Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 10

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 10
Jónatan Sveinsson, hrl. Hvert stefnir í réttarfarslöggjöf um meðferð opinberra mála? Með lögum nr. 19/1991 var lögfest ný réttarfarslöggjöf um meðferð opinberra mála. Lögin tóku gildi 1. júlí 1992 og er því komin nokkur reynsla af þessari nýju löggjöf í framkvæmd. Þegar frá eru taldar breytingar á meðferð mála fyrir héraðsdómi, þá voru hér ekki um að ræða stór- vægilegar breytingar frá eldri lög- gjöf. Með nokkurri einföldun má segja, að málsmeðferðarreglur op- inberra mála hafi verið aðlagaðar að nokkru marki þeim reglum, sem gilt hafa um meöferð einka- mála, sbr. nú lög nr. 91/1991. Að mínu mati og trúlega fleiri vantar enn nokkuð á að þar hafi nægilega verið að gert. Eftir að hin nýja skipan dómstóla komst á eru engin frambærileg rök lengur fyrir því, að réttarfarslöggjöf um meðferð einkamála og opin- berra mála séu í tveimur aðskildum lagabálkum. Meðan dómsmálayfir- völd kjósa þá skipan, þá ber að kappkosta að aðlaga sem fyrst reglur hins opinbera réttarfars sem mest að reglum einkamálaréttar- farsins. Þar hefur bæði verið of hægt farið og of skammt gengið til samræmingar. Ekki er ætlunin að fjalla hér sér- staklega um þá mörgu annmarka, sem ég tel enn vera á núgildandi réttarfarslöggjöf um meðferð opin- berra mála. Sem dæmi þar um mætti þó nefna óeðlilega stóran hlut dómara í meðferð opinberra mála fyrir dómi, einkum við aðal- meðferð slíkra mála samkvæmt 129. gr. oml. Þar er enn gert ráð fyrir að dómari frumspyrji ákærða og öll vitni (59. gr. oml.) með áþekkum hætti og í “gamla” kerf- inu. Gildir hér einu hvort ákærandi eða verjandi leiða vitni. Veldur Jónatan Sveinsson, hrl þetta oft miklum vandræðagangi bæði hjá sækjanda og verjanda. Hér hafa nýju lögin dregið með sér afleitan arf frá “gamla” kerfinu, þar sem dómarinn gætti í raun hagsmuna ákæruvaldsins í allt of ríkum mæli, bæði í þeim tilvikum þegar ákæruvaldinu var óskylt að fylgja eftir málum sínum fyrir dórni, svo sem raunin var á í flest- um málum, en einnig í þeim mál- um sem ákæruvaldinu var lögskylt að fylgja eftir og flytja fyrir dórni (stærstu málunum). Sú grundvallarbreyting er nú orðin á, að ákæruvaldinu er skylt að fylgja öllum sínum málum eftir Gildandi reglur eru til pess fallnar að grafa undan tiltrú manna á óhlutdrœgni dómarans. fyrir dómstólum. Dómur skal reist- ur á sönnunargögnum, sem færð eru fram af ákæranda og verjanda við meðferð málsins fyrir dómi, þ.m.t. sönnunargögnum í formi munnlegra framburða vitna og hins ákærða. Hér er staða ákæru- valdsins orðin áþekk stöðu stefn- anda í venjulegum einkamálum. Eðlilegast er því að sá málsaðili, sem leiðir vitni, frumspyrji það og síðan gagnaðili, svo sem reglur einkamálaréttarfarsins gera ráð fyr- ir. Sama ætti í raun að gilda um yfirheyrslur á ákærða. Hlutverk dómara ætti ekki að vera annað en að ganga úr skugga um, hvort ákærði gangist við sökum sam- kvæmt ákæru eða ekki. Núgildandi reglur troða í raun upp á dómara verkum, sem að réttu lagi ættu að vera í höndum sækjanda og verjanda sem liður í sjálfri sönnunarfærslu málsins, svo sem raunin er á í einkamálum. Gildandi reglur eru til þess fallnar að grafa undan tiltrú manna á óhlutdrægni dómarans. Hér er hann að óþörfu látinn ganga inn í hlutverk ákæruvaldsins með óheppilegum og gamalkunnum hætti. Allt slíkt er til þess fallið að vekja tortryggni sakbornings og verjanda um óhlutdrægni dómar- ans. Slíkar reglur eru með öllu óþarfar í núgildandi kerfi og ber að afnema þær sem fyrst. Sama gildir í raun um þær skyld- ur, sem virðast vera lagðar á dóm- arann í þá veru, að sjá svo Lim að slík mál séu nægilega upplýst áður en þau eru tekin til dóms (til þessa bendir dómur Hæstaréttar íslands frá 20. október 1994, í málinu 318/1994). Slík skylda vekur til- hneigingu hjá dómara til óeðlilegra og sttindum óæskilegra afskipta af 10 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.