Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 17

Málfríður - 15.05.1998, Blaðsíða 17
Fyrir hverja er IB-nám? Fyrstu IB-nemendur í MH hófu undirbúningsár haustið 1997. Haustið 1998 mun hið eiginlega IB-nám hefjast og fyrstu IB-lokapróf verða í maí árið 2000. Þótt endanleg stað- festing á aðild MH að IBO hafi ekki komið fyrr en í maí þannig að tími til kynningar var naum- ur, sóttu fleiri um að skrá sig í IB-nám en skólinn gat tekið við. í hópnum núna eru 24 nem- endur. Af þeim eru 14 „venju- legir" nemendur sem hafa stundað nám í íslenskum grunn- skólum, 9 eru íslenskir en hafa dvalið langdvölum erlendis og einn er nýbúi sem flutti hingað með fjölskyldu sinni í ágúst 1997. Móðurmálsskyldu munu 14 nemendur uppfylla með íslensku, 7 með ensku, tveir með þýsku og einn með sænsku. Haustið 1998 kemur til okkar norskur strákur sem á ættir að rekja til íslands. Hann ætlar að ljúka IB-prófi í sínum heima- skóla en langar að vera eitt ár á íslandi til að kynnast rótum sínum. Við val á IB-nemendum er litið til þess hvort nemandinn og IB-námið eru líkleg til að eiga vel saman. Vinnuálagið er mikið, nemendur verða að vita hvaða sex greinar (aðeins) þeir vilja stunda og IB-námið gerir kröfur á fleiri sviðum en hefðbundið bóknám. Námið hentar sérstak- lega vel þeim sem: • hafa einlægan vilja til að stunda nám af kappi, • hafa tileinkað sér góðar náms- venjur, • hafa gott vald á ensku miðað við jafnaldra sína, • hafa góða námsgetu. Áhugi, félagsþroski, mótuð framtíð- aráform og skilvirkt vinnulag eru þó ekki síður mikilvæg en góðar einkunnir. Nemendur, sem sækja um þurfa ekki einungis að skila ein- kunnum úr grunnskóla heldur einnig umsögn kennara, auk þess, að koma í viðtal, einir eða með forráðamönnum. Hví höfðar IB-nám til okkar í MH? IB-nám er nýr kostur. Ýmsir hópar unglinga hafa ekki átt marga valkosti á framhalds- skólastigi hingað til. Má þar sérstaklega nefna tvo hópa: Annars vegar eru íslenskir unglingar sem vegna langdvala erlendis eiga í miklu basli með að skrifa sitt móðurmál þótt þeir séu ágætlega læsir og tal- andi. Líklega þekkja allir kenn- arar á framhaldsskólastigi dæmi um ágætis námsmenn sem koma fyrst í íslenskan skóla sem ung- lingar, ná ekki þeirri ritfærni í íslensku sem krafist er til stú- dentsprófs (þrátt fyrir mikinn dugnað á stundum) og hrökklast úr skóla jafnvel eftir að hafa uppfyllt öll önnur skilyrði. IB- námið gefur slíkum nemendum kost á að ljúka undirbúningi undir háskólanám hér heima og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra sem íslendinga. Margir af IB- nemendum okkar úr þessum hópi velja áfanga í íslenskum bókmenntum meðfram IB-námi sínu einmitt í þessum tilgangi. Hins vegar eru þeir sem eiga hvað best með að læra. Vissu- lega gefa áfangaskólar mögu- leika á að dýpka þekkingu á völdum sviðum og hraða námi. Skólarnir eru aftur á móti ekki nógu stórir til að hægt sé að halda úti mörgum valáföngum eða hraðferðum á efri stigum. IB-námið krefst mikillar dýpkun- ar í a.m.k. þrem greinum og á tveimur árum er umfang náms- ins samkvæmt námskrá hverrar greinar slíkt að segja má að um hraðferðir sé að ræða. Með IB- náminu gefst sterkum náms- mönnum kostur á að Ijúka á þremur árum námi sem undir- býr þá undir háskólanám. Nýbúar og börn sendiráðs- manna eða erlendra kaupsýslu- manna hafa hingað til orðið að sækja framhaldsnám utan ís- lenska skólakerfisins enda er ekki algengt að erlendar fjöl- skyldur, sem starfa tímabundið hér, hafi unglinga sína hjá sér. Þótt það takmarkist að vísu af enskukunnáttu gefur IB-námið fleirum kost á að hafa unglinga sína á heimilinu, svo ekki sé minnst á þjónustu við nýbúa. Samanburður við það besta sem gerist í framhaldsskólum um heim allan teljum við til tekna fyrir skólann allan. IBO gefur út vandaðar námskrár í öllum greinum þar sem ítarlega er fjallað um markmið og inntak námsins og æskilegar kennslu- aðferðir. Skólanum er þó í sjálfs- vald sett hvaða kennsluefni hann velur til að ná markmiðum námskrárinnar á sama hátt og íslensk Námskrá handa fram- haldsskólum skilgreinir markmið en ekki kennsluefni. Einnig er reiknað með að náttúrulegt og menningarlegt umhverfi hvers skóla hafi afgerandi áhrif á námsefni og námstilhögun. Þannig eru samræmdu prófin miðuð við aðferðafræði greina, ekki síður en grundvallarþekk- ingu. Námskrár IBO eru í stöðugri endurskoðun þar sem m.a. er leitað eftir gagnrýni og hug- myndum allra IB-kennara í greininni. Endurskoðuð nám- skrá kemur út á fimm ára fresti. IB-nemendur í MH sitja sam- ræmd próf í námsefni sem við höfum verið að kenna samhliða og í samvinnu við okkar stúd- entsprófsáfanga. Hátt í 30.000 nemendur þreyta þessi sam- ræmdu próf. Með því fáum við mælikvarða sem við getum bor- ið okkur við á hverju ári. Það má telja slíkan áframhaldandi sam- anburð raunhæfari en könnun sem gerð er einu sinni eða á margra ára fresti. 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.