Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 18
Jón Sigfús Sigurjónsson, hdl. Riftun ráðstafana þrotamanns, ákvörðun frestdags o.fl. hœstaréttardómur frá 26. októher 1995 Hinn 26. október s.l. var kveðinn upp í Hæsta- rétti dómur í málinu nr. 233/1994, þar sem reyndi á nokkur álitaefni vegna riftunar ráðstafana þrotamanns, þ. á m. um ákvörðun frestdags, máls- höfðunarfrest og gildi veðsetn- ingar eignar, sem fengin var með riftanlegum gerningi. Málavextir voru í stuttu máli þeir, að M og K gerðu með sér kaup- mála í febrúar 1990, þar sem fast- eign M og allt innbú var gert að séreign K. Var innbúið metið í kaupmálanum á kr. 2.000.000. Gjaldþrot - Veðsetning fasteignar Hinn 12. júlí 1990 fór í fram á gjaldþrotaskipti á búi M á grund- velli árangurslausrar löghaldsgerð- ar, sem fram fór sama dag. í ágúst 1990 veðsetti K greinda fasteign til tryggingar handhafaskuldabréfi að fjárhæð kr. 8.000.000, en bréfið bar enga vexti og var óverðtryggt. Um sama leyti fluttu M og K til Banda- ríkjanna. Urskurður urn töku bús M til gjaldþrotaskipta var kveðinn upp hinn 12. nóvember 1990, en M áfrýjaði þeim úrskurði til Hæsta- réttar. Engar eignir fundust í búinu en á fyrsta skiptafundi var tekin ákvörðun um að hefja riftunarmál í því skyni að hnekkja kaupmála þrotamanns og K og greindri veð- setningu fasteignarinnar. Fasteign seld I júlí 1991 gerði K kaupsamning um téða fasteign með fyrirvara um samþykki þrotabús M, en í samn- ingnum var gert ráð fyrir að allar greiðslur kaupanda skyldu færðar sem innborganir á umdeilt veð- skuldabréf og skyldi skuldabréfið liggja frammi við útgáfu afsals, árit- að um fullnaðargreiðslu og aflient kaupanda til aflýsingar. Þrotabúið gaf ekki samþykki sitt fyrir kaup- unum. Gjaldþrotaúrskurður ógiltur Riftunarmálið gegn K var þing- fest hinn 5. september 1991 en var vísað frá dómi að kröfu K, þar sem svo var litið á að málshöfðunar- frestur skv. 68. gr. 1. nr. 6/1978 hafi verið liðinn er málið var höfðað. í febrúar 1992 felldi Hæstiréttur þann úrskurð úr gildi og vísaði málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar. Hinn 16. mars 1992 felldi Hæstiréttur hins vegar úr giidi úrskurðinn um töku bús M til gjaldþrotaskipta, með þeim rökum, að gjaldþrotaskiptabeiðni í hefði ekki verið löglega birt M. í fram- haldi af þeim málalokum var rift- unarmálið á hendur K hafið með úrskurði undirréttar, uppkveðnum 27. mars 1992. Skiptabeiðandi ítrekaði beiðni sína um gjaldþrotaskipti á búi M, en með úrskurði skiptaréttar, upp- kveðnum hinn 15. júní 1992, var þeirri beiðni synjað. Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi með dómi, uppkveðnum 23. september 1992. Hinn 18. desember 1992 var gjaldþrotaskiptabeiðni í, frá 12. júlí 1990, að nýju tekin fyrir og kvað héraðsdómur þann dag upp úr- skurð um töku M til gjaldþrota- skipta. Þann úrskurð kærði M til Hæstaréttar, sem vísaði kærunni frá, þar sem útivist hafði verið af hálfu M við fyrirtöku skiptabeiðn- innar í héraði og hefði M því átt að leita eftir endurupptöku máisins fyrir héraðsdómi. Riftun kauþmdla - Frestdagur Hinn 30. mars 1993 var síðan ákveðið á skiptafundi að hefja rift- unarmál á hendur K undir sömu formerkjum og fyrra riftunarmálið hafði verið rekið og var það mál þingfest í héraðsdómi hinn 16. júní 1993. K krafðist frávísunar málsins, m.a. með þeim rökum, að máls- höfðunarfrestur gjaldþrotalaga væri löngu liðinn og niðurfelling hins fyrra riftunarmáls kæmi í veg fyrir að þrotabúið gæti höfðað mál- ið að nýju, en þeirri frávísunar- kröfu var hafnað. Efnisdómur i héraði var kveðinn upp hinn 14. apríl 1994 og var á því byggt að frestdagur við skiptin væri 12. júlí 1990. Var fallist á að kaupmálinn væri gjafagerningur, sem riftanleg- ur væri skv. hlutlægri riftunarreglu 1. mgr. 51. gr. gþskl. nr. 6/1978, þar sem sú ráðstöfun var gerð um 4 mánuðum fyrir frestdag og var K dæmd til að afhenda þrotabúi M eignarráð hinnar umdeildu fast- eignar. Óvíst var talið að allt innbú- ið væri undanþegið fjárnámi skv. 1. mgr. 43. gr. aðfararlaga og var K látin bera hallann af því að svo var komið, að ekki var hægt að greina á milli muna, sem undanþágurétt- urinn tæki til og þeirra, sem falla ættu til þrotabúsins. Var á því byggt að auðgun K næmi helmingi verðmætis innbúsins og var henni 18 Lögmannablaöið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.