Málfríður - 15.12.1994, Qupperneq 7
ar.11 Er þetta ekki eitt af því sem
vert væri að skoða? Seinna verk-
efnið er lenging æfingatíma-
bilsins. Ég bar áðan fram þá
spurningu hvort hægt væri að
læra að kenna í háskóla? Mínar
rannsóknarniðurstöður benda
til þess. En nemar munu ekki ná
tökurn á fræðunum, nema þeim
sé gert kleift að reyna í fram-
kvæmd það sem þar er fjallað
um. Þetta má annars vegar gera
með verklegum tímum og hins
vegar með vandaðri æfinga-
kennslu úti í skólum. Hvort-
tveggja virðist vera nauðsynlegt,
hvort styður annað. Kennarar
hafa stundum gælt við hug-
myndina um að taka upp gamla
meistarakerfið, þar sem kenn-
araneminn lærir eingöngu af
reyndum kennara. Athuganir
sýna hins vegar að slíkt kerfi
leiðir til stöðnunar og því meg-
um við tungumálakennarar síst
við.12
Ég tel að stefna beri að því að
æfingakennslan standi í misseri
sem verði um miðbik námsins.
Námið verði þá skipulagt á eftir-
farandi hátt:
Nauðsynlegt er að ráða sér-
staka æfingakennara enda hljóti
þeir þjálfun sem slíkir og verði
fastráðnir æfingakennarar með
tilteknar skyldur um endur-
menntun og tilraunakennslu. Há-
skólarnir, STÍL og stéttarfélög
kennara þurfa að vinna náið
saman að framgangi þessa máls.
4) Kennaraháskólinn þarf að
sinna menntun fagkennara betur.
Það verður aðeins gert með því
að gefa faginu aukið vægi. Huga
þarf að dýpt ekki síður en
breidd í menntun grunnskóla-
kennara. Einnig þarf að auka
hlut kennslufræði tungumála og
væri t.d. hugsanlegt að samnýta
einingar í báðum tungumálum.
Gera verður þá kröfu að vænt-
anlegur grunnskólakennari í
tungumálum hafi dvalist hluta
námstímans erlendis.
5) Efla þarf mjög rannsóknir á
tungumálanámi, máltöku og öðr-
um skyldum þáttum. Miklar vonir
eru bundnar við stofnun í erlen-
dum málum um að hafa forystu
á því sviði. Auka þarf einnig
rannsóknir á kennsluháttum í
tungumálum og á starfi tungu-
málakennarans. Hér gæti verið
kjörið samvinnuverkefni milli
Háskóla íslands og Kennarahá-
skóla íslands.
Hugum aftur að upphafsspurn-
ingum mínum um fagmennsku
tungumálakennarans. Niðurstöð-
ur þeirra vangaveltna eru að fag-
mennska tungumálakennarans sé
sérfræðiþekking sem sé í megin-
dráttum fjórþætt: Færni eða leikni
í að beita tungumálinu í ræðu og
riti. Þekking og skilningur á men-
ningu þeirra þjóða sem tala málið.
Vitneskja og færni í að tala um
tungumálið. Þekking og leikni í
hvernig best sé að miðla málinu
til annarra. Slík þekking verður
aðeins byggð upp með samvinnu
margra aðila, og markvissri nám-
stilhögun sem grundvallast á
traustum rannsóknum á tungu-
málanámi og kennslu.
Hafdís Ingvarsdóttir
kennir kennslufræði erlendra mála
við H.í.
Heimildir:
1 Sjá t.d. Hopkins D., and Reid K.
(1985) Rethinking Teacher Educa-
ion. Croom Helm.
2 Sjá t.d. Bernhardt E.B. Hammadou J.
(1987) A Decade of Research in For-
eign Language Teacher Education.
Modern Language Journal :71.
3 Sjá t.d. Brown H.D. (1980) Principles
of Language Learning and Teaching.
Prentice Hall Inc.
4 Kennslufræði er hér notað í víð-
tækustu merkingu og tekur því einn-
ig til þekkingar kennara á nemend-
um.
5 Sbr. lög nr. 48/1986, um lögverndun
á starfsheiti og starfsréttindum grunn-
skólakennara, framhaldsskólakenn-
ara og skólastjóra.
6 Ágúst Einarsson (1994). Tungumál í
breyttum heimi. Flutt á ráðstefnu 9.
apríl í Rúgbrauðsgerðinni. Alda Möll-
er (1993). Fiskurinn, viljinn og skiln-
ingurinn. Málfríður 1. tbl. 9. árg.
7 Hafdís Ingvarsdóttir (1993). Langu-
age Teachers under Construction.
Handrit.
8 Lortie D.C. (1975) School Teacher. A
Sociological Study. UCP.
9 Hafdís Ingvarsdóttir (1993). Langu-
age Teachers under Construction.
Handrit.
10 Sjá t.d. Feiman-Nemser S., Buch-
mann M. (1987) Teaching and Teach-
er Education, Vol. 3 No 4. Hollings-
worth S. (1988) making Field-Based
Programs Work. Journal of Teacher
Education Vol. 34 No 4.
11 Sjá t.d. Reynolds A. (1992) What is
Competent Beginning Teaching.
Review of Educational Research,
Vol. 62 No. 1
12 Sjá t.d. Wallace M.J. Training For-
eign Language Teachers. CUP.
7