Málfríður - 15.05.1998, Síða 10
til baka til tungumálsins. Ein
uppfinning leiðir til annarrar og
síðan hefur það áhrif á menn-
inguna, sem leiðir til breytinga á
tungumálinu og svo koll af kolli.
Hvernig menningin hefur svo
haft áhrif á þróun mannsins get-
um við séð á dæmigerðri mynd
sem víða sást á tímabili og sum-
ir muna kannski enn, þar sem
loðinn api breytist stig af stigi í
frummanninn og svo í uppréttan
mann eins og við erum í dag. Á
þennan hátt er einnig hægt að
færa rök fyrir því, að þróun
mannsins hafi tekið breytingum
og að nú sé andlegur þroski
nútímamannsins allt annar en á
tímum hins munnlega menning-
ararfs.
Færni heilans
í bók sinni „The Educated
Mind“, fjallar Egan að miklum
hluta um þá vitsmunalegu færni
heilans sem hann vill meina að
sé grundvöllurinn fyrir gáfum
mannsins og ekki síst að þessi
færni nýtist honum við að læra
mál. Færni þessi eða skilnings-
form verður til í heilanum fyrir
áhrif uppeldis í því samfélagi,
sem við ölumst upp í. Aðalhvöt-
in er þó ímyndunaraflið. Hér er
átt við t.d. lestrarfærni, hlutlæga
hugsun, og þegar málfærnin
verður mest, kaldhæðni (ironi).
Þessi kenning kemur heim og
saman við kenningu rússneska
sálfræðingsins Vygotsky, sem
flestir tungumálakennarar þekkja
til, en þar kemur fram að til að
greina vitsmunalega þróun gæti
maður ekki notað vísindalegt
sjónarhorn sem einblíndi á
flokkun og fjölda og ekki heldur
sálfræðilegt sjónarhorn þar sem
horft væri eingöngu á sálræna
starfsemi í þróunarferli manns-
ins. Heldur, eins og Egan segir
einnig, að vitsmunaþroskinn sé
rétt eins og tungumálið, þ.e. við
lærum það jafnhliða því að vaxa
upp í samfélaginu sem miðlar
okkur ákveðnum skilningi, sem
við svo umbreytum og þróum
áfram sem einstaklingar um leið
og við siðmenntumst.
Við nánari skoðun á því
hvernig við notum þessa færni
heilans við að læra að nota
tungumálið, gæti maður fyrst
hugsað sér goðsögulegan
(mytisk) skilning, sem er grunnur
þess að barnið skilji heiminn,
síðan tæki við rómantískur (rom-
antisk) skilningur, þar sem þró-
aðist lestrarfærni, svo kæmi
heimspekilegur (filosofisk) skiln-
ingur, sem gerir einstaklinginn
hæfan til samfélags sem notar
afstæð hugtök. Að lokum er það
svo kaldhæðnislegur (ironisk)
skilningur, sem leiðir til skiln-
ings á tvíræðninni í eigin tungu.
Það sem virkar síðan sem aðal-
hvötin á alla aðra þætti þrosk-
ans er ímyndunaraflið en þetta
hugtak er í raun jafnerfitt að
útskýra og hugtakið þroski eða
þróun. ímyndunaraflið gefur okk-
ur hæfileikann til að hugsa um
hluti sem geta orðið, þó þeir
hafi aldrei gerst, eins og t.d. að
hugsa sér manneskjur sem gætu
flogið en það hlýtur að hafa
verið mjög óraunverulegt áður
en menn öðluðust hæfileika til
að gera sér tæki til að fljúga
með.
Því skyldi þá þáttur ímyndun-
araflsins og allra hinna skiln-
ingsforma heilans hafa verið svo
lítils metnir í sögu siðmenning-
arinnar? Bæði í grískum og
hebreskum sögum segir að það
trufli samband mannanna við
guðina og Plato mun einnig hafa
fundist þessir þættir vera frekar
lítilsverðir. Það er fyrst á 18. öld
að heimspekingarnir Kant og
Hume telja að ímyndunaraflið
spili stórt hlutverk í hæfni okkar
til að fá samhengi í sýn okkar á
heiminn. Fyrrnefndur Piaget ein-
blínir heldur ekki bara á það
röklega í rannsókn sinni á börn-
um heldur skoðar líka leiki
þeirra og drauma, þ.e. ímyndun-
araflið. Nútímamaðurinn gerir
sér sífellt betur grein fyrir því
hversu mikill hvati ímyndunar-
aflið er í þróun menningar, þar
sem það gefur okkur hugmyndir
um hvað er mögulegt og virkar
síðan hvetjandi fyrir langanir,
vonir og ótta og hvetur einnig til
uppfinninga og uppgötvana.
(Egan 1997) Við getum kannski
ekki vænst þess að ímyndunar-
aflið fái jafnræði á við rökhyggj-
una en þetta hugtak skipar samt
stærri sess í okkar samfélagi en
fyrr og er mjög mikilsvert til
athugunar fyrir kennara, sér-
staklega þá tungumálakennara.
Breyttir einstaklingar
Það er of mikið sagt að skól-
inn í dag sé hataður en þar ríkir
óendanlegur leiði. (Ziehe 1996) í
sama streng tekur Per S. Jprgen-
sen sem ritaði grein sem heitir
„Skal skolen rives ned?“. Þar er
vitnað í hollenska rannsókn sem
gerð var á börnum í 9. bekk, á
áhuga þeirra á að ganga í skóla.
Aðeins um 20% þeirra segja að
skólalífið sé gott, þannig að um
80% nemenda eru ekki ánægðir í
skóla þar af voru um 15% þeirra
verulega óánægðir með skóla-
lífið. Við vitum reyndar að rann-
sóknir hafa sínar takmarkanir og
tökum við því tillit til þess en ég
leyfi mér að ætla að svipaðar
tölur fengjust hér á landi við
nánari athugun. Við leitum auð-
vitað skýringa víða á þessu en
kannski er einmitt skýringanna
að leita í siðmenningu og félags-
mótun okkar og hvernig per-
sónuleiki mannsins hefur þróast
eins og talað er um hér að
framan.
Ef við gefum okkur þær for-
sendur að það ríki svipuð félags-
mótun í Evrópu og hér á landi
þá er hún enn líkari innan
Skandinavíu en oft verðum við
að leita fanga hjá þessum nær-
liggjandi þjóðum, í rannsóknir
þeirra og athuganir. Hjá Jprgen-
sen og Ziehe er fjallað um
breyttan persónuleika m.a. hjá
börnum og unglingum sem nú-
tímaþjóðfélagið elur af sér.
Ziehe segir að við upplifum „sjálf“
okkar sem sífellt meiri raunveru-
leika. Þetta sér maður m.a. í
breyttum samskiptaformum ung-
10