Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.2001, Blaðsíða 16
Tölvustudd kennsla í dönsku Nemendur eru vel færir um að tileinka sér tungumál og færni í notkun tölvu- og upp- lýsingatækni samtímis. 16 Við skipulagningu almennrar brautar II í MK haustönn 2000 var strax ljóst að við myndum stefna að tölvustuddri kennslu í dönsku í tilraunaskyni á þessari braut, hvað sem öllum styrkjum liði. Ný al- menn námskrá allra skólastiga gerir ráð fyrir að fléttað sé saman tölvunotkun, upplýsingatækni og innihaldi ýmissa námsgreina. Að þessu sinni hófst haustönnin á Strikinu 31. maí þegar hluti dönskudeild- arinnar uppgötvaði diskinn Pá rejse i dansk og sá fyrir sér notagildi hans til dönsku- kennslu á almennri braut II1. Ekki varð aftur snúið.Tvær vikur í júlí og aðrar tvær vikur í ágúst fóru í að grandskoða diskinn og bæta við verkefnum og upp úr því urðu til útlínur að áfanganum. Hann skyldi þemaskiptur, diskurinn myndaði eitt þema af fjórum og hugmyndir að öðrum tveim- ur þemum byggðu á hlutverki MK sem heilsuskóla og matvælaskóla. Fjórða þem- að var svo helgað frægu fólki og áhuga nemenda á frægð. Nánari útfærsla byggði á því hvernig við töldum að nemendur ynnu með tölv- ur og netið. I ljós kom að fLestir þeirra þurftu mun meiri aðstoð en við reiknuð- um með hvað varðaði tæknilegu hliðina — og það þrátt fýrir að nemendur væru samtímis í sérstökum tölvuáfanga. Rétt áður en skóhnn var settur gafst okkur tækifæri, fýrir tilstuðlan tölvukenn- ara skólans, til að sitja örstutt námskeið í notkun forritsins WebCT. Þetta forrit er ætlað til að halda utan um áfanga eða námskeið, efni, mat, samskipti, verkefni, próf, framlag nemenda og tölfræðilega úr- vinnslu á vinnu nemenda. Okkur leist vel á þetta og ákváðum að nota forritið til að halda utan um áfangann. Þrátt fýrir aug- ljóst hagræði að notkun þessa forrits kom fljótt í ljós að við hefðum þurft miklu 1 Brautin er ætluð nemendum sem ekki ná tilskilinni einkunn til að fara inn á stúdentsbrautir skóla eða eru óráðnir varðandi frekara framhalds- nám. meiri handleiðslu og tíma til að tileinka okkur og miðla þekkingu á forritinu til nemenda. Af reynslu okkar er ljóst að nemendur verða að hafa aðgang að skýr- ingum á notkun forritsins á íslensku, ef vel á að vera, og ætla þarf sérstakan tíma til þjálfunar. Séu þessir þættir í lagi sjáum við enga annmarka á notkun þessa forrits eða annarra sambærilegra í dönskukennslu. Nemendur eru vel færir um að tileinka sér tungumál og færni í notkun tölvu- og upplýsingatækni samtímis. Vinnuáætlun (sjá töflu 1) var sett upp fýrir 3 X 80 mín. á viku.Við ákváðum að fastsetja eins marga liði og við töldum mögulegt. Strax fyrstu vikuna (vika 34) þurfti að grípa til umröðunar því diskur- inn góði var allmiklu lengur á leiðinni til landsins en við höfðum reiknað með. En í viku 38 var allt komið í fastar skorður og gekk samkvæmt áætlun. Þangað til verk- fallið skall á. Eins og sést af vinnuáætlun er gert ráð fyrir símati, þannig að nemendur ljúki hverju þema með einhvers konar prófi og er vægi allra þemanna jafnt. Gert er ráð fyrir ákveðinni stígandi í þyngd og um- fangi þemanna, þannig að kröfur í loka- þema séu heldur meiri en í því fyrsta, þó ekki meiri en svo að samviskusamur og iðinn nemandi geti haldið sínum hlut og fengið sömu einkunn fýrir öll þeinu. Námsmat verður í formi símats sem þýðir að ekki verður formlegt skriflegt próf í annarlok á próftöflu skólans. Nemendum er skylt að mæta í öll próf áfangans. Fjarveru úr prófi vegna veik- inda þarf að tilkynna fyrir prófið og skila læknisvottorði því til staðfestingar við fyrsta tækifæri vegna sjúkraprófs. (Sjá töflu 2) Tal vegur þyngst í þema II, þar sem frammistaða í útilegu vegur mest (10/25 af vægi þemans). Hlustun vegur mest í þema I, þar eð margmiðlunardiskurinn Pá rejse i dansk

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.