Málfríður - 15.05.1998, Qupperneq 15

Málfríður - 15.05.1998, Qupperneq 15
Wincie Jóhannsdóttir: International Baccalaureate Alþjóðleg námsbraut f MH í janúar 1996 kom Monica Flodman nokkur, fulltrúi IBO-sam- takanna International Baccalau- reate Organisation (IBO), í heim- sókn til íslands. Tilgangurinn var að kynna IBO-samtökin fyrir skólafólki á íslandi, sem eitt Vestur-Evrópulanda hafði engan IB-skóla. Starfsmenn mennta- málaráðuneytisins báðu MH að taka á móti Monicu og leyfa henni að vera með kynningu fyrir okkar kennara og af kurt- eisis sökum urðum við við þeirri beiðni. Ekki gerðum við ráð fyrir miklum áhuga, enda allir mjög uppteknir við upphaf kennslu og óljóst hvað væri eiginlega um að ræða eða hví það ætti að höfða til okkar í MH. Nú, tveimur árum seinna, er MH orðinn IB-skóli með 24 IB- nemendur, 16 IB-kennara og sér- staka fjárveitingu vegna IB- námsins, sem er skilgreind í starfssamningi skólans og mennta- málaráðuneytisins. Nemendurn- ir nota þennan fyrsta vetur sinn í framhaldsskóla til að búa sig undir að takast á við krefjandi tveggja ára nám í 7-8 greinum þar sem námsbækur, kennsla og vinna nemenda verður mest- megnis á ensku. Nokkrir kennar- anna hafa þegar farið á viku- langt námskeið í IB-kennslu í sinni grein, aðrir munu fara á komandi sumri. Allir IB-kenn- arar vinna nú baki brotnu við að velja námsbækur og skipuleggja tveggja ára nám í sínum grein- um. Stjórnendur og kennarar sitja með sveittan skallann að reyna að skilgreina IB-námið í samhengi við áfanga sem kennd- ir eru til stúdentsprófs í MH. Námsráðgjafar hafa bætt IB- námi við í sínum kynningum fyrir 10. bekkinga. Hvað er eigin- lega á seyði? Hvað er IB-nám? International Baccalaureate Organisation (IBO) eru alþjóða- samtök skóla. I fyrstu var ein- ungis um framhaldsskóla að ræða en á síðari árum hafa skól- ar á grunnskólastigi einnig haft möguleika á IB-námsbrautum. Aðildarskólar IBO á framhalds- skólastigi eru um 740 í yfir 90 þjóðlöndum og bjóða þeir nem- endum sérstaka tveggja ára námsbraut sem er undirbúning- ur undir háskólanám. IB-námið hefst oftast eftir eins árs nám á framhaldsskólastigi og lýkur að jafnaði tveimur árum seinna með samræmdu IB-prófi, IB Dip- loma, sem er viðurkennt af há- skólum um allan heim. Einnig býðst nemendum að stunda IB- nám í stökum greinum og öðlast þá 1B Certificate í viðkomandi grein að loknu samræmdu prófi. Markmið IB-samtakanna, sem voru stofnuð á 7. áratugnum af nokkrum alþjóðlegum skólum, var upphaflega tvíþætt: • að samræma skólakerfi til að gera börnum sendiráðsmanna og annarra, sem þurfa að flytjast á milli landa, kleift að fylgja samræmdri námsbraut. • að þróa námskrá og kennslu- aðferðir sem gerðu miklar kröfur til nemenda og stuðl- uðu jafnframt að skilningi milli þjóða og aukinni ábyrgð einstaklinga. Með árunum hafa sífellt fleiri ríkis- og einkaskólar sótt um aðild að IBO vegna þessarar hugmyndafræði og strangra námskrafna þótt nemendur þeirra tilheyri fæstir þeim hópi sem flyst milli landa. Menntunarstefna IBO endur- speglast í námskrá og kröfum um kennsluaðferðir. Lögð er áhersla á að nemendur læri að tengja námið umheiminum og verði þannig upplýstir og ábyrg- ir þátttakendur í samfélagi síns heimalands og heimsins alls, meðvitaðir um það sem mann- kynið á sameiginlegt um leið og þeir bera fulla virðingu fyrir margvíslegri menningu og ólík- um viðhorfum. Skólar skulu hlúa að sérstökum hæfileikum ein- staklinga, þjálfa gagnrýna og sjálfstæða hugsun og búa nem- endur undir að halda áfram að læra ævilangt. Lykilatriði í að ná þessum markmiðum eru sér- stakir námsþættir eins og nám- skeið í þekkingarfræði og sú krafa að nemendur stundi sköp- un, líkamsþjálfun og starf í þágu annarra (SLS) og vinni úr reynslu sinni undir handleiðslu kennara. Auk þess auðvelda IBO- samtökin samstarf og upplýs- ingamiðlun milli nemenda, kenn- ara og skóla víða um heim. Gerðar eru miklar kröfur til skól- anna og nemenda, bæði í hefð- bundnum námsgreinum og í þeim námsþáttum sem sérstak- lega einkenna IB-nám. IB-nám / íslenskt stúdentspróf IB-nám í MH er strangt bók- legt nám, undirbúningur frekara náms. Það er ólíkt venjulegu, íslensku stúdentsprófsnámi í nokkrum atriðum: • IB-prófi er lokið eftir samtals þrjú ár í framhaldsskóla í stað fjögurra. • Nemendur velja aðeins 6 hefð- bundnar námsgreinar til IB- prófs. • Nemendur ljúka einnig rann- sóknarritgerð og námskeiði í þekkingarfræði auk þess að stunda sköpun, líkamsþjálfun og störf í þágu annarra (SLS) og vinna úr þeirri reynslu 15

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.