Málfríður - 15.12.1994, Page 28

Málfríður - 15.12.1994, Page 28
Bókarkynning: Tungumálakennsla í tækni- og starfsnámi Á árinu 1993 kom út bókin “Sproget pá arbejde - Om und- ervisning i teknisk fremmed- sprog“ hjá Erhvervsskolernes Forlag í Danmörku. Höfundar bókarinnar eru Karen Sonne Jakobsen, lektor í kennslufræði erlendra mála við Hróarskeldu- háskóla, og Michael Svendsen Pedersen, sem kennt hefur ensku í iðn- og tækniskólum. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna fjallar hún um kennslu erlendra mála í starfs- og tækni- námi og er sú fyrsta sinnar teg- undar þar í landi. í inngangi bók- arinnar er skýrt frá því að mála- kennsla í starfstengdu námi hafi víða tekið miklum stakkaskipt- um í Danmörku á undanförnum árum. Bent er á að stöðugt fleiri þurfi á sérhæfðri kunnáttu í er- lendum málum að halda bæði vegna starfs og náms. Breyttar þarfir kalli á nýja kennsluhætti og málakennarinn verði að við- hafa önnur vinnubrögð og kennsluaðferðir en áður hafa tíðkast. Nemendur þurfi hvort tveggja í senn að verða færir um að nota málið til tjáskipta og til að sinna atvinnu sinni, sem oft og tíðum krefst allmikillar sér- hæfingar, ekki síst hvað varðar sértækan orðaforða. Efni bókarinnar tengist m.a. rannsókn á starfsmiðaðri mála- kennslu í iðn- og tækniskólum, sem höfundar unnu að á árunum 1988-90. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að miðla mála- kennurum af þeirri reynslu sem höfundar öfluðu sér við rann- sóknina og kynna hugmyndir og aðferðir, sem gætu orðið til að bæta málakennslu á þessu sviði. Bókin skiptist í 6 kafla auk inn- gangs og er innihald hennar bæði hagnýtt og fræðilegt. Höf- undar gera sér far um að kynna efnið á aðgengilegan hátt, m.a. með því að taka dæmi úr kennslu, sem varpa ljósi á að- ferðir og efnistök. Ekki þarf að fjölyrða um að efni bókarinnar á erindi til ís- lenskra málakennara, enda lítil umræða farið fram hérlendis um þetta efni. Auður Hauksdóttir. O Þýska bókasafnið Goethe Institut Tryggvagötu 26 101 Reykjavík Sími 91-16061 Stærsta safn þýskra bóka á Islandi Menningarmiðstöð Sambandslýðveldisins Þýskalands Myndbönd, tónbönd, kennsluefni fyrir þýskukennslu Dagblöð og tímarit Safnið er öllum opið og útlán endurgjaldslaus Opið mánudaga til fimmtudaga frá 14.00-18.00 28

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.