Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 13

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 13
Þórir Oddsson, vararannsóknarlögreglustjóri ríkisins: Kynferðisafbrot Nokkur orð um rannsókn þeirra og meðferð Að beiðni ritstjórnar Lög- mannablaðsins mun ég freista þess að gera nokkra grein fyrir rannsókn kynferðisaf- brota, en eðli máls samkvæmt er margt Iíkt með rannsókn slíkra mála og annarra sakamála, þótt kynferðisafbrot séu um margt sér- stæð. Er þar fyrst til að nefna að reglur laga um meðferð opinberra mála eiga við um þau mál öll, sem handhafar ríkisvaldsins höfða til refsingar lögum samkvæmt, nema þau sæti meðferð sérdómstóla sem lög þessi taka ekki til. Með þessu ákvæði, sem er að finna í 1. gr. laga nr. 19, 1991, er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um þær starfsreglur, sem réttarvörslunni er ætlað að fara eft- ir í störfum sínum. Reglur þessar eru almennt ekki undanþægar, þótt þær séu heldur ekki með öllu afdráttarlausar um öll atriði. Þannig má nefna að víða í lögum er talað um að eitthvað skuli „að jafnaði" gert eða að „leitast skuli við“ eða að einhvers skuli „gæta eftir föng- um“, o.s.frv. Það sem þó oftast reynist haldbest, þegar lög eru óskýr eða óljós um eitthvert atriði, er heilbrigð skynsemi. Þessu til viðbótar er tíðkanlegt við ýmis embætti að settar eru verklagsreglur af ýmsu tagi og eru þær byggðar á því sem hagfelldast er talið hverju sinni miðað við að- stæður, en þær breytast í sífellu svo sem kunnugt er. Verklagsreglur hafa einnig þann ótvíræða kost að meðferð mála verður markvissari og stuðla þær þannig að samræmi, sem skiptir miklu máli við úrlausn mála á síðari stigum. Tekið er mið af úrlausnum dóm- stóla þegar settar eru reglur um meðferð mála, en fyrir dómi reynir á hvernig til hafi tekist við rann- sókn. I þessu sambandi má nefna DNA-rannsóknir og annað í þeim dúr, sem koma að góðu haldi á ýmsum sviðum réttarins svo og í atvinnulífi almennt. Af þessu má sjá, að nauðsynlegt er fyrir réttar- vörsluna að huga að fleiru en laga- bókstafnum einum. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur eftir föngurn gert sér far um að tileinka sér slík nýrnæli við fram- kvæmd þeirra verkefna, sem til hennar eru lögð, en allt er þetta þó að nokkru háð fjárveitingum á hverjum tíma. A námsstefnu, sem haldin var 5. apríl 1995 í Borgartúni 6 i Reykja- vík, um Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og meðferð nauðgunar- mála í dómskerfinu, greindi ég frá nokkrum atriðum um störf lög- reglu og þeim reglum, sem lög- reglu ber að fara eftir og mun ég hér gefa yfirlit um helstu reglur sem RLR styðst við þegar til rann- sóknar er kæra um nauðgun svo það dæmi sé tekið. Af augljósum ástæðum mun ég ekki sérstaklega gera að umtalsefni þau tilvik, þegar þolandi kynferðis- legs ofbeldis leitar án atbeina lög- reglu eða sérstakra stuðningshópa til neyðarmóttöku og kýs að taka ákvörðun síðar um það hvort kæru verði lýst, en verði kæru lýst síöar, mun það ferli, sem þá tekur við, að öllu verulegu leyti falla að því sem ég ætla mér að víkja að hér á eftir. Reglum, sem um þessi mál gilda, má skipta í tvennt, þ.e. annars veg- ar reglur RLR um meöferð nauðg- unarmála og er þar um að ræða stefnumörkun yfirstjórnar og hins vegar verklagsreglur RLR um kyn- ferðisafbrot - nauðgun. Fyrrnefndu reglurnar fjalla á hlutlægan hátt um atriði svo sem móttöku á kæru og viðmót gagn- vart brotaþola, leiðbeiningum um málsmeðferð, ráðgjöf og stuðning, fyrstu aðgerðir lögreglu, sem mið- ast við það að kanna hvað hafi gerst, vilja brotaþola í því sam- bandi svo og varðveislu sýnilegra sönnunargagna, með því að hlutast til um læknisrannsókn o.fl. af því tagi. Síðarnefndu reglurnar fjalla um rannsóknatök slíkra mála í því skyni að festa í sessi viðurkenndar og skynsamlegar reglttr, sem lík- legar teljast til árangurs. Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið er ljóst að rannsókn lögreglu lýtur að eftirfarandi þátt- um: 1. Staöur og stund verknaðar Svo sem mælt er fyrir um í rétt- arfarslögum skal rannsaka og afla allra tiltækra gagna um verknað þann, sem um er að ræöa, svo sem stað og stund og öll nánari atvik, sem ætla má að skipt geti máli, leita þess sem grunaður er um brot, finna sjónarvotta og aðra, sem ætla má að borið geti vitni, svo og að hafa upp á sýnilegum sönnunargögnum og munum, sem hald skal leggja á skv. X. kafla. Þá skal rannsaka vettvang ef við á og yfirleitt öll ummerki, sem kunna að vera eftir brot. Sjónarmið þessi eru áréttuð með ýmsum hætti í lögunum og nægir að benda á 116. gr. oml., en þar er Lögman nablaðið 13

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.