Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 66

Iðjuþjálfinn - 01.01.2019, Side 66
66 Guðrún Árnadóttir II Grein 2019 Málþing LSH Box 1 Þjónustuyfirlit út frá hugmyndafræði MOHO - iðjuþjálfun á Kleppi Aníta Stefánsdóttir, Erna Sveinbjörnsdóttir, Harpa Ýr Erlendsdóttir, Ólafía Helga Arnardóttir og Sólveig Dögg Alfreðsdóttir Inngangur: Á Kleppi eru starfræktar fimm legudeildir og ein göngudeild sem iðjuþjálfar þjónusta. Iðjuþjálfar í geðendurhæfingu á Kleppi styðjast við þjónustuferli líkansins um iðju mannsins (MOHO). Algengustu skjólstæðingshópar sem fá þjónustu iðjuþjálfa eru einstaklingar sem glíma við þunglyndi, kvíðaraskanir, tvígreiningar, geðrofssjúkdóma og persónuleikaraskanir. Einstaklingar með geðsjúkdóma eiga oft sögu um að einangra sig og ráða illa við athafnir daglegs lífs. Hugmyndafræði MOHO leggur áherslu á að vinna með vilja, vana, umhverfi og getu til að framkvæma til að vera virkur þáttakandi í samfélaginu og hentar því vel til íhlutunar í geðendurhæfingu. Markmið: Að útbúa yfirlitstöflu út frá hugmyndafræði MOHO til að auðvelda yfirsýn yfir þjónustu sem iðjuþjálfar á Kleppi veita og til að rökstyðja fagleg vinnubrögð. Aðferðir: Til að afla upplýsinga voru haldnir fundir til að samræma og fá heildarmynd af þeirri þjónustu sem veitt er og algengustu greiningum skjólstæðingshópa. Íhlutun iðjuþjálfa á legu- og göngudeildum voru greind út frá lykilhugtökum til að fá yfirsýn yfir hvort veitt þjónusta samræmdist hugmyndafræði MOHO. Niðurstöður og ályktanir: Vegna íhlutunar sem iðjuþjálfar á Kleppi veita lá beinast við að styðjast við hugmyndafræði MOHO til að stýra þjónustunni, efla fagímynd og mynda skýra stefnu iðjuþjálfunar í geðendurhæfingu. Hugmyndafræði MOHO notar einungis sálfélagslega líkanið til að stýra þjónustuferlinu en íhlutun iðjuþjálfa í geðendurhæfingu kemur inn á tengingu við fleiri líkön. Til stuðnings var því ákveðið að bæta fleiri líkönum inn í yfirlitstöflu sem tilheyra þjónustuferli Fishers þar sem þjónustuferli MOHO takmarkast af einu líkani.

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.