Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 22
í Reykjavíkur- skóla voru not- aðar erlendar bækur við enskukennslu. Erfitt hlýtur að hafa verið að hefja námið með venjulegum skáldsögum eins og þarna var gert og ekki get- ur yfirferðin hafa verið mikil. 22 á leið til Danmerkur og handtóku hann sjálfan. Hann dvaldist eitt ár í Bretlandi og átti eftir það talsverð viðskipti við Breta. Ekki er ólíklegt að sonur hans hafi verið góður enskumaður. Árið 1848 gerðist Halldór Kr. Frið- riksson kennari við skólann. Halldór hafði stundað nám í málfræði við Hafnarháskóla og unnið með Richard Cleasby að orða- bókargerð. Hann tók við enskukennslunni af Sívertsen þó að enska væri ekki hans aðalfag. I skólaskýrslu 1848-49 kemur fram að enska var kennd í tveimur bekkj- um. Lesnar voru málfræði (eða „mál- myndalýsing“ eins og þá var sagt) eftir C. Mariboe og Tales of a Grandfather eftir Walter Scott með byrjendabekknum, en The Vicar of Wakefield með þeim lengra komnu. Mótun kennslunnar fyrstu árin Halldór fékk ársfrí árið 1849—50 og nýtti, það til að fara til Danmerkur og kvænast heitkonu sinni. Hann kom aftur að skól- anum haustið 1850. I skólaskýrslu frá ár- inu 1850—51 er athyglisverð greinargerð frá honum þar sem hann lýsir í smáatrið- um enskukennslu í skólanum en hún var þá í þremur bekkjum. Þar má sjá að nokkru leyti forgangsröðun námsgreina. í þriðja bekk efi'i deildar ... í tímatöflunni voru þrjár stundir ætlaðar handa ebresku í þessari deild; en með því enginn þeirra þriggja lærisveina, sem í þessari deild voru, lásu ebresku, heldur ensku í hennar stað, þá þótti nóg að lesa með þeim tvær stundir í ensku; byrjaði eg á 29. kapítulanum íVicar of Wakefield, og las bókin út; síðan las eg með þeim nokkuð framan af „Night and Morning" eftir Bulwer. Þriðja tímann hafði eg til þess að láta þá gjöra þýska stýla, til að festa þá í þýskri málmyndalýsingu ... I þriðja bekk neðri deildar ... las eg með lærisveinum ensku, tvær auka- stundir í viku, og fór þannig yfir með þeim í „Vicar of Wakefield", frá upphafinu og allt fram að 16. kapítulanum. I öðrum bekk... las eg ensku með þeim tvær aukastundir í viku; las eg þeim fyrst nokkrar reglur fýrir framburði enskunnar; síðan las eg með þeim helztu atriði málmyndalýsingarinnar, og að því búnu las eg með þeim þtjá fýrstu kapítulana framan af „Tales of grandfather, eptirW.Scott.“ (sic) I Reykjavíkurskóla voru notaðar erlendar bækur við enskukennslu. Erfitt hlýtur að hafa verið að hefja námið með venjuleg- um skáldsögum eins og þarna var gert og ekki getur yfirferðin hafa verið mikil.The Vicar of Wakefield eftir Oliver Goldsmith var lesin í allmörg ár og reyndar er til í bókasafni MR eintak af einni útgáfu sem notuð var og er textinn útbúinn með áherslumerkjum allt í gegn til að auðvelda lesturinn. Fátt annað hefur verið gert til að koma til móts við nemendur. Síðar var farið að nota sérstakar byrj- endabækur, aðallega danskar, m.a. Rosings Engelske Lœsestykker og First English Read- ingbook eftir Herrig. Lengi var lesin Nögle til Fistaines udvalgte Stykker, sem var sér- kennileg að því leyti að hún var eins og nafhið bendir til lykill að kennslubók sem var byggð upp úr eintómum stílaverkefn- um. Höfundur ætlaðist sem sagt til þess að stílaverkefnin væru aðalatriðið og lykil- bókin notuð til leiðréttinga. Enska verðug stúdentsprófsgrein? Árið 1850 tóku fjórir nemendur stúdents- próf í ensku. Síðan liðu 60 ár þangað til enska varð aftur stúdentsprófsgrein. Við reglugerðarbreytinguna 1850 var enska af- numin sem prófgrein og var gerð að aukafagi. Þessu varð ekki breytt fýrr en með reglugerðinni 1904 sem síðar verður getið. Reglugerðir um skólann voru gefn- ar út 1846 (gerði ráð fýrir ensku og hebr- esku), 1850 (enska og franska). Árið 1851 var Bjarni Jónsson, sem hafði áður starfað við lærða skólann í Horsens í Danmörku, skipaður rektor við skólann. Hann tók við kennslu í frönsku og ensku árið 1853 en hann kenndi einn- ig fornmálin og fannst þau augljóslega mikilvægari námsgreinar. Árið 1857—58

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.