u m sæ kj en da H lu tfa ll af íb úa fjö ld a Aldur umsækjenda Samþykktar umsóknir sem hlutfall af fólksfjölda 2013 Hlutfall af íbúafjölda Fjöldi umsækjenda - 100 200 300 400 500 600 700 0% 20% 40% 60% 80% 100% 120% 1 10192837465564738291 F jö ld i u m sæ kj en da Aldur umsækjenda Meðalfjöldi umsækjenda 2012-2014 og 2030 m.v. sömu hlutfallslegu þörf Meðalfjöldi umsækjenda 2012- 2014 Fjöldi umsækjenda að óbreyttu 2030
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.