Málfríður - 15.12.1994, Side 17

Málfríður - 15.12.1994, Side 17
— í þýsku: yfir 15% hafa enga þjálfun hlotið í því máli, margir hafa hlotið nokkurra ára þjálfun en undarlega lítill fjöldi (um 17%) hafa náð góðri færni; — í frönsku: um 40% hafa aldrei lært frönsku og af hinum 60% sem eftir eru hafa aðeins 10% náð góðri færni. Fjöldi nemenda í verknámi hef- ur aldrei lært frönsku eða þýsku. Að því er varðar spænsku: kennsla í spænsku er afar tak- mörkuð. Vaxandi þörf fyrir spænskukunnáttu er mætt með ráðstöfunum á vissum sviðum miðskóla og æðri verknámsskóla. Varðandi stöðu kennslumála í erlendum tungumálum sýndi rannsóknin ýmsar merkilegar niðurstöður: Til dæmis um ensku á grunn- skólastigi, þ.e. á því stigi sem svarar til sjötta og sjöunda bekkj- ar grunnskóla, er eitt vanda- málið hversu markmið eru óljós. Beinist námið fyrst og fremst að tungumálafærni eða innsýn í tungumál og menningu eða hvort tveggja í senn? Annað vandamál er að grunnskólakenn- arar margir eru illa í stakk búnir til að mæta breyttum og breyti- legum kennsluháttum í tungu- málanámi. Einkum á þetta við um færni þeirra í tungumálinu sjálfu. Margir kennarar eru ein- faldlega ekki nógu vel mælandi á tunguna. (Mér virðist sem vanda- málið sé ekki ósvipað á íslandi.) Að því er varðar aðferðafræði kennslunnar þá hafa rannsóknir sýnt að breytingar á markmiðum tungumálakennslu á undanförn- um árum, þar sem megináhersla er lögð á raunhæfa tungumála- færni, hafa í raun leitt til lítilla breytinga á kennsluháttum. (Enn virðist mér sem vandamálið sé ekki ósvipað á íslandi.) Að því er varðar próf, þá lang- ar mig fyrst til að lýsa í stuttu máli hvernig prófum er hagað. I öllum framhaldsskólum er loka- próf í tveimur hlutum: a) sam- ræmd lestrarpróf sem útbúin eru af CITO, Námsmatsstofnun Hol- lands, og sérhæfðum prófgerð- armönnum sem starfa í samvinnu við kennara. Samræmda prófið gildir 50%. b) próf, bæði munnleg og skrifleg, þar sem mældur er skilningur á töluðu og rituðu máli, talfærni, ritfærni og þekking á bókmenntum. Þessi próf eru alfarið á vegum skólanna sjálfra og er þeim dreift yfir síðasta námsárið. Fyrir menntamálaráðu- neytið, sem ber ábyrgð á gæðum menntunarinnar í landinu, eru samræmdu prófin leið til að fylgj- ast með og tryggja ákveðinn gæðastaðal. Samkvæmt niður- stöðum rannsóknarinnar er ekki fullnægjandi samsvörun milli prófanna og hinnar raunhæfu málfærni sem ætlast er til að nemendur nái. Tungumálakenn- arar leggja töluvert mikið upp úr því að búa nemendur sína undir próf, einkum í lestri, þar sem sá þáttur er prófaður með sam- ræmdu prófunum. Afleiðingin er sú að þjálfun í raunhæfri tungu- málafærni verður hornreka. í rannsókninni kemur einnig fram að skólar og kennarar hafi of mikil áhrif á efni, erfiðleikastig og gæðastaðla þeirra prófa sem skól- arnir annast sjálfir. Að því er varðar stöðu og ímynd tungumálakennslu, þá sýn- ir rannsóknin að Hollendingar, sem þjóð, eru ekki fyllilega sann- færðir um nauðsyn kunnáttu í erlendum tungumálum. Þeim hættir til að vanmeta áhrif al- þjóðavæðingarinnar, sem nú er í fullum gangi, á stöðu og mikil- vægi tungumálakunnáttu, jafnvel í viðskiptum og iðnaði. Hollend- ingar eru Iíka svo upp með sér af þeim lofsyrðum sem útlendingar láta falla um tungumálakunnáttu Hollendinga og leikni þeirra í að læra ný tungumál. En sú stað- reynd að samanburður við önnur Evrópuríki er Hollendingum í hag er engin sönnun þess að tungu- málakunnátta þeirra nægi til að mæta eigin markmiðum. Almenn- ingur lítur ekki á erlend tungumál sem nauðsynleg námsfög. Afleið- ingin er sú að mikilvægi tungu- málakennslu er vanmetið, einkum í verknámi. Þar að auki eru þetta auðveld fög í þeirra augum, sem ekki er vert að eyða of miklum tíma eða orku í. Að því er varðar atvinnuveg- ina, þá er beint samband milli framboðs og eftirspurnar. Skort- ur á starfsfólki sem býr yfir færni í erlendum tungumálum leiðir til þess að tækifæri fara forgörðum og það leiðir aftur til vanmats á raunverulegri eftir- spurn. (Þ.e. menn forðast til- tekna erlenda markaði vegna þess að þeir kunna ekki viðkom- andi mál; þetta á einkum við um Spán, Portúgal og rómönsku Ameríku.) Á hinn bóginn stuðlar aukin tungumálakunnátta að aukinni eftirspurn: kunnátta í er- lendum tungumálum getur haft í för með sér aukin tækifæri bæði á viðskiptalegum og menningar- legum sviðum. Að því er varðar óopinbera menntun þá er niðurstaðan sú að þar sem hið almenna menntakerfi, þ.e. ríkisstyrkt menntun, getur engan veginn annað öllum mennt- unarþörfum verður að efla óopin- bera menntun (þ.e. einkatungu- málaskóla, sem skipta hundruðum í Hollandi, og starfstengd nám- skeið) til að bæta upp það sem á vantar í hinu almenna menntakerfi. Þetta voru sem sagt nokkrar af athyglisverðustu niðurstöðum rannsóknarinnar. Á grundvelli skýrslunnar hafa verið gerðar tillögur til úrbóta þar sem meðal annars er lögð áhersla á að gæði tungumálakennslu verði að efla til að auka kennslumagn og kennslugæði (sérstaklega þar sem það er ekki mögulegt að bæta við tímum). Til nokkurra ráðstafana hefur þegar verið gripið, þannig að skóla- kerfið á síðasta ári lítur svona út: ‘Basisschool’ (= neðri grunn- skóli) nær frá 4 til 12 ára aldurs. Framhaldsskóli nær frá 12 til 16, 17 eða 18 ára aldurs eftir eðli framhaldsskólans. VWO (12-18) er eins og menntaskóli. HAVO (12-17) er milli efri grunnskóla og menntaskóla. MAVO er svip- aður efri grunnskóla. VBO og MBO eru ýmiss konar verknáms- skólar á lægri og mið-stigi. Á tólfta aldursári velja nem- endur þann skóla sem best hent- ar getu þeirra og áhugasviði. Þeir geta valið úr ýmsum stigum bók- náms og ýmsum tegundum verk- náms. I öllum þessum skólum fá nemendur sömu grunnmenntun, sem svo er nefnd, til að byrja með og tekur hún tvö til fjögur ár, allt eftir skóla (þ.e. ljósgráa svæð- ið á myndinni). Á menntaskóla- 17

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.