Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 11
Höfundur greinarinnar á málþingi L.M.F.Í. og Dómarafélags íslands síöast liðið vor. málatilbúnaði ákæruvaldsins. Hér er verið að flækja dómara inn í ein- hvers konar eftirlit með málatil- búnaði ákæruvaldsins með vafa- sömum hætti. Hér sýnist eðlilegast að byggja á þeirri meginreglu, að málið standi og falli með þeim málatilbúnaði af beggja hálfu, sem fram er færður fyrir dóminn. Ætlun mín var að gera hér aðal- lega að umtalsefni lög nr. 37/1994, um breytingar á lögum nr. 19/1991, en lög þessi hafa að geyma nýskipan reglna um áfrýjun dóma héraðsdóms í oþinberum málum og ennfremur málsmeð- ferðarreglur í slíkum málum fyrir Hæstarétti. Lögin nr. 19/1991 höfðu ekki að geyma breytingar á rétti sakaðra manna til að áfrýja héraðsdómum í opinberum málum frá því sem áður var. í greinargerð með lögun- um var boðað að slíkar breytingar væru fyrirhugaðar. Þær breytingar komu síöan fram með lögum nr. 37/1994, svo sem áður greinir. Hin- ar iögfestu breytingar hafa nú ver- ið felldar inn í meginmál laganna nr. 19/1991. Þessar breytingar eru róttækari en menn almennt gera sér grein fyrir við fyrstu skoðun. Vemleg bót er að þeirri breytingu að nú eru samræmdar í nokkrum mæli réttar- farsreglur um áfrýjun héraðsdóma í ... sakaðir menn búa nú við skertan áfrýjunarrétt... einkamálum og opinberum mál- um. Má þar nefna reglurnar sem skylda þann, sem áfrýjunar óskar, til að greina með skýrum og skil- merkilegum hætti hver sé tilgangur áfrýjunarinnar. Sama gildir varð- andi reglurnar um greinargerðir aðila til Hæstaréttar og tímatak- markanir í þeim efnum. Allt gerir þetta gang áfrýjunarmála skilvirk- ari. Ýmsar reglur skilja þó einka- málin og opinberu málin að, svo sem lögbundinn atbeini ríkissak- sóknara við áfrýjun opinberra mála, án tillits til þess hvor málsað- ila æskir áfrýjunar, og mismunandi frestur aðila til ákvörðunar um áfrýjun. Þessar reglur tel ég rétt að endurskoða. Ekki hefur tekist eins vel til með aðrar breytingar á áfrýjunarreglun- um. Það alvarlegasta í þeim efnum er að lögin nr. 37/1994 þrengja með óhæfilegum hætti, að mínu áliti, rétt sakaðra manna til að áfrýja dómum til Hæstaréttar frá því sem áður var. í þessum efnum verða rnenn að hafa hugfast, að hér er um að ræða mikilvæg mannréttindi þegnanna. Skoðum þetta dálítið nánar. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að nefndarmenn hafa við frumvarpsgerðina haft hliðsjón af viðauka nr. 7 frá 22. nóvember 1984 við Evrópusamning um verndun mannréttinda og mann- frelsis frá 1950. Viðauki þessi var fullgiltur hér á landi þann 22. maí 1987 og hefur því lagagildi. í 2. gr. viðaukans segir orðrétt: 1. Sérhver sá sem dómstóll finnur sekan um afbrot skal hafa rétt til að láta œðri dóm fjalla á ný um sakfellinguna eða refsing- una. Um beitingu þessa réttar skal gilda löggjöf þar á meðal um tilefni pess að beita megi. 2. Réttur þessi getur verið háður undantekningum þegar um er að rœða minni háttar brot eft- irþví sem fyrir er mcelt í lögum eða þegar fjallað er um mál viðkomandi manns á frum- stigi af œðsta dómi, eða hann var sakfelldur eftir áfrýjun á sýknudómi. Áfrýjunarreglur laga nr. 19/1991, sem voni í raun óbreyttar frá eldri lögum, veittu sökuðum mönnum fullnægjandi réttindi í þessum efn- um. Um það tel ég ekki vera ágreining. Hitt verður að viður- Lögmannablaðið 11

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.