Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 10
jarðveg og að nemendur hafi jafnvel haft
nokkuð gaman af því að takast á við þetta.
Eg hef búið til spurningalista úr efninu,
um það bil tíu spurningar í einu, sem mér
hefur reynst best að fara yfir í tímum.
Nemendur hafa unnið þessi verkefni í
tímum, með lítillegri hjálp nrinni, þannig
að ekki er um að ræða bein próf heldur
frekar textavinnu. Þannig þarf lesskilning-
ur að vera til staðar og rétt beiting þeirra
sagnbeyginga sem um ræðir hverju sinni.
Eg hef einnig notað í litlum tímaverk-
efnum teiknisögur um Titeuf sem hefur
komið út í teiknisögublaðinu Zeta undir
nafninu Tittur. Þar er allt annað uppi á
teningnum þar sem um er að ræða ungan
dreng sem notar talmál með slangri út í
ystu æsar og er prýðilegt til þess að krydda
tímana svolítið með. Nemendur læra til
dæmis ýmis skemmtileg orð sem tengjast
þeim þáttum líkamsstarfseminnar sem
sjaldan er minnst á með beinum hætti í
frönskutímum. Eldri sonur minn sem nú
er tíu ára hefur safnað þessum bókum sem
komið hafa út í Frakklandi og heldur við
frönskukunnáttu sinni með lestri þessara
prýðilegu bókmennta. Sá yngri hefur les-
ið Yakari sem er teiknisaga um indíána-
dreng sem skilur dýramál og þannig hafa
þeir haldið áfram að lesa hér heirna til þess
að týna ekki niður frönskunni sinni. Þessar
teiknisögur og reyndar fleira sem þeir
drengir eiga af bókum hafa nýst mér við
námsefnisgerð.
Mér hefur sýnst að teiknisögur sem eru
ekki samdar sérstaklega með nemendur í
huga, nýtist mun betur en þær hræðilegu
teiknisögur sem hafa verið að flækjast með
í kennslubókum hingað til. Þær fýrr-
nefndu gera á vissan hátt meiri kröfur en
þær eru líka eðlilegri og gefa nemendum
mun meira en samansafn af flatneskjuleg-
um myndum þar sem fólk skiptist á kurt-
eislega orðuðum þvættingi. Eg kem í það
minnsta til með að prófa mig áfram og
gaman væri ef einhver sem hefur notað
teiknisögur í kennslu gæti sent mér línu.
Dr. Sigurður Ingólfsson , kennari við
Menntaskólann á Egilsstöðum
sÍQgiloa(a).nett.is
http: / /www.me. is /si