Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 5
og 3319 lögðu stund á nám í þremur tungumálum. I Háskóla Islands er unnt að leggja stund á 12 erlend tungumál sam- kvæmt kennsluskrá hans. Ný námskrá fyrir grunnskóla gerði ensku að fyrsta erlenda tungumáli nem- enda og var ákveðið að hefja kennslu hennar í 5. bekk, þegar nemendur eru 10 ára, en áður hófst kennsla í dönsku sem fyrsta erlenda tungumálinu í 6. bekk. Rök hníga að því að færa eigi kennslu í erlend- um tungumálum til enn yngri nemenda. Þeim mun auðveldara virðist vera að læra tungumál eftir því sem námið hefst fyrr. Nýja námskráin gerir kleift að kenna þriðja erlenda tungumálið í grunnskóla sem valgrein í tvö ár og virðist þýskan vinsælust. 1 nýju námskránni er einnig komið til móts við þá, sem hafa íslensku sem annað mál, og heyrnarlausa, auk þess sem nýjum aðferðum er beitt til að bregð- ast við lesblindu. Evrópskt tungumálaár á að hvetja okkur til að tryggja íslenskuna í sessi með því að vanda málfar, smíða nýyrði og skapa henni rými í heimi upplýsinga- tækninnar. Nýlega tók verkefnisstjórn um tungutækni til starfa á vegum mennta- málaráðuneytisins og hefur hún sett níu verkefni í fýrirrúm en rúmar 100 milljón- ir króna eru til ráðstöfunar vegna þeirra á þessu ári. Tel ég, að íslenskan geti rutt brautina fýrir aðrar tungur í upplýsinga- tækniheiminum ef vel tekst að vinna úr þessum verkefnum, sem felast meðal ann- ars í rannsóknum, þróun þekkingar- grunna og nánu samstarfi við einkaaðila innanlands og utan. Mikill áhugi og þekking á upplýsingatækni og háþróað, sérstætt tungumál veitir okkur Islending- um einstakt tækifæri á þessu sviði, sem ber að nýta. Islenskt samfélag er að fá fjölmenmng- arlegt yfirbragð og leita verður allra leiða til að auðvelda erlendu fólki að tileinka sér íslensku. Margir vinna að góðum verkefn- um á þessu sviði sem óhikað ber að halda á loft. Orðabók Háskólans hefur til dæmis kannað fýrir menntamálaráðuneytið hvort unnt sé að nýta sænskt efni, svonefndar LEXIN-orðabækur, sem grunn að ís- lenskum orðabókum handa nýbúum. Hefur ráðuneytið nú ákveðið að ganga til samstarfs við Orðabók Háskólans um að vinna fýrir árslok 2002 íslensk-enska orðabók fyrir nýbúa sem verði einnig til- tæk á netinu. Reynslan verði síðan nýtt við smíði annarra orðabóka með þessu sniði. Víða er tekið til hendi í þágu tungu- málanna og þessa krafta eigum við að virkja til nýrra átaka á þessu ári. Eg ítreka þakkir mínar til þeirra sem hafa undirbú- ið starfið hér á landi og til allra sem koma fram hér í dag. Sérstakar þakkir færi ég Vigdísi Finnbogadóttur en hún hefur ver- ið óþreytandi málsvari íslenskrar tungu og gegnir nú mikilvægu hlutverki á alþjóða- vettvangi til verndar tungumálum undir merkjum UNESCO. Björn Bjamason, menntamálaráðherra Rúmlega fjórð- ungur fram- haldsskólanema eða 5672 lærðu tvö erlend tungumál haust- ið 1999 og 3319 lögðu stund á nám í þremur tungumálum. 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.