Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 12
kennast, að mörgum þótti, þ. á nt. þeim, sem fóru með mál af ákæru- valdsins hálfu og trúlega mörgum Með framanlýstum dómi Hœstaréttar tel ég komið fordœmi... öðrum, að sakaðir menn og/eða trúnaðarmenn þeirra færu ótæþi- lega með þessi réttindi. Þannig hefur verið talið að mörgum dóm- um í opinberum málum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar af litlu sem engu tilefni. í greinargerð með frumvarpinu er gerð grein fyrir þessum sjónarmiðum og nauðsyn þess að fækka slíkum málum. Birt- ar eru í greinargerðinni tölfræðileg- ar upplýsingar þessum sjónarmið- um til áréttingar. Ég fæ ekki betur séð, en þessi síðast greindu sjónarmið hafi ráðið meiru um efni núgildandi áfrýjun- arreglna en hyggilegt geti talist. Fórnarkostnaður þeirra lagfæringa, kjósi menn að nefna ráðstafanirnar þvi nafni, er sá, að sakaðir menn sitja uppi með takmarkaðri rétt til áfrýjunar héraðsdóma tii Hæstarétt- ar en þeir áður höfðu. Á þetta eink- um við í svokölluðum stærri mál- um. Skuiu nú færð fyrir þessum sjónarmiðum mínum frekari rök. Núgildandi áfrýjunarheimildir á dómum i opinberum málum er að finna í 147. gr. oml. Þar er efnislega kveðið á um að báðir aðilar (ákæruvaldið og hinn sakaði mað- ur) hafi heimild til að áfrýja héraðs- dómi í opinberum málum í því skyni að fá: a) endurskoðun á við- urlagaákvörðun, b) endurskoðun á niðurstöðum, sem byggðar eru á skýringu eða beitingu réttarreglna (refsiheimilda), c) endurskoðun á niðurstöðum, sem eru byggðar á mati á sönnunargildi annarra gagna en munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi, d) ómerkingu á héraðsdómi og heimvísun máls, e) og Ioks frávísun máls frá héraðs- dómi. Nærtækast er að lögskýra þessi ákvæði á þann veg, að hér séu áfrýjunartilvik tæmandi talin, nema lögin opni aðrar áfrýjunarleiðir með sérstökum hætti. Samkvæmt þessu verður máli ekki áfrýjað í því skyni að fá hnekkt niðurstöðu hér- aðsdóms, sem framar öðru er byggð á framkomnum sönnunar- gögnum í formi munnlegra fram- burða vitna og ákærða fyrir dómi. Þó er opnað fyrir slika endurskoð- unarmöguleika á 4. mgr. 159. gr. oml., en þó aðeins með sérstökum atbeina Hæstaréttar. Áfrýja verður þó málinu í öðrum lögmæltum til- gangi. Alkunna er að vitnaframburðir og framburðir ákærðra manna eru oft veigamestu sönnunargögnin í opinberum málum, þar sem ekki nýtur við viðurkenningar sakborn- ings á ákæruefnum. Niðurstaða slíkra mála ræðst því æði oft af mati héraðsdómarans á sönnunar- gildi slíkra sönnunargagna. Með lögum nr. 37/1994 er reynt að styrkja traustleika þessa vanda- sama rnats (og trúlega einnig til að réttlæta skerðingu áfrýjunarréttar- ins) með því að heimila hinum reglulega dómara að kveðja með sér tvo aðra héraðsdómara til dóm- arastarfa, þegar þannig stendur á að ákærði neitar alfarið sök og fyr- irsjáanlegt er að niðurstaða málsins komi til með að ráðast af sönnun- argildi munnlegra framburða fyrir dómi (1. mgr. 5. gr. oml.). Þetta síðast greinda ákvæði breytir engu um það meginatriði þessa máls, að sakaðir menn búa nú við skertan áfrýjunarrétt, a.m.k. í þeim málum, þar sem niðurstaða mála hefur framar öðru byggst á sönnunargildi munnlegra fram- burða fyrir dómi. Þessi skerðing felur að mínu áliti í sér ástand, sem fer í bága við þær skuldbindingar, sem við gengumst undir með lög- festingu viöaukans nr. 7, frá 22. nóvember 1984, við Evrópusamn- inginn um verndun mannréttinda og mannfrelsis, frá árinu 1950. Eftir gildistöku laga nr. 37/1994 taldi ég í fyrstu nokkra von til þess að Hæstiréttur mundi í framkvæmd sjá svo um, með beitingu heimilda í 19- gr. laganna (nú 4. mgr. 159. gr. oml.), að þessi skerðing á áfrýj- unarréttinum yrði ekki merkjanleg í framkvæmd. í þeirri trú lét undir- ritaður síðast liðið vor reyna á þetta ákvæði við áfrýjun og með- ferð hæstaréttarmálsins nr. 124/1995, en dómur gekk í málinu þann 8. júní sl. í greinargerð minni til réttarins var þess óskað, að tilgreind Iykil- vitni í málinu og ákærði sjálfur yrðu leidd til skýrslugjafar fyrir Hæstarétti, í því skyni að réttinum gæfist færi á að endurmeta niður- stöðu héraðsdómarans um sönn- unargildi munnlegra framburða til- greindra vitna og ákærða fyrir hér- aðsdómi. Er ekki að orðlengja það, að rétturinn hafnaði þessari ósk minni. Þrátt fyrir höfnunina taldi rétturinn sér heimilt að endurmeta sakarmat héraðsdómarans varð- andi ákærulið, sem sýknað var af í héraði. Niðurstaða héraðsdómsins varðandi þann ákærulið var á þann veg, að sakargögn, þ.m.t. þau sönnunargögn sem þyngst vógu, þ.e. hinir munnlegu framburðir, væru ekki nægilegir til sakfellis. Þetta mat héraðsdómarans taldi meirihluti Hæstaréttar sér heimilt að taka upp, þrátt fyrir synjunina, og sakfella ákærða einnig fyrir þennan ákærulið og þyngja um leið refsinguna frá því sem ákveð- ið var i hinum áfrýjaða dómi. Með framanlýstum dómi Hæsta- réttar tel ég komið fordæmi, sem staðfestir í raun þá skerðingu á réttindum sakaðra manna til að áfrýja dómum í opinberum málum í þeim tilvikum, sem ég hef gert hér að umtalsefni. Ég tel að slíkir menn búi nú um stundir við skert mannréttindi í þessum efnum í skilningi viðaukans nr. 7 við Evr- ópusamninginn um verndun mannréttinda og mannhelgi. Fengur væri í því að Iögmenn og aðrir þeir, sem málefnið kann að varða, láti í sér heyra á þessum nýja vettvangi skoðanaskipta og upplýsinga milli lögmanna, eða með öðrum hætti. 12 Lögmcin nablaöiö

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.