Málfríður - 15.12.1994, Side 31

Málfríður - 15.12.1994, Side 31
Elísabet Magnúsdóttir formað- ur, Sigríður Ragnarsdóttir gjald- keri, Unnur María Figved ritari, Eva Jónasson, Matthías Frí- mannsson og Ragnhildur Páls- dóttir. Frá því síðasta tölublað Mál- fríðar kom út er þetta helst að frétta af starfi félagsins: I ágúst var haldið tveggja daga nám- skeið þar sem kynnt var tölvu- forritið TEXTBAUMEISTER og námsefni fyrir það, samið af þýskukennurum. Um 20 kenn- arar tóku þátt í námskeiðinu. Fagráðgjafinn dr. Ulrich Frost frá Goethestofnun í Stokkhólmi dvaldist hér fáeina daga í sept- ember, heimsótti skóla og miðl- aði bæði nemendum og kenn- urum af þekkingu sinni. Styrkir til kennara á sumarnámskeið 1995 verða að venju fimm; tveir frá Goethestofnun og þrír til Lúbeck frá Deutsche Auslandsgesellschaft. Nefnd sem vinnur að námskrá í þýsku, lauk á síðastliðnu vori 1. verkefni námskrárinnar, þ.e. könnun á þýskukennslu í fram- haldsskólum. Önnur nefnd hefur verið ráðin til undirbúningsstarfa fyrir „Þýskuþraut" á vori komanda, en keppni sú er nú að verða árviss viðburður. Þeir tveir nem- endur, sem urðu hlutskarpastir í síðastliðnum vetri, dvöldust mánaðartíma í þýskalandi í sum- ar. Þeir létu mjög vel af dvölinni og má það vera hvatning til nemenda að taka þátt í „Þýsku- þraut". Unnur M. Figved. Frá félagi frönskukennara Félag Frönskukennara er 20 ára á þessu ári og af því tilefni hélt félagið upp á það með sam- eiginlegri skemmtidagskrá og hátíðarkvöldverði þann 19. nóv- ember s.l. að Hótel Borg þar sem forseti íslands Vigdís Finn- bogadóttir var gerð að heiðurs- félaga. En Vigdís er menntuð í frönskum leikbókmenntum og stundaði m.a. frönskukennslu áður en hún varð forseti, og sem slík stóð hún fyrir ýmsum nýjungum í kennslu s.s. frönsku- kennslu í sjónvarpi. Vigdís hefur verið ötull talsmaður frönsku- kennslu og einnig einn af stuðn- ingsmönnum og málsvörum fransk-íslenskrar orðabókar. Orða- bókin er unnin í samvinnu við félag frönskukennara og íslenska og franska ríkið. Stefnt er að vinna við hana ljúki næsta vor. Afmælishátíðin tókst mjög vel og var skemmtidagskránni sem samanstóð af stuttum leikþátt- um ákaft fagnað. f framhaldi af þessum hátíðarhöldum stendur til að félagið ásamt Háskólabíói og Franska sendiráðinu muni standa fyrir sýningu á franskri kvikmynd á næstunni. Félagið hyggst síðan gangast fyrir rit- gerðarsamkeppni meðal fram- haldsskólanemenda um franskar kvikmyndir í tilefni 100 ára af- mælis kvikmyndalistarinnar á næsta ári, skýrt verður frá því síðar. Af öðrum fyrirhuguðum störfum félagsins er námskeiða- haldi í samvinnu við Montpellier háskólann í undirbúningi. Petrína Rós Karlsdóttir. Frá félagi dönskukennara Dagana 8.-12. mars verður haldið samnorrænt námskeið fyr- ir grunnskólakennara að Flúðum. Námskeiðið verður tvískipt þ.e. fyrir móðurmálskennara annars vegar og kennara sem kenna norð- urlandamál sem erlent tungumál hins vegar. Á námskeiðinu fyrir tungu- málakennarana verður fjallað um skriflega færni og verður fyr- irlesarinn Inge Lykkegaard frá Danmörku. Einnig verður tekið fyrir munnleg próf og verður fyr- irlesarinn frá Finnlandi. Hjá móðurmálskennurunum verður tekin fyrir bókmennta- kennsla. Einn fyrirlestur verður sameiginlegur fyrir báða hópa. Námskeiðið er styrkt af Norr- ænu ráðherranefndinni og kost- ar aðeins 640 dkr. (allt innifalið). Kennurum er bent á að sækja um styrki hjá Kennarasamband- inu og HÍk. Umsóknarfrestur er til 15. des- ember. Þátttaka tilkynnist hjá Ernu Jessen í síma 876747. Hún veitir einnig allar nánari upplýsingar. NORRÆNA HÚSIÐ menningarmiðstöð við Sæmundargötu f bókasafninu eru lánaðar út bækur, tímarit, plötur, myndbönd og grafíkmyndir frá öllum Norðurlöndunum. Lestraraðstaða. Opið mánudaga-laugardaga kl. 13-19, sunnudaga kl. 14-17. í kaffistofunni er heitt á könnunni allan daginn. Heimabakaðar kökur, heitir og kaldir réttir. Opið virka daga kl. 9-17, laugardaga kl. 9-19, sunnudaga kl. 12-19. í anddyri og sýningarsölum eru sýningar á norrænni list og listiðnaði m.a. Sýningarsalur opinn alla daga kl. 14-19. Við tökum á móti hópum sem vilja kynnast starfsemi hússins og norrænni samvinnu. Norrænn skólaráðgjafi sér um tengsl við skóla innanlands og annars staðar á Norðurlöndum. Verið velkomin í NORRÆNA HÚSIÐ 31

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.