Málfríður - 15.05.2001, Side 28
isorðum. Hafi mér reynzt þær hentugar bæði
sökum þess, að auðveldara er að komast að
framburði á þeim orðum en hinum, er fleiri
atkvæði hafa, og einnig eru flest eins atkvæðis
orð höfð í daglegu máli. Eg hefði viljað hafa
mikið fleiri auðveldar lestraræfmgar á undan
hinum erfiðari, en gat það ekki rúmsins vegna.
I stílana eru þau orð nákvæmlega valin, sem
menn optast þurfa til að geta talað eða ritað
mælt mál.
Fyrstu kaflar bókar hans eru sem sé settir
saman úr eintómum einsatkvæðisorðum.
Hann forðast meira að segja algengar
sagnmyndir og notar frekar óreglulegar
sagnir í þátíð, þar sem þar er auðvitað
gjarnan um einsatkvæðisorð að ræða. Hér
er smásýnishorn:
What shall we play at now? Let us play at wolf.
What is the game? I must be wolf and you
must be a kid. Am I a kid? What am I to do?
What, do not you know the tale of the wolf
and the kids? I shall be wolf, and I shall come
to the house and knock at the door, and I shall
eat you up. Oh, but I do not hke that, I should
not like you to eat me. It is all fun.Wefl, then,
in fun you shall eat me. Now, let us play.You
must not let me in when I first come. I shall
speak in a rough voice and you must send me
back. And then I shall show you a white paw,
and you must let me in. And then I shall eat
you. Well, it is nice to know, if you mean to eat
me.
Líklegast er að hann hafi samið alla þessa
kafla sjálfur og hafi haft talsvert fyrir því.
Eftir því sem hann segir í formála var
hann að kynna algengustu orð tungunnar,
en ef til vill notaði hann einsatkvæðisorð-
in ekki síður til þess að kenna framburð-
inn smátt og smátt, þ.e.a.s. að taka helstu
hljóðin fyrst en fara í áherslur síðar.
Lestrarbókin er stór í samanburði við
fyrri kennslubækur íslenskra höfunda, 355
blaðsíður alls. Kennsluefnið sjálft og mál-
fræðin ná aðeins yfir 132 síður, afgangur-
inn er enskt-íslenskt orðasafn sem er tals-
vert að vöxtum.Fyrir hvert uppsláttarorð
er gefin framburður, orðflokkur og þýð-
ing. Hljóðrituninni svipar til þeirrar sem
Oddur V. Gíslason og Halldór Briem
höfðu notað áður. Ef til vill má segja að
skoskra áhrifa gæti í framburði þeim sem
gefinn er, t.d. er einhljóð í orðum eins og
paper og brain og og orðið abhor er hljóð-
ritað [abhOrr]. Ahersla er sýnd með stór-
letruðum sérhljóða í áhersluatkvæðum.
Ári síðar, 1883, gaf Hjaltahn út Orða-
safn íslenzkt og enskt. Þeirri bók fylgir for-
máli, en sennilegt virðist að hana hafi átt
að nota í tengslum við lestrarbókina, sem
hefur að geyma mörg stílaverkefni. Árið
1897 gaf hann svo út aðra byrjendabók
sem einnig var nefnd Ensk lestrarbók. Þar
var ekki um að ræða aðra útgáfu af fýrri
bók hans heldur var síðari bókin að miklu
leyti byggð á bók Sweets: Elementarbuch der
gesprochenen Englísch. Leskaflarnir í bók
Sweets voru að vísu hljóðritaðir í Broad
Romic kerfi hans, en Hjaltalín notaði
venjulegt letur.
Svo virðist sem bækur Hjaltalíns hafi
aðeins verið notaðar á Möðruvöllum.
Lestarbókin fyrri hentaði ekki til sjálfs-
náms, meðal annars vegna þess að ekki var
neinn lykill að stílæfingunum. Síðari bók-
in var eflaust álitin of þung fyrir byijend-
ur. Aðrar bækur voru einnig fáanlegar. Jón
Olafsson gaf út English made Easy: Ensku-
námsbók handa byrjöndum árið 1882 og árið
1889 kom út kennslubók Geirs T. Zoéga
sem átti eftir að ná miklum vinsældum.
/
Jón Olafsson
Jón Olafsson skáld, blaðamaður og stjórn-
málamaður hafði lært ensku í Bandaríkj-
um Norður-Ameríku þar sem hann eyddi
nokkrum hluta hinnar stormasömu ævi
sinnar. Segja má að hlutur hans í ensku-
kennslu á Islandi sé merki um áhrif vest-
urferðanna og nýja strauma í íslenskri
menningu. í ævisögu sinni, sem er til í
handriti, segir hann svo frá:
Fór til Ameríku seint í Júlí 1873, vann þar alls
konar vinnu; komst um haustið að verzlun í
litlu þorpi, annaðist hana að miklu leyti einn,
bókfærslu og afhending (hafði ekki kunnað
orð í ensku, er hann lagði frá Rvík. Ritaði
nokkuð stöðugt um vetrinn í „Skandinaven".
Var um vorið boðið að verða prófessor í norð-
urlandamálum og bókmenntum við Akademí
í Moscow (Wis.), sem bræðurnir Holland