Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 6
Astráður Haraldsson, hrl. Um skylduaðild að Lögmannafélagi íslands Isíðasta tölublaði Lögmanna- blaðsins birtist grein eftir Guð- mund Ingva Sigurðsson, hæsta- réttarlögmann, þar sem hann setti fram sínar skoðanir á því hvort skylduaðild að Lögmannafélaginu væri æskileg eða ekki. Niðurstaða Guðmundar var sú að skylduaðild væri ekki aðeins æskileg, heldur beinlínis sjálfsögð. Undirritaður getur ekki fallist á þessa niður- stöðu. En hver eru meginrökin fyrir því að skylda lögmenn til að eiga með sér félag, eins og það er orðað í málflytjendalögunum? Segja má að einu rökin, sem ein- hverju máli skipta og sem hníga að því að rétt sé að leggja á lögmenn skyldu til að liafa með sér félag, séu þau að með því móti er unnt að fela slíku félagi að annast um stjórnsýsluhlutverk, sem nauðsyn- legt er talið að séu rækt og snúa að eftirliti með starfsemi lögmanna. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að starfsemi lögmanna eigi að sæta eftirliti. Hlutlægu, vel skipulögðu og nútímalegu eftirliti. Þeim mark- miðum verður aldrei náð með því að fela okkur sjálfum að annast um það eftirlit. Það er ekki í samræmi við nútíma stjórnsýsluhætti að fela lögmönnum eða einhverjum hópi þeirra að hafa eftirlit með sjálfum sér eða öðrum lögmönnum. í raun er hér um að ræða arf eða leifar frá úreltum 18. og 19. aldar kansellí vinnubrögðum, sem við verðum að kasta fyrir róða. Það hlýtur að verða að vera hlutverk opinberrar stofnunar að annast um slíkt eftirlit. Slík stofnun gæti um leið annast eftirlit með þeim öðrum, sem njóta stöðu opinberra sýslunarmanna og við lögmenn getum þá í samein- ingu, þeir okkar sem kjósa að halda uppi Lögmannafélagi, tryggt Ástráður Haratdsson, hrL aðhald og gagnrýna skoðun á því hvernig stjórnvaldinu tekst til við að annast eftirlitshlutverkið. Spurningin um skylduaðild er gjarnan tengd annarri spurningu, þ.e. því hvort rétt sé að tryggja lög- mönnum einkarétt til að taka að sér rekstur mála fyrir dómstólum. Ég get ekki fallist á að svar við annarri spurningunni leiði sjálf- krafa til að hinni hafi urn leið ver- ið svarað. Þannig má segja að einkaréttur lögmanna sé hagsmunamál, sem snúi ekki fyrst og fremst að lög- mönnum sjálfum, heldur ntiklu frenuir að sjónarmiðum um neyt- endavernd. Með því að tryggja að einungis þeir, sem hafa fullnægt til- teknum hæfisskilyrðum, megi rækja þennan starfa, er leitast við að tryggja að almenningur geti treyst því að þjónustan fullnægi Það er ekki í samrœmi við nútíma stjórnsýsluhcetti að fela lögmönnum eða einhverjum hópi þeirra að hafa eftirlit með sjálfum sér ... lágmarks gæðakröfum. En það er ekki hlutverk lögmanna að hafa áhyggjur af þessu. Við getum látið neytendasamtökum eða fulltrúum dómsvaldsins eftir að hafa áhyggj- ur af þessu. Minn virðulegi starfsbróðir, Guð- mundur Ingvi Sigurðsson, heldur því fram í grein sinni að með skylduaðildinni sé tryggt að Lög- mannafélagið sé öflugri félags- skapur en ella væri. Þessu er ég fullkomlega ósammála. Ég tel að hlutverk félagsins sem snúa að hagsmunagæslu, fræðslu, skemmt- un og félagslegri samstöðu annars vegar og svo stjórnsýsluhlutverk félagsins hins vegar, séu í raun ósamrýmanleg. I raun er Lög- mannafélag íslands geðklofa félag. Félag, sem ekki getur varið sig fyr- ir því að hafa innan sinna raða alla þá, sem einhver annar aðili ákveð- ur að þar eigi að vera. Félag, sem jafnvel verður að una því að hafa innan sinna raða menn, sem alls ekki vilja vera þar. Við slík skilyrði er nánast vonlaust að félagið geti af einhverju viti rækt þau hlutverk, sem í raun eiga að vera meginhlut- verk þess, þ.e. hagsmunagæsla, efling félagslegrar samstöðu, varð- staða um sjálfstæði og hugsjónir lögmennskunnar. Minn virðulegi starfsbróðir held- ur því fram að það, að hluti lög- manna standi utan félagsins, leiði til þess að hinir, sem eru innan fé- lagsins, muni einir bera kostnað af sjálfsagðri félagsstarfsemi, sem komi öllum til góða. Að mínu viti er það, að tryggja að einungis þeir, sem starfa innan félagsins og greiða til þess félagsgjöld, fái notið þjónustu þess, afar einfalt og sjálf- sagt að búa svo um hnútana. Með starfrækslu opinbers eftirlits með starfsemi sýslunarmanna væri stjórnsýslu, þeirri sem nú er í höndum Lögmannafélagsins, kom- ið fyrir með þeim hætti, sem sam- ræmist nútíma kröfum til eðlilegrar stjórnsýslu. Með því að afnema um leið skylduaðild að Lögmannafé- lagi íslands fengist öflugra lög- mannafélag, sem sjáift gæti ákveð- ið við hvaða verkefni það vill fást. 6 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.