Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 15.01.1996, Blaðsíða 7
Magnús Ólason, lœknir: Um mat á varanlegum miska og örorku 1. Söguleg atriði 1.1. Austurríki og Þýskaland yrstu þekktu „örorkutöflurn- ar“ eru frá því í lok 19- aldar frá Þýskalandi og Austurríki og voru tengdar slysatryggingum vegna vinnuslysa hjá fyrirtækjum í einkarekstri. Markmið taflanna var í raun ekki að meta miska í merk- ingunni færniskerðing, heldur að fá einhvern mælikvarða á upphæð bóta við mismunandi líkamstjón. Fyrsta opinbera taflan um miska eða örorkustig er frá árinu 1890, „Das Wienerschema". Vinnuslysa- tryggingafélag í Austurríki hafði skömmu áður sett á fót nefnd til að leggja mat á algengustu slysaafleið- ingar hjá ófaglærðum iðnverka- mönnum. Þegar opinberar slysatryggingar voru síðar innleiddar í Þýskalandi höfðu þær venjur sem skapast höfðu í einkageiranum sterk áhrif á hvernig þær voru mótaðar. Trygg- ingarnar voru í báðum tilfellum tengdar atvinnutekjum. Sérstakir „tjónamatsmenn" með lögfræði- þekkingu og reynslu úr atvinnulíf- inu fengust við að ákvarða bóta- upphæðir. Voru til grundvallar lögð vottorð lækna um eðli tjóns- ins og umfang, horfur þess slasaða og tengsl einkenna við slysið. Af þessu leiddi, að hið læknisfræði- lega mat fékk fljótt afar mikla þýð- ingu fyrir endanlegt mat á bótafjár- hæðum, eins og það hefur haft all- ar götur síðan. Þessi þróun hefur vafalaust leitt til þess, að farið var að tala um læknisfræðilega örorku (medicinsk invaliciitet), m.a. í ná- grannalöndum okkar, jafnvel þótt Magmís Ólason. fyrst og fremst væri litið til þess á hvern hátt líkamstjón hefði áhrif á vinnugetu þess slasaða. 1.2. Svtþjóð í Svíþjóð voru fyrst sett lög um fjárhagslega ábyrgð atvinnurek- anda í vinnuslysum árið 1901. í lögunum voru gefin upp miskastig, sem skyldu notuð við hin mismun- andi slysaatvik, t.d. 50% við hand- armissi, 25% fyrír missi á þumli, 20% fyrir blindu á öðru auganu, 10% fyrir heyrnarmissi á öðru eyra o.s.frv. Auk þess að taka tillit til skerðingar á vinnugetu skyldi taka tillit til sérstakrar fagþekkingar, ef hennar var þörf við vinnu hins slasaða. Lög um vinnuslys (Yrkesskade- försákringslagen, YFL) voru sett í Svíþjóð árið 1954. Var þar lögð áhersla á að meta hina raunveru- legu óvinnufærni, en minna lagt upp úr töflumati. Vissum trygg- ingaskilmálum fylgdu þó töflur yfir miskastig fyrir sérstök tilvik líkams- tjóna. Smám saman varð um að ræða meira og minna hreinræktuð læknisfræðileg örorkumöt og varð tilhneiging til að forðast þau tengsl við vinnuaðstæður, sem höfðu ein- kennt YFL. Stöðug endurskoðun hefur farið fram í Svíþjóð á lögum, sem varða bætur fyrir líkamstjón. Árið 1977 voru sett lög um atvinnusjúkdóma og atvinnuslys og beindist þá at- hygli manna einkum að tveimur þáttum við að bæta tjón, annars vegar að bæta áætlað tekjutap og hins vegar „lýti og mein“. Þessi að- ferð hafði upphaflega verið sett fram af samnorrænum vinnuhópi, sem tryggingamálaráðuneyti Norð- urlanda skipuðu árið 1963 og í voru læknar og „tjónamatsmenn" (sjá 1.3.). Sænskur vinnuhópur, sem vann að töflugerð yfir líkamstjón árið 1977, hafði m.a. til viðmiðunar bandarískar töflur og norska töflu frá 1972, en einnig danskar tillögur að slíkum töflum. Síðan voru gerð- ar breytingar á þessum töflum og 1981 komu fyrstu eiginlegu miska- töflurnar í Svíþjóð, sem byggðu á þeirri færniskeröingu, sem líkams- tjónið var álitið hafa valdið sam- kvæmt læknisfræðilegu mati. Árið 1986 var síðan skipaður samstarfshópur fimm lækna, sem höfðu sérþekkingu í trygginga- læknisfræði, og fjögurra starfs- manna tryggingafélaga til að end- urskoða miskatöflurnar frá 1981. Hópurinn byrjaði á því að endur- bæta töflurnar frá 1981 og var end- urskoðuð útgáfa þeirra gefin út árið 1988. Eftir fimm ára starf, árið 1991, litu síðan nýjar miskatöflur dagsins Ijós, en þá hafði hópurinn m.a. haft samráð við alls 15 sér- fræðinga innan átta sérgreina læknisfræðinnar. í þessum töflum Lögman nablaðið 7

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.