Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 3

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 3
Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. Um málskostnaðarákvarðanir dómara Eitt af eilífðarumrœðuefnunum meðal lögmanna eru málskostnaðarákvarðanir dómstóla og það ekki að ástœðulausu egar dómarar dæma máls- kostnað í einkamálum eru þeir að dæma skaðabætur til þess aðila, sem vinnur málið, fjár- hæð sem gerir hann skaðlausan af því að hafa þurft að standa í mála- rekstrinum. Til þess að halda máls- aðila skaðlausum af málarekstrin- um, er ekki nóg að dæma honum fjárhæð, sem jafngildir þeim laun- um (þóknun), sem hann þarf að greiða lögmanni sínum, heldur þarf einnig að gera ráð fyrir rekstr- arkostnaði lögmannsstofunnar við málskostnaðarákvörðunina. Svo virðist sem dómarar gleyrni því oft að lögmannsstofur verða ekki reknar á loftinu einu saman. Lögmannafélag íslands .stofnað árið 1911 Álftamýri 9, 108 Reykja\ ík sími 568-5620 bréfsími 568-7057 Stjórn L.M.F.Í. Þóninn Guðmundsdóttir, hrl., formaður Sigurmar K. Albertsson, hrl., varaformaður Lárus L. Blöndal, hdl., ritari Ásgeir Magnússon, hdl., gjaldkeri Hreinn Loftsson, hrl., með- stjórnandi Starfsfólk L.M.F.Í. Marteinn Másson, fram- kvæmdastjórl Hildur Pálmadóttir, ritari Prentun: Borgarprent h.f. Umsjón auglýsinga: Öflun ehf., sími 561-4440 Málskostnaðarákvarðanir dóm- ara hafa oft komið til umræðu á málþingum dómara og lögmanna og síðast á málþingi vorið 1995. Þar gerði Gísli Baldur Garðarsson, hrl., grein fyrir rekstrarkostnaði lögmannsstofa. Á málþinginu var dreift upplýsingum til málþings- gesta um þetta efni. Fullur skiln- ingur virtist ríkja meðal dómaranna á því að það kostaði fjármuni að reka skrifstofur. Þessi skilningur virðist þó hafa glatast einhvers staðar á leiðinni af málþinginu, a.m.k. hjá sumum þeirra. Lögmenn geta þó ekki skellt allri ábyrgðinni á lágum fjárhæðum dæmds málskostnaðar og máls- varnarlauna á dómarana. Dómar- arnir hafa einnig kvartað undan því að margir lögmenn geri litla sem enga grein fyrir málskostnað- arkröfum í málflutningi. Margir lögmenn líta á málskostnaðarkröf- una sem „sína“ kröfu, en ekki skaðabótakröfu skjólstæðingsins. Þeim finnst því allt að óviðkunnan- legt að eyða miklu púðri í hana. Málskostnaðarkrafan er skaða- bótakrafa umbjóðandans á hendur gagnaðilanum og sem slík hefur hún ekki rninna vægi en aðrar efn- iskröfur, sem málið er rekið um og því ber að fjalla vel og ítarlega um hana í málflutningi. Lögmenn ættu alltaf að leggja fram málskostnaðarreikning. Ef reikningurinn er byggöur á hags- munatengdri gjaldskrá viðkomandi lögmannsstofu á að leggja afrit hennar fram í málinu. Síðan þarf að gera grein fyrir kröfunni í mál- flutningnum. Einn lögmaður, sem alltaf viðhefur þessi vinnubrögð, tjáði mér að hans reynsla væri sú, að dómarar tækju yfirleitt tillit til framlagðrar gjaldskrár lögmanns- stofu hans við málskostnaðar- ákvarðanir. Ef málskostnaðarreikn- ingurinn er byggður á tímavinnu, eins og t.d. alltaf á við í opinberum málum, verður að leggja fram afrit vinnuskýrslna. Þær þarf líka að rökstyðja. Sumir lögmenn telja sig sjá merki þess að dómarar taki ekkert rnark á tímaskýrslum. Dóm- arar segja aftur á móti að stundum fleygi lögmenn í þá tímaskýrslum, án þess að fjalla síðan sérstaklega um þær eða gera grein fyrir þeim. Ef t.d. óvanalega mikill tími hefur farið í lestur dómafordæma er gott að koma inn á það í málflutningn- urn, að dómafordæmi hafi verulega þýðingu um úrslit málsins. Ef mikl- um tíma hefur verið varið til lestrar fræðirita, þá þarf að gera grein fyr- ir þeim tíma á sama hátt. Oft er málið það umfangsmikið að tíma- fjöldinn skýrir sig sjálfur. Það tekur einfaldlega mikinn tíma að lesa sig í gegnum málið. Ef mikill útlagður kostnaður er í málinu er rétt að láta fylgja með ljósrit af þeim reikning- um, sem greiddir hafa verið, með málskostnaðarreikningnum. Þetta á t.d. sérstaklega við í Hæstarétti, þar sem kostnaður við ágripsgerð get- ur verið gríðarlegur. Þá þarf að gera grein fyrir ferðakostnaði, ef t.d. lögmaður frá Akureyri er í mál- flutningi suður í Reykjavík. Með því að huga betur að þess- um þætti málflutningsins geta lög- menn vonandi stuðlað að sann- gjarnari málskostnaðarákvörðun- um dómstóla. Lögmannablaðið 3

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.