Málfríður - 15.12.1994, Side 10
eða töluvert meira en nam öllum
fjárlögum ríkisins. Ef hægt er að
bæta þetta, t.d. með hærra verði
vegna þess að við þekkjum
markaðssvæðið betur, þá er
hægt að hækka þessa tölu á
skjótan hátt. Við fluttum inn vör-
ur og þjónustu fyrir álíka fjár-
hæð. Við gætum e.t.v. með betri
þekkingu náð hagkvæmari inn-
kaupum. 1% af inn- og útflutningi
eru 2,8 milljarðar á ári en það
kostar 1,9 milljarða að reka
Háskóla íslands ár hvert. Þannig
eru einfaldlega miklir hagsmunir
fólgnir í því að efla tungumála-
kennslu á íslandi.
Menntakerfið er gott hér og
hundruð íslendinga starfa er-
lendis hjá fyrirtækjum og stofn-
unum. Það er vaxandi þörf hjá
fjölmörgum alþjóðlegum stofn-
unum að hafa vel menntað
starfsfólk í sinni þjónustu, m.a. á
sviði tungumála. Við eigum
mikla möguleika á að mennta
erlent fólk til starfa á sérsviðum
okkar eins og í sjávarútvegi, en
til þess að geta gert það að
gagni verðum við að vita meira
um menningu og tungumál ann-
arra þjóða. Samvinna milli vís-
indagreina er vaxandi í heim-
inum. Þannig eru tæknifræði,
viðskiptafræði og tungumál í
víðum skilningi þessa orðs
nátengd og verða hluti af sam-
keppnisskilyrðum einstakra þjóða.
Ef það er rétt að tungumál
skipta sköpum í viðskiptum
framtíðarinnar og þessi viðskipti
margfaldast á næstu áratugum
og verða undirstaða fyrir lífskjör
þjóðanna í kringum okkur, þá
verðum við að taka þátt í þessu
af myndarbrag. Af hverju ekki að
fjárfesta í hagkvæmari menntun?
Það er varla til nokkur náms-
grein eða vísindagrein sem er
meira lifandi en tungumál. Aukin
tungumálakennsla er einfaldlega
aðgöngumiði að bættum lífs-
kjörum framtíðarinnar. Málið er
ekki flóknara en það.
Ágúst Einarsson,
prófessor við viðskiptadeild H.í.
Þór Vigfússon:
STAÐA OG FRAMTÍÐ
TUNGUMÁLAKENNSLU Á
ÍSLANDI
Erindi flutt á ráðstefnunni 9. apríl 1994
Forseti vor, virðulegi ráð-
herra, góðir hálsar.
Mikinn heiður ber að mínum
garði af hálfu frumkvöðla þess-
arar samkundu að láta mig
standa hér með leyfi til að tala
um framtíðina og það í tengslum
við mannskepnunnar kórónu,
sjálft tungumálið. Heillandi er
framtíðin í sjálfu sér og fátt um
hana vitað, þannig að segja má
það sem manni sýnist og verður
þó ekki hrakið.
„Þa alveg sama hvernig mað-
ur segja, bara það skiljast",
sagði maður einn, mér kunn-
ugur, einhverju sinni, þegar talið
á hans vinnustað barst að réttu
eða röngu máli. Þessi maður
naut almennrar virðingar, vegna
fagkunnáttu sinnar og félags-
anda, gæfuríks fjölskyldulífs og
víðtæks velfarnaðar. Málhelti
hans, sem fólst í því, að honum
var lífsins ómögulegt að hnoða
orðum í mismunandi föll eða
tíðir, dró honum nokkurn að-
hlátur lengi vel fyrst. En menn
gleymdu þessari helti eftir sem
mannkostir hans birtust betur.
Það kom enda í ljós, að hollt var
að taka mark á framlagi hans til
umræðunnar, því að þetta var
vitur maður.
Og honum skeikaði ekki um
málvísindin, fremur en endra-
nær. Ekki þarf mikla málfræði til
að gera sig skiljanlegan. Iðulega
þarf ekkert að segja til að sinna
þurftum sínum. Svo er fyrir að
þakka hinni praktísku staðal-
hönnun nútíma samfélags: Hvar
sem ég þvælist um á hinum
iðnvæddu Vesturlöndum fer ég í
Vöruhús KÁ á Selfossi til þess að
kaupa í matinn. Það vöruhús er
alls staðar. Hillurnar sýna mér
hvað ég vil, kassavélin sýnir mér
hvað fjár ég skal inna af hendi.
Ég þarf ekki að hlusta á eitt orð,
þarf ekkert að segja sjálfur. Enda
missi ég jafnan máls og heyrnar
í slíkum búðum. Og það er í sam-
ræmi við tíðarandann, því að
samtöl eru nánast aflögð við þá
viðskiptaathöfn sem þarna fer
fram.
10